Samvinnan - 01.12.1971, Page 25

Samvinnan - 01.12.1971, Page 25
kirkjunnar, að minnstakosti ekki höfuðviðfangsefni. Séra Sigurður: Hún verður að taka mið af kærleika Guðs. Og hvort sem þar þarf að styðja hægramegin eða vinstramegin, það skiptir kirkjuna engu máli. Hún getur hvorki verið vinstri- né hægrisinnuð. Hún stendur með manninum; hún er eini mannvinurinn í heiminum. Dr. Björn: í því er hún bylt- ingarkennd, að hún stendur með manninum, vegna þess að hún sér manninn í þessu ljósi, sem er Jesús Kristur. Þar sér hún manninn í hnotskurn, og hún sér líka heiminn í hnot- skurn í Kristi, sérstaklega á krossinum, vegna þess að það er svar heimsins. En það er ekki hið endanlega svar, vegna þess að Kristur er upprisinn, og „svo elskaði Guð heim- inn ...“ sem er í rauninni hið endanlega svar. Afþví hér hefur verið talað um, að kirkjan eigi að vera byltingarsinnuð, þá finnst mér endilega að kirkjan hljóti og eigi að vera fleinn í holdi samfélagsins. Hvert ein- asta valdakerfi, hvort sem það stendur til vinstri eða hægri, þarf að hafa þennan flein í holdi sér, þessa stöðugu gagn- rýni sem ekki beinist einvörð- ungu að brestum einstaklings- ins sem syndara, heldur að manninum í sínu samfélagi og þarafleiðandi að samfélaginu í manninum. Árni: Ef við víkjum að kirkj- unni á íslandi í þessu sam- hengi, þá fæ ég með engu móti komið auga á, hvernig hún er fleinn í holdi samfélagsins. Mér finnst hún miklu fremur vera „stuðpúði". Dr. Björn: Ég get verið þér talsvert mikið sammála. Séra Sigurður: Hvað þekkið þið til kirkjunnar, þegar þið kveðið upp slíkan dóm? Árni: Maður hlyti að verða var við það, ef um raunverulegan flein væri að ræða. Séra Sigurður: Sumir verða varir við það. SAM: Við erum partur af sam- félaginu, og við verðum ekki varir við að kirkjan sem slík fordæmi spillinguna í samfé- laginu, fjármálaspillinguna, pólitísku spillinguna, réttarfar- ið, skattsvikin, þó einstakir prestar minnist stundum á þessi mál. Hólmfríður: Hvað áttu við með kirkjunni sem slíkri? SAM: Til dæmis prestastefnu eða kirkjuráð. Taka þessir að- ilar upp baráttu gegn spilling- unni í þjóðfélaginu, misréttinu, rangindunum? Þeir láta þetta afskiptalaust. Hólmfríður: Einn og einn prest- ur lætur sér þó sæma að minn- ast á það. SAM: Að vísu, en þeir gera það alltof fáir, að mínu viti, og fyr- ir bragðið verður kirkjan á- hrifalítil og utangarna í þjóð- lífinu. Dr. Björn: Ég held að kirkjuna hér á landi skorti talsvert mik- ið málefnalega þekkingu. Kirkj- an og prestar hennar eru kannski feimnir við að taka eins afdráttarlausa afstöðu og æskilegt væri, einfaldlega vegna þess að til þess að taka slíka afstöðu og koma fram með rökstudda gagnrýni þarf að vera fyrir hendi málefna- leg þekking. Kirkjan á íslandi er það veik og illa á vegi stödd fjárhagslega, að hún hefur ekki sömu skilyrði til að vinna á þennan markvissa hátt eins- og vera bæri og æskilegt væri. Ég á við, að eðlilegt væri að innan kirkjunnar störfuðu ýmsir starfshópar, og þá ekki bara prestar, alls ekki, heldur væri þarna rekið starf á ýms- um sviðum. Þú minntist á skattamál. Kirkjan þarf tvi- mælalaust að leggja orð í belg í sambandi við skattamálin, en það þýðir ekki að hún geri það af vanþekkingu, heldur verður hún að gera það þannig, að sú gagnrýni hitti i mark. Árni: Ég hugsa, að margir, sem væru kannski eitthvað skyldir mér í viðhorfum, mundu undr- ast þá kenningu, að kirkjan þurfi fjárhagslega aðstöðu til að vera fleinn i holdi samfé- lagsins. Dr. Björn: Þekking nú á dög- um er verði keypt, hvort sem mönnum líkar betur eða verr; og það er tómur barnaskapur að ætlast til þess að kirkjan sem veraldleg stofnun, að því marki sem hún er það, þurfi ekki fjármagn einsog aðrar stofnanir sem vilja láta til sín taka. Hvað með valdakerfið að öðru leyti? Hvað tfieð pólitísku flokkana? Byggist ekki vel- gengni þeirra og árangur ákaf- lega mikið á fjármagni og fjár- mögnun? Séra Bernharður: Ég held að margir sakni þess að kirkjan hefur ekki málgagn eða vett- SAM: Hún hefur tvo stærstu fjölmiðla landsins til umráða, bæði útvarp og sjónvarp. Séra Bernharður: í fyrsta lagi ráðum við nú ekki yfir þessum tveimur stóru fjölmiðlum. Útvarpstimi klukkan ellefu er helgaður guðsþjónustu ein- göngu. Og fólk, sem kemur til guðsþjónustu, kemur ekki endilega til að heyra hvað þessi tiltekni prestur vill segja um dægurmál á íslandi. Það sem ég átti við er þetta: Ef kirkjan hefði málgagn, þar sem hún gæti tjáð sig um þessi dægur- mál og látið uppi sína skoðun, sem allur almenningur ætti að- gang að, þá væri mikið unnið. Þú segir, Sigurður, að þér hafi ekki virzt prestar tala um tíma- bær vandamál. Hvað hefur þú heyrt í mörgum prestum? SAM: Ég hef heyrt í þeim mörgum, fleiri en þú kannski heldur. Undanfarin þrjátíu ár hef ég haft mjög mikinn áhuga á kirkjulegum málum og fylgzt með bæði útvarpsmessum og sótt kirkjur víða um land, þeg- ar svo bar undir. Hólmfríður: Vel að merkja, þú hefUr heyrt í mörgum prestum í prédikunarstóli. En er prédik- unarstóllinn rétti staðurinn til að prédika yfir þeim frómu sálum, sem komnar eru til kirkju, um spillingu og önnur dægurmál? SAM: Nei, ég held að útvarp og sjónvarp séu miklu heppi- vang, þar sem hún getur sem slík tjáð sig um ýmis viðfangs- efni þjóðfélagsins. legri vettvangur til þess. Mér virðist kirkjan í rauninni hafa mjög góða aðstöðu til að koma boðskap sínum á framfæri. Hún á bæði aðgang að tveim- ur stærstu fjölmiðlum lands- manna, báðum rikisreknum, og einnig að tveimur stærstu dag- blöðum landsins, Morgunblað- inu og Tímanum, sem bæði hafa vikulega þætti um kirkju- leg málefni. Hólmfríður: Þessir þættir eru persónulega bundnir við þá presta, sem annast þá. SAM: Ég trúi ekki öðru en kirkjan gæti fengið meiri ráð yfir þessum þáttum, ef hún legði sig fram um það. Væri ekki hægt að skipuleggja þessi kirkjulegu skrif í blöðin með skynsamlegri og markvissari hætti? Hólmfríður: Það hefur verið reynt að komast í sjónvarp, og þá á ég við tímann utan hinn- ar venjulegu dagskrár á sunnu- dögum, en sjónvarpið er alls ekki eins opið og menn virðast ætla. Séra Bernharður: í hverri viku er stundarfjórðungur sem nefndur er „Helgistund", og það nafn gefur til kynna hvað þar á að fara fram. Guðsþjón- ustan klukkan ellefu á sunnu- dagsmorgnum í útvarpinu er tekin úr kirkju. Hún er trúar- iðkun, og ég held að tjáning á viðhorfum kirkjunnar hljóti Hólmfríður Pétursdóttir og séra Sigurður Palsson. Kirkjan og fjölmiölarnir 25

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.