Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 26
verði að líta á þá sem tregðu eða galla í efninu, sem beri að nema brott. Þessi rökfærsla kann að hneyksla einhverja, og likingin kann að leyna veilum og vera ógild. En hún gæti stuðlað að skýrari hugsun um skólann og starf hans. (Sjá Skolen et produkt av forskning og teknikk). Skólinn tæki til mótunar Allir eru sammála um, að skólinn í nútímaþjóðfélagi sé helzti mótunaraðili einstakl- inga. Það er einnig nokkuð ljóst, að rikisvald eða ráðandi stéttir hafa á öllum tímum beitt skólakerfinu leynt og ljóst til að styrkja valdaaðstöðu sína, treysta hugmyndakerfi, sem vald þeirra byggir á, eða önnur félags- og menningar- gildi, sem mikilvæg eru talin (kapítalismi, kommúnismi, kirkjufélög o. s. frv.). Nýfrjáls ríki efla ættjarðarást og þjóð- leg verðmæti. Bandaríkin, Sov- étríkin og Kína fara ekki í launkofa með, að skólakerfi þeirra boði ákveðin lífsviðhorf og gildismat. Þetta er innræt- ing. Það er því undrunarefni, hve litlu fé og starfsorku hefur verið varið til að rannsaka gerð (struktur), verkferli og ár- angur slíkrar stofnunar. Eða er það e. t. v. einmitt sökum þessa miðlæga mikilvægis, að vald- hafar óska ekki að grafa of djúpt í markmið, gerð og ár- angur skólans? Rúmsins vegna er ekki unnt að rökræða þetta frekar. „Nýr skóli“ Hér verða talin upp nokkur atriði í skipulagi námsefnis og kennsluhátta skóla eins og höf- undur álítur, að þessir þættir muni þróast á næstu árum. Ekki mun allt eftir ganga, en það er árátta skólamanna að rýna í hið ókomna og reyna að hafa áhrif á gang þess eða a. m. k. reyna að skilja, hvað sé að gerast. Stjórnarhættir skól- ans og ákvörðunartaka er eitt meginatriði, þegar gera á grein fyrir stöðu nemandans. Hvaða leiðir standa nemanda opnar til áhrifa á þjónustu þá, sem hon- um er veitt? Á hvaða aldri er nemandi um það fær eða er nemandinn yfirleitt fær um að meta, hvað er honum mennt- unarlega fyrir beztu? Hver er réttur foreldra og aðstaða til áhrifa á stjórn skólans og að- stoð við börn sín? í Danmörku munu foreldrar barna í skyldu- skóla, skv. lögum, eiga aðild að stjórn skóla. Nemendavernd og nemendalýðræði eru oft nefnd nú til dags. íslenzki skólinn hefur verið fremur lokuð stofn- un i margvíslegum skilningi og einangraður félagslega. Hin lokaða kennslustofa, hæpin röðun í bekki, of lítil upplýs- ingamiðlun og ónóg samstarf milli kennara er til vitnis um þetta. Stundum heyrist sagt, að því minna sem foreldrar séu að vasast í málum nemandans innan skólans, því betra. Þótt slík sjónarmið eigi rétt á sér í einstaka tilviki, eru þau, að mínu áliti, kórvilla og brot á grundvallaratriði í sambúð nemanda, kennara og foreldra. — Skyldunámsskólinn á að vera menntunarmiðstöð í hverfi sínu, hvort sem er i borg eða sveit — miðstöð til öflunar og miðlunar fræðslu og menn- ingar til allra íbúa hverfisins, ungra og gamalla. Upplýsinga- og tjáningarhlutverk skólans er líftaug hans. Sannast sagna má líta á alla fræðslu og menntun sem mismunandi miðlunar- eða tjáningarað- ferðir (communication). Starfsaðstaða kennara hlýtur að batna, en vaxandi kröfur að verða gerðar til þeirra. Kenn- arar og nemendur fá samfelld- an starfsdag i skólanum. Bein- um kennslustundum kennara fækkar mjög, og svo mun einn- ig verða hjá nemendum. Finna verður leiðir til að veita nem- endum aðhald og leiðbeiningu, sem byggi upp sjálfstraust þeirra við kröfuhörð verkefni. Hugmyndir um ævimenntun (ekki aðeins fyrir langmenntað fólk og sérfræðinga) eru ná- tengdar endurskipulagningu grunnskólans sem menntunar- miðstöðvar fyrir nemendur á öllum aldri og öllum hæfileika- stigum. Skóli af þessu tagi krefst róttækra skipulagsbreyt- inga frá þvi sem nú er, enda er markmið hans sem stofnunar annað í sjálfu sér og hlutverk hans einnig gagnvart nem- anda. Skóli með þessu sniði verður i senn allsterk stofnun með eigin skipulagi og sjálf- stæðu lifi, samfélag þar sem kennarar og nemendur starfa saman, mótast og breytast á ólíkum æviskeiðum. En þessi nýi skóli verður einnig í virkum tengslum við hið stærra sam- félag umhverfis, sem sumir vilja sérkenna frá eldri gerð þjóðfélags með heitinu rnennt- unarsamfélag. Menntunarvið- leitni íslenzkrar alþýðu gegnum aldir með íslenzkar fornbók- menntir sem menningarlind gefur tilefni til ýmissa hug- leiðinga í þessu sambandi. Námsefni Rúmsins vegna verð ég að stytta mjög mál mitt. Óhætt er að fullyrða, að gjörbylting verði i námsefni á allra næstu árum; skipun námsgreina í flokka og efnisinnihald þeirra mun breyt- ast mjög. Almenn þekking, hvað þá sérfræðiþekking, er nú svo umfangsmikil, að jafnvel afburðaeinstaklingar að minni og aðferðatækni megna ekki að hafa nema smábrot á valdi sínu. Mikill hluti slíks fróð- leiks gleymist skjótt og verður merkingarlaus. Áherzla verður lögð á aðferðir til öflunar þekkingar, kennd undirstöðu- atriði nokkurra þekkingar- greina. Helztu flokkar þessara greina verða stærðfræði og raungreinar (sem ætti að vera unnt að kenna sameiginlega á byrjunarstigi), tungumál með höfuðáherzlu á notkun móður- málsins. Mikilvægur flokkur verður tengdur félagsheimi mannsins og sambúð hans við náttúruna og umhverfi sitt. í barnaskóla er nauðsyn að leggja ríka áherzlu á leikni í lestri, skrift og reikningi og notkun þeirra. Vinna með nátt- úrleg efni og notkun þeirra er æskileg, svo og líkamsrækt og fræðsla um skyldur einstakl- ings við sjálfan sig, afkomend- ur sina og mannlífið á jörð- unni. Siðgæði og félagsmótun er bezt rækt í starfi nemenda og kennara sem lifandi reynsla, einkum meðal yngri nemenda. í framhaldsskólum verður að kenna undirstöðuatriði þekk- ingarfræði og siðfræði. Undir- ritaður aðhyllist hugmyndir A. N. Whiteheads, þar sem hann segir: „Siðmenntun (culture) er hugarstarf, næmleiki á feg- urð og mannúð. Þekkingarmol- ar skipta þar engu. Maður, sem einungis er fróður, er mesta leiðindaskjóða á guðsgrænni jörð. Við eigum að keppa að mótun manna, sem hafa bæði nokkra siðmenntun til að bera og haldgóða sérþekkingu á af- mörkuðu sviði“. Hann varar ákaft við hinu dauða námsefni — „stöðnuðum hugmyndum" (inert ideas). Tvö eru boðorð hans um kennslu: „Kennið ekki of margar námsgreinar. Kennið rækilega það, sem kennt er“. Undirritaður er þeirrar skoðunar að kenna verði a. m. k. eina námsgrein í grunnskóla til nokkurrar hlít- ar og með þeim kröfum, sem nemandi mestar þolir, ef hann á að hafa af henni not til menntunar og uppeldis. Þótt maðurinn sjálfur eigi að vera þungamiðja námsefnis, al- mennt skilið, þá er hrein della að kenna til menntunar án efnis og innihalds. Kennsluaðferðir Kennsluaðferðir í þröngri merkingu eru sennilega ekki eins mikilvægar fyrir nám og gengi nemanda og almennt er talið. Skipulag og námsefni ráða meiru, en þó einkum kennarinn sjálfur. Fjölmiðla- tækni nútímans siglir hraðbyri inn í skólana. Tæknibúnaður þessi er í rauninni hluti af skipulagsbreytingu skólans — kennslustundir og bekkjar- deildir verða sennilega af- numdar í sinni núverandi mynd. Kjarni skólans verður gagnabúr hans — þekkingar- forðinn er þar geymdur, ekki aðeins í bókum, heldur í vörzlu tæknimiðla. Ósennilegt er, að kennsluvélin í því formi, sem við þekkjum nú, verði mikil- vægt kennslutæki, en við af- rnörkuð minnis- og þjálfunar- verk heldur hún e. t. v. velli. Staða nemandans í skóla kom- andi ára mun því breytast mik- ið, ætti að verða mun frjáls- legri en nú er, betur sniðin að þörfum hans og áhugamálum. Vandinn verður, sem fyrr, að kenna nemanda listina að sameina andstæðu frelsis og ögunar. Án ögunar, ekkert á- gæti né fullkomnun. Hvaða leiðir verða farnar í þessu efni, er vandséð. Einmitt hér mun þó skórinn kreppa í skóla framtíðarinnar. (Whitehead). Leikur sem kennsluaðferS Fáein orð um leik sem kennsluaðferð. — Barnhverf skólastefna hefur lagt mikla áherzlu á leikinn sem kennslu- aðferð. Kennisetningar um eðli leiks hjá börnum eru ófáar. Leikkennsluaðferðir falla auð- vitað vel að hugmyndum barn- hverfra kenninga. Fullnægt er kröfum um sjálfræði barnsins, sjálfkvæmni, meðfædda fróð- leikslöngun, vaxtarhneigð o. s. frv. Flestir, sem hugann leiða að þessu efni, finna að mikið er satt og rétt i þessu. Einhvern veginn hef ég þó aldrei getað kyngt því, að leikurinn sem kennsluaðferð væri jafneðlileg- ur og fullnægjandi og tals- menn aðferðarinnar halda fram. Efasemdir mínar eru vax- andi. Vera mætti, að hér væri ruglað saman einu og öðru, m. a. hlutverki leiksins í náttúr- legu vaxtarferli ungviðis og hinsvegar fræðikenningum um eðli hans eða gerð. Dearden fjallar um þetta efni á mjög athyglisverðan hátt, og væri vert að kynna nánar. Hann telur m. a„ að börn séu alltaf meðvituð um, að þau séu að leika sér; ef svo 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.