Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 49
að Víetnam-hreyfingin í Svíþjóð sé pólitískt lituð, þá á ég við tiltekin atriði sem við hljótum öll að skilja. Hún er notuð í ákveðnum pólitiskum tilgangi af ákveðnum pólitískum öflum i Svíþjóð. Svokölluðum vinstri- öflum eða sósíalískum hreyf- ingum. Hún er eingöngu tæki í þeirra höndum, ekkert annað. SAM: Eru ekki prestar starf- andi i henni? Sigurður Örn: Jú, mikil ósköp, það er fullt af prestum í Sví- þjóð sem eru sósíaldemókratar og sósíalistar af öllum stigum og tegundum. SAM: Semsagt dyggir fylgis- menn Krists. Sigurður Örn: Það er annar handleggur. Séra Sigurður: Hvað meinarðu, Sigurður, með hlutleysi, þegar Martin Schongauer: Krossfestingin. þú varpar því hér inni umræð- una? SAM: Það er einmitt það sem við erum að tala um núna: hlutleysi kirkjunnar gagnvart vissum málum sem eru „óhrein", sem eru ófín og kirkj- unnar menn geta ekki verið þekktir fyrir að koma nærri. Sigurður Örn: Kiikjan er lík- lega sú stofnun í heiminum sem sízt af öllu hefur veigrað sér við að snerta á neinum ófin- um málum. SAM: Nú er ég vel að merkja að tala um íslenzku kirkjuna. Sigurður Örn: Kirkjan öll, ís- lenzka kirkjan þarmeð talin, er virkilega sú stofnun sem hefur snert á öllum ófínum málum r heiminum. Hólmfríður: Er Víetnam ófint? Er það ekki frekar fint? Sigurður Örn: Víetnam-hreyf- ingin er mjög fín hreyf- ing, og það er stöðutákn að taka þátt í henni. SAM: Þetta er sennilega ein- hver fámennasta hreyfing á ís- landi. Ef það væri stöðutákn að taka þátt i henni, þykir mér lík- legt að hún væri fjölmennari. Hún er öllum opin, líka prest- um og guðfræðingum. Spurn- ing mín er í sjálfu sér einföld: Eru einhver ákveðin svið mann- lífsins sem kirkjan á að vera hlutlaus gagnvart? Sigurður Örn: Má ég benda á eitt, áður en við skiljumst við Víetnam-hreyfinguna, og það er, að þátttaka í henni er ekki skilyrði fyrir afstöðu manns til stríðsins í Víetnam. Hinsvegar er mjög mikið gert að því að auglýsa hreyfinguna sem þann einasta vettvang þar sem menn geti látið í ljós skoðun á þessu máli. Árni: Ef menn láta í ljós af- stöðu sína á öðrum vettvangi, er ekkert á móti því. En gera þeir það? SAM: Það er það sem ég er að auglýsa eftir. Mér finnst hlut- leysið, afskiptaleysið, einkenna afstöðu íslenzku kirkjunnar til þessara viðkvæmu mála. Dr. Björn: Þú hlýtur líka að líta svo á, að viss afstaða felist í því að taka ekki þátt í göng- unni. Sumir kjósa að taka þátt í göngu og aðrir kjósa að vera virkir í að greiða atkvæði eða láta sína skoðun í ljós með öðr- um hætti á opinberum vett- vangi. Það er rétt, að kannski mætti búast við því að finna guðfræðinga eða presta í ýms- um göngum, enda held ég að það hafi nú gerzt hér — ekki endilega í Víetnam-göngu. Séra Sigurður: Hundrað ára af- mæli Menntaskólans og svo- leiðis! Dr. Björn: Þessi þátttaka kirkj- unnar, ef prestur tekur þátt í slíkri göngu, sem vekur kannski athygli, er vissulega mál sem hann verður persónulega að gera upp við sig. En þátttaka kirkjunnar í stjórnmálum er mikið vandamál, einsog fyrr var vikið að, og vel má vera að tímabært sé fyrir kirkjuna að hvetja til þess að menn taki þátt í vissri mótmælagöngu. En þarmeð er ekki sagt að þeir taki þátt í hvaða göngu sem er. Árni: f sambandi við það að taka ekki þátt í hvaða göngu sem er finnst mér fróðlegt, að hér var því haldið fram að prestar eða kirkjunnar menn gætu ekki tekið þátt í Víetnam- göngum vegna þess að einungis væri verið að mótmæla atferli annars aðilans í flóknu póli- tísku máli. Ég man ekki betur en haldinn væri mótmæla- fundur vegna innrásar Rússa í Ungverjaland haustið 1956, sem sjálfsagt voru mjög eðlileg viðbrögð, og þá var núverandi biskup íslenzku kirkjunnar að- alræðumaður á Lækjartorgi. Hér er það semsé spurning um, í hvaða mótmælaaðgerðum menn vilja taka þátt. Þið talið um að mótmælafundir og mót- mælagöngur séu einungis augnabliksæsingar. í Ungverja- landi gerðist vissulega margt svívirðilegt, en allavega týndi þar ekki yfir milljón manns lífi í loftárásum, napalmsprengj- um og eiturhernaði. Séra Sigurður: Við förum okk- ar göngur, góði. En okkar göng- ur eru til sjúklinga og fanga og gamalmenna, og það eru göng- ur sem er ekki alltaf gaman að fara í. Og enginn vill fara með okkur. Þetta eru aðalatriði í okkar göngum. En viðvikjandi Víetnam, þá vitum við að þetta stríð er borið uppi af tveimur stórveldum, og við verðum þá að fara í göngur gegn þessum stórveldum. Ann- arsvegar eru Bandaríkjamenn, hinsvegar Rússar. SAM: Rússar berjast að vísu ekki í Víetnam, hvað sem ann- ars má illt um þá segja. Séra Sigurðu’r: Rússar fjár- magna og vopna Víetnama, svo að það er alveg sama málið. Dr. Björn: Ég hefði viljað taka þátt í göngu sem væri mótmæli gegn styrjöldinni í Víetnam. Hinsvegar skortir mig þekkingu til að taka eindregna afstöðu og segja, að annar aðilinn sé morðingi og hinn ekki. SAM: Sennilega hefur engin styrjöld í veraldarsögunni verið betur skjalfest eða sök annars aðilans eins rækilega sönnuð og i Víetnam, og það af Banda- ríkjamönnum sjálfum. Það er það einstæða í þessu stríði. Sagnfræðingar í Bandaríkjun- um ásamt hershöfðingjum og allskyns sérfræðingum hafa fært sönnur á, að stríðsrekstur Bandarikjastjórnar í Víetnam sé höfuðglæpur. Séra Sigurður: Látið okkur sjá þessi skjöl, og þá getum við tekið afstöðu til málsins. SAM: Eruð þið ekki að reyna að taka ykkur frí frá þeirri frumskyldu nútímamannsins að reyna að fylgjast með því sem er að gerast í heiminum, ekki sízt í málum sem varða líf okkar og dauða? Skjölin um Víetnam-striðið eru tilgengileg öllum sem nenna að setja sig inní þessi mál. Ég minni bara á bækur nokkurra þekktustu höfunda í Bandaríkjunum, svo- sem The Arrogance of Power 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.