Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 35
féyni bara að reikna með Guði“. Dr. Björn: En segjum sem svo að þetta séu mannasetningar og oft til trafala, þá verðum við samt að viðurkenna, að við komumst ekki hjá því að hafa reglur. Hinsvegar verður að fara fram stöðug og látlaus endurskoðun á gildandi regl- um. Eftir því sem breytingar verða örari, þeim mun örari verður þessí endurskoðun að vera. Séra Sigurður: En svo eru nefnilega margir sem hugsa aldrei hærra en um bókstaf reglnanna, gleyma rökunum á bak við þær. Hólmfríður: Hvi skyldum við kasta burt því sem hefur reynzt vel? þrisvar, hvernig kemur það út frá kirkjulegu sjónarmiði? Séra Sigurður: Það er bara þannig að maður sem á þrjár konur, hann á þær þrjár. Og hann getur ekki losnað við neina þeirra. Dr. Björn: Hjónabandið er auðvitað veruleiki, og þegar börn eru fyrir hendi, þá eru þarna áþreifanlegar staðreynd- ir, og því fær enginn breytt. SAM: En það eru vitanlega tímabundnar staðreyndir. Börn sem váxa úr grasi slíta meirá eða minna böndin við foreldra sína. Séra Sigurður: Lestu eina ætt- artölu, og sjáðu hvað er tíma- bundið. SAM: Ætlarðu að segja mér það, séra Sigurður, að þú trúir íslenzkum ættartölum, meðan þær miða við karllegg jafnt og kvenlegg? Séra Sigurður: Nei, nei, alls ekki, en hinsvegar er hitt og annað í þeim satt. Hjónabandið Kirkjan og veraldarvafstrið SAM: Vitanlega þarf það líka endurskoðunar við. Við skulum taka hjónabandið, sem hefur að flestu leyti reynzt vel sem félagsleg stofnun, en mundu ekki flestir nútímamenn geta fallizt á, að verjanlegt sé að slíta því og stofna til nýs hjú- skapar? Séra Sigurður: Hjónabandið er nú ekki bara kristið fyrirbæri. SAM: Að vísu ekki, en manni hefur skilizt að það þætti held- ur ókristilegt athæfi að ganga í of mörg hjónabönd. Hefur sú afstaða nokkuð breytzt? Dr. Björn: Það er ekki sam- staða innan kirkjunnar um þetta atriði. Séra Sigurður: Hjónabandið er óslítanlegt; þó menn geti slitið því svona lagalega, þá er ekki hægt að slíta þvi i raun og veru, og alls ekki ef börn eru fyrir hendi. Það er bara hægt að hlaupa frá því. SAM: En þegar einhver ein- staklingur giftist til dæmis SAM: Svo við snúum okkur að öðru, þá heyrist þvi stundum haldið fram af kirkjunnar mönnum, að kirkjan eigi ekki að vera að vasast í veraldleg- um hlutum. Séra Sigurður: Hvar á hún þá að vera? Árni: Til eru kristnir menn, til dæmis Muggeridge sá, sem ég vitnaði til áðan, sem segja, að ef hægt væri að búa til betri heim, þá væri kirkjan óþörf. Sveinbjörn: Hinsvegar hefur kirkjan alltaf verið að reyna það. Séra Sigurður: Já, hún er hreint ekki ómerkur aðili að þeirri baráttu. Gunnar: En það er náttúrlega enganveginn hennar eina hlut- verk. SAM: Vitanlega ekki. En ég vildi fá fram skoðanir ykkar á þeirri trú ýmissa presta og góðra manna, að kirkjan sé yf- ir það hafin að vasast í ver- aldlegu stússi, einsog til dæmis félagsmálastörfum og hjálpar- starfsemi ýmiskonar. Séra Sigurður: Hafið þið ekki lesið nýlega Jóhannes 17? Sveinbjörn: Ef kirkjan er yfir það hafin, þá á hún ekki til- verurétt. Dr. Björn: Þarna gleymist ein- mitt það sem við minntumst á fyrr, það er holdtekja Krists. Þessi skoðun er rökstudd með því, að kirkjan eigi aðeins að hafa á hendi „boðun orðsins". En satt að segja er þetta ákaf- lega einfalt mál: orðið varð hold. Og holdtekjan merkir þetta, að orð Guðs samsamaðist öllu þvi sem mannlegt er. Það deilir kjörum með hinu mann- lega. Þarafleiðandi er ekkert svið mannlífsins „orðinu“ óvið- komandi. Séra Sigurður: Þetta var fal- lega sagt, doktor, og meira heldur en doktorslega sagt. Dr. Björn: Þetta er nú bara sunnudagaskólalexía. Séra Sigurður: Af því að börn- unum heyrir guðsríki til. Þess- vegna talar maður svona sanna og háa hluti þar. Árni: Mér hefur skilizt á um- mælum ýmissa presta, að þeir vilji að kirkjan taki aukinn þátt í félagsmálastarfi. Finnst ykkur ekkert athugavert við þá þróun, að kirkjan keppist við að verða að verulegu leyti nokkurskonar félagsmálastofn- un við hliðina á félagsráðgjöf- um, sálfræðingum, geðlæknum og öðrum slíkum? Séra Sigurður: Hún verður að vera það, vegna þess að hún er i heiminum og til þess að fást við fólk. Séra Bernharður: Það hættu- legasta í því er, ef kirkjan eða starfsmenn hennar fara að gera annað en þeim er ætlað. Þeir geta til dæmis aldrei kom- ið í stað geðlækna eða félags- ráðgjafa. Séra Sigurður: Vissulega geta þeir verið félagsráðgjafar og eru það oft. Hólmfríður: Sagðirðu starfs- menn kirkjunnar? Hví skyldu þeir ekki geta verið geðlæknar eða hvað sem er? Martin Schongauer: Kristur frammi fyrir Kaífasi œðstapresti. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.