Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 50
22. gr. Nú verður barnaverndarnefnd þess vís, að heimilishögum, uppeldisháttum, fram- ferði foreldra, forráðamanna eða annarra heimilismanna, aðbúnaði eða hegðun barns sé ábótavant, og skal hún þá láta málið til sín taka á þann hátt, er bezt þykir við eiga, eftir því sem á stendur. 23. gr. Ef barn verður forsjárlaust eða forsjármtnn þess veita því ekki fullnægjandi fram- færslu, skal barnaverndarnefnd aðstoða þá, sem láta sig hag þess varða, við að koma því í fóstur á gott heimili eða sjá því farborða mcð öðrum hætti, sbr. 38. og 39. gr. framfærslulaga nr. 80/1947, enda er óheimilt að vista börn á öðrum heimilum en þcim, sem barnaverndarnefnd sú, er í hlut á, samþykkir. 24. gr. Ef fjárhagur foreldra barns eða forráðamanna er svo bágborinn, að það nýtur ekki sómasamlegrar aðbúðar og uppeldis, skal barnaverndarnefnd hlutast til um, að ráðin verði bót á því. Ef barn líður skort vegna örbirgðar, skal barnaverndarnefnd þegar í stað gera nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta, og greiðist kostnaður úr bæjar-(sveitar-)sjóði, að svo miklu leyti sem almannatryggingum ber ekki að greiða hann. Jafnan skal þess gætt, að aðstoð við hcimili fari á undan öðrum framkvæmd- um til úrbóta, að því leyti sem við verður komið. Ekki má taka barn af heimili eingöngu vegna örbirgðar foreldra eða forráðamanna. 25. gr. Nú er barn sjúkt og fær ekki viðunandi hjúkrun eða læknishjálp, eða barn er fá- viti cða að öðru leyti andlega vanþroska og fær ekki sérstaka umönnun, sem því er þörf á, og skal þá barnaverndarnefnd í samráði við heimilislækni, heilbrigðisyfirvöld og aðra sérfræðinga, ef því er að skipta, gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar þykja til verndar hcilsu barns eða ungmennis. Sama er, ef heilsu barns eða ung- mcnnis þykir stafa hætta af sjúkdómi, sem aðrir heimilismenn hafa tekið. 26. gr. Nú verður barnavcrndarnefnd þess vís, að uppeldi barns eða ungmennÍ3, aðbúnaði eða atlæti cr ácótavant vegna hirðuleysis forcldra cða forráðamanna, vankunnáttu þcirra, andlcgra eða siðferðilcgra annmarka, líkamlcgrar cða andlegrar vanhcilsu, drykkjuskapar, citurlyfjanautnar, ofnotkunar deyfilyfja, lauslætis cða annars sið- leysi3, refsivcrðs athæfis o. s. frv., og skal þá barnaverndarnefnd gera viðeigandi ráðstafanir. Kemur þá m. a. til greina að leiðbeina foreldrum og forráðamönnum og áminna þá, skipa heimili eftirlitsmann, eiga hlut að því, að sjúklingi eða annmarka- manni verði komið brott af hcimili, eða taka barn af heimili, ef það þykir bezt henta, og má þá fela öðrum forræði barnsins. Ef ungmcnni yfir 16 ára á í hlut, skal barna- verndarnefnd fara eftir ákvæðum 31. gr., eftir því sem við á. lJað er borgarakvöð að taka skipun sem eftirlitsmaður heimilis samkvæmt ákvæð- um þessarar greinar, en eldri maður en 60 ára getur þó skorazt undan kvaðningu. 27. gr. Ef barnaverndarnefnd þykir barni eða ungmenni háski búinn af háttsemi eða framfcrði hcimamanna, svo sem vegna deyfilyfjanautnar, ofdrykkju eða annars ó- sæmilegs athæfis, en því gæti annars liðið vel á heimilinu, er henni skylt, ef um- vandanir og aðrar ráðstafanir koma ekki að haldi, að kæra málið fyrir valdsmanni þeim, er í hlut á. Er honum þá skylt að gera ráðstöfun, sem tryggi hag barnsins eða ungmcnnisins að þessu leyti, og í því skyni jafnvel heimilt að víkja manni brott af hcimili um stundarsakir eða til frambúðar, cf hann bætir ekki ráð sitt, sbr. 49. gr. 28. gr. Ef barnaverndarnefnd verður þess vís, að hegðun barns sé ábótavant, svo sem vcgna ódælsku og óknytta, útivista á óleyfilegum tíma, slæpingsháttar, flækings, betls, vanrækslu á námi, drykkjuskapar eða annarrar óreglu, lauslætis eða lögbrota, skal barnavcrndarncfnd hefjast handa um viðcigandi aðgerðir, þar á meðal rannsókn sérfræðinga. Skal hún þá ráðgast um við foreldri cða forráðamcnn, áminna barnið og reyna cftir föngum að leiða það á rétta braut. Ef barn er í skóla eða við nám, skal barnavcrndarnefnd ráðgast við kennara eða mcistara um betrun á hcgðun þess, cn við dómara, ef um lögbrot er að tefla. Ef nauðsyn þykir bcra til, skal barna- verndarnefnd láta taka barn brott af heimili og fá því góðan samastað á heimili til umsjár eða á vistheimili eða uppcldisstofnun, enda sé höfð hliðsjón af annmörkum þess, og skulu þeim, sem við því taka, veittar leiðbciningar um, hvernig með það skuli fara. Sá, sem tekur við slíku barni, skal ekki láta það frá sér fara án vitundar barnaverndarnefndar á staðnum, né þeirrar, cr barninu hefur ráðstafað. Þegar annmarkabarn eða ungmenni, sbr. 31. gr., er vistað á heimili, skal þess gætt, að á hcimilinu séu ekki önnur börn eða ungmenni, sem ætla má, að stafi hætta af sambúð við það. Nú verður barn 16 ára á heimili, vistheimili eða uppeldisstofnun, þar sem barna- verndarnefnd hefur komið því fyrir, og skal þá sú ákvörðun barnaverndarnefndar haldast, þar til hún ákveður annað. Rétt er aðila, þegar hann er orðinn 16 ára, eða lögráðamanni hans að bera málið á ný undir barnaverndarnefnd og barnaverndar- ráð. Um skilorðsbundna niðurfellingu saksóknar fcr eftir ákvæðum 56. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 1. nr. 22 3. maí 1955, 3. gr., og um niðurfellingu saksóknar samkv. 24. gr. laga nr. 82 21. ágúst 1961, sbr. 30. gr. laga nr. 19 12. febr. 1940, sbr. 1. nr. 17 31. marz 1962, 1. gr. 29. gr. Ef barnaverndarnefnd ráðstafar barni eða ungmenni til dvalar í umdæmi annarrar barnaverndarnefndar, skal hún tilkynna það þeirri barnaverndarnefnd, sem þá bcr að fylgjast með högum þess. Jafnframt ber þeirri nefnd skylda til að sjá um, að barnið eða ungmennið skipti ekki um dvalarstað nema með leyfi þcirrar barna- verndarnefndar, er barninu hefur ráðstafað. Barnaverndarnefnd í dvalarumdæmi barns skal skylt að láta barnaverndarnefnd í heimilisumdæmi þess fylgjast með högum þess með skýrslugjöf eða á annan hátt. 30. gr. Þegar barni er ráðstafað brott af heimili, sbr. 26. og 28. gr., skal leggja áhcrzlu á, að því sé séð fyrir lögskipaðri fræðslu eða fræðslu við sitt hæfi, ef annmarkabarn á í hlut. Nú er barn fullra 15 ára, og skal þá barnaverndarnefnd leitast við að ráð- stafa því til þcss starfs eða náms, er bezt svarar til hæfis þcss og því má að gagni koma. Kostnaður af þessu greiðist hlutfallslega af ríkissjóði og svcitarsjóðum samkv. fræðslulögum. 31. gr. Ef ungmenni eldra en 16 ára er haldið annmörkum þeim, er í 28. gr. getur, skal barnaverndarnefnd reyna að bæta hegðun og framferði þess með lciðbciningum og áminningum, viðræðum við venzlafólk, húsbændur, kennara, meistara o. s. frv. Ef ungmenni lætur skipast við áminningar barnaverndarnefndar og fellst á, að því sé komið í vist eða til náms, cr barnaverndarnefnd skylt að veita atbcina sinn til þcss, enda ráðstafi dómari eða ráðherra ekki á annan veg ungmenni, sem framið hcfur lögbrot og eldra er cn 15 ára. Jafnframt þcssu koma m. a. til greina ákvæði 56. gr. laga nr. 19 12. febr. 1940, sbr. 1. nr. 22 3. maí 1955, 3. gr. Nú hcfur ungmenni lokið vist, sem því hefur verið fengin samkvæmt ákvæðum þessara laga, og skal þá barnaverndarnefnd sú, sem í hlut á, vcita því atbeina sinn til þcss að komast í vist, í atvinnu eða til náms við þcss hæfi. 32. gr. Nú telur barnaverndarnefnd, að ekki verði hjá því komizt að taka barn af heimili, og skal þá leita eftir samþykki foreldra eða annarra lögráðamanna til þeirrar ráð- stöfunar. Ef það fæst ekki eða samþykki er tckið aftur, skal fara með mál sam- kvæmt því, er 13. gr. mælir fyrir um. Ef barn er forsjárlaust, tekur nefndin þegar við forsjá þess og hlutast eftir atvikum til um, að því sé skipaður lögráðamaður. Þegar barn er tekið af heimili samkvæmt ákvörðun barnaverndarncfndar, hverfur forsjá þcss til nefndarinnar að svo stöddu, en ncfndin getur falið forsjá þcss einstök- um mönnum, þ. á m. forstöðumanni uppeldisstofnunar cða aðilja, er tckur barn til framfærslu eða fósturs. Heimilt er að svipta foreldri, annað eða bæði, foreldravaldi, sbr. 13. gr., ef ákvæði 26. og 28., sbr. 31. gr. eiga við og nauðsyn krefur, og hlutast nefndin þá til um, að barninu verði skipaður lögráðamaður að svo stöddu. 33. gr. Aður en ættleiðingarleyfi er veitt, skal dómsmálaráðuneytið lcita umsagnar barna- vcrndarncfndar, sbr. 8. gr. laga nr. 19/1953. Skal hún kynna sér gaumgæfilega hagi og uppeldishæfi væntanlegs kjörforeldris og hagi kjörbarns, áður en umsögn er látin uppi. 34. gr. Skylt er barnaverndarnefnd að halda skrá um þau börn og ungmcnni, scm sérstök ástæða er til að fylgjast með vegna umkomuleysis eða annmarka, sömuleiðis yfir þau börn, sem njóta ekki umsjónar forsjármanna. 35. gr. Enginn má taka barn eða ungmenni í fóstur, nema með samþykki barnaverndar- nefndar í hcimilisumdæmi hans. Skal sú barnaverndarnefnd kynna sér gaumgæfilega hagi og uppeldishæfi væntanlcgra fósturforeldra og hagi barnsins, þar á meðal skal nefndin kynna sér heilsufar aðilja og heimilisfólks væntanlegra fósturforeldra. Nefndin veitir ekki samþykki eitt til þess, að barn verði tekið í fóstur, nema tryggi- legt þyki, að barn njóti góðrar aðhlynningar og uppeldis á fósturheimili og ekkert sérstakt geri það varhugavert að fallast á umsóknina. Enginn má ráðstafa barni til fósturs, nema til aðilja, sem fengið hefur samþykki barnaverndarncfndar til þessa samkv. 1. málsgr. 36. gr. Nú kcmst barnaverndarncfnd að raun um, að þeir, sem hafa barn í fóstri, vanræki uppeldi þcss, atlæti eða aðbúnað, og skal hún þá gera þær ráðstafanir, sem nauð- synlegar þykja til verndar barni eða ungmcnni, og koma þá m. a. þau úrræði til greina, cr gctur í 26. gr. Auk þess getur barnaverndarnefnd lagt bann við því, að fósturforcldrar þcssir taki börn framvegis. Þegar barnaverndarnefnd ráðstafar barni í fóstur, skal hún gera sér allt far um að velja heimili við hæfi þess. Þá skal eftirlitsmaður barnaverndarnefndar í heimilis- umdæmi barnsins koma á fósturhcimili cigi sjaldnar en einu sinni á ári. Barnaverndarnefnd er jafnan heimilt að úrskurða, að barn, sem er í fóstri, skuli vera kyrrt hjá fósturforeldrum, ef þar fer vel um það, þótt þeir, er foreldraráð hafa yfir barni, kalli cftir því. 37. gr. Óhcimilt er að koma á fót cða reka barnaheimili, þar með talin vistheimili, dag- heimili og leikskólar, eða aðra slíka uppeldisstofnun, nema leyfi menntamálaráð- herra komi til. Áður en leyfi er veitt, skal leita umsagnar barnaverndarráðs. Ekki má fela forstöðu slíks heimilis eða stofnunar öðrum en þcim, sem barnaverndarnefnd sú, er í hlut á, telur þar til hæfa, eða barnaverndarráð, ef heimili er ætlað til við- töku börnum eða ungmennum úr fleiri barnaverndarumdæmum en einu. Barnaverndarnefnd ber að hafa eftirlit með barnaheimilum og uppcldisstofnunum í umdæmi sínu, þar með talin sumardvalarheimili, og fylgjast með högum og aðbúð barna þar. Skal hún jafnan fylgjast með, hvað verður um börn, sem tekin eru af slíkum barnaheimilum, nema sumardvalarheimilum, og samþykkja þá staði, sem þau fara til. Skal hún gæta þess vandlega, að ekki séu rekin í umdæmi hcnnar önnur hcimili cða stofnanir en þær, sem hlotið hafa löggildingu lögum samkvæmt. Nú stendur sveitarfélag eða aðiljar innan þess fyrir rekstri barnahrimilis í öðru umdæmi, og skal barnaverndarnefnd í sveitarfélagi, sem rekur heimilið eða þaðan sem heimilið cr rekið, hafa eftirlit með því á þann hátt, sem segir í 2. málsgr. Sömu- lciðis ber barnaverndarnefnd að fylgjast með högum barna, er ráðstafað kann að vera úr hennar umdæmi á barna- eða sumardvalarheimili í öðru umdæmi, þ. á m. með beinu cftirliti a. m. k. einu sinni á ári. Ef meðferð barns á barnaheimili eða uppeldisstofnun er óhæfileg eða rekstri slíks heimilis eða stofnunar á annan hátt ábótavant, skal barnaverndarnefnd með leiðbein- ingum og áminningum leitast við að bæta úr því, sem áfátt er. En komi það ekki að haldi, skal hún leggja málið fyrir barnaverndarráð. Ef barnaverndarráð fær eigi úr bætt, getur það svipt forstöðumann starfanum og ráðherra svipt heimili eða stofnun rétti til rekstrar áfram að fcngnum tillögum barnaverndarráðs og barna- verndarnefndar. Bcra má mál þessi undir dómstóla, en ekki frestar það framkvæmd úrskurðar barnaverndarráðs eða ráðherra. 38. gr. Áður cn ráðstafað er samkvæmt lögum þessum barni eða ungmenni, sem er líkam- lega, andlcga eða siðfcrðilega miður sín, sbr. 5. tölul. 1. gr., skal barnaverndar- ncfnd eða barnaverndarráð, ef unnt er, láta kunnáttumann rannsaka barnið eða ungmcnnið og segja til, hvernig með skuli fara. Rí’áisstjórn skal í þessu skyni setja á stofn og reka athugunarstöð eða stöðvar að fcngnum tillögum barnaverndarráðs. Þar, sem athugunarstöð er sett, skal leita um- sagnar viðkomandi barnaverndarnefndar um stað, stærð og fyrirkomulag. Á athug- unarstöð skulu barnaverndarnefndir hvaðanæva af landinu eiga kost á að vista til bráðabirgða börn og ungmenni, scm framið hafa lögbrot eða eru á annan hátt á siðferðislegum glapstigum, og önnur börn, sem skyndilega þarf að ráðstafa um stuttan tíma, unz athugun þeirra er lokið og þeim ráðstafað til frambúðar. Ráðherra setur reglugerð um starfsháttu þessarar stöðvar eða stöðva í samráði við barnaverndarráð. 39. gr. Ríkisstjórninni er skylt, eftir því sem fé er veitt til þess í fjárlögum, að setja á stofn og reka heimili, þar sem vistuð skulu börn og ungmenni, sem framið hafa lög- brot eða eru á annan hátt á glapstigum. Skulu hcimili þessi vera a. m. k. tvö, annað fyrir stúlkur, en hitt fyrir pilta. Ráðherra setur reglur um vist barna og ungmenna á heimilum þessum, fræðslu, uppeldi og aga. Hcimili þau, sem að framan getur, skulu hvert um sig hafa stjórnarnefnd, 3—5 manna, sem skipaðar eru af ráðherra til 4 ára í senn, að fengnum tillögum barna- vcrndarráðs. Skal nefnd hafa stöðugt og nákvæmt eftirlit með rekstri heimilis, aðbúð og uppcldi barna þar og aðstoða forstöðumenn. Nánari ákvæði um stjórnarnefndir skal setja í reglugerð. Þegar þörf krefur skulu sveitarfélög, eitt eða fleiri saman, setja á stofn og reka eftirtalin heimili eða stofnanir: a) Til að annast uppeldi, og ef þörf krefur fræðslu, þeirra barna, sem eru frá heim- ilum, er vanrækja svo mjög uppeldishlutverk sitt, að varhugavert er fyrir börn að dveljast þar. b) Til að annast uppeldi, og ef þörf krefur fræðslu, gáfnasljórra eða andlega van- þroska barna. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.