Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 23
Nú er orðin föst venja, að leitað sé umsagnar barna- verndarnefndar áður en slíkum málum er ráðið til lykta. Umgengnisrétturinn Eins og að framan segir verð- ur við skilnað foreldra að taka afstöðu til forræðis barnanna, og verður það að vera óskipt hjá öðru hvoru foreldri. Aftur á móti eru engin ákvæði i ís- lenzkum lögum um umgengnis- rétt þess foreldris, sem ekki fær forræði barns, við barnið, og er þetta þó náskylt atriði og hefur oft valdið miklum leið- indum og sorgum, sem geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar fyrir alla aðila. Á öðrum Norðurlöndum er alls staðar lögákveðinn þessi umgengnisréttur. Þótt þessi réttur sé ekki lög- ákveðinn hér á landi, verður að líta svo á, að eðli málsins samkvæmt eigi það foreldri, sem ekki fær foreldravald yfir barni við skilnað, rétt til um- gengni við barnið. Tillitið til barnsins mælir fyrst og fremst með þessari niðurstöðu, því að almennt er talið, að það hafi mikla þýð- ingu fyrir velferð barnsins að hafa náið samband við báða foreldra sína. Einnig kemur hér til álita tillitið til þess for- eldris, sem ekki fær forræði barnsins. Það getur verið ákaf- lega harkalegt að neita slíku foreldri um samneyti við barn sitt. Á hinn bóginn ber að viður- kenna, að oft verður þessi rétt- ur tilefni mikilla deilna milli foreldranna, og er þá hætta, að barnið verði bitbein þeirra, sem getur haft miður heppilegar af- leiðingar fyrir barnið. Þrátt fyrir þetta lít ég svo á, að rétt sé að hafa lögfesta reglu um umgengnisrétt, og beri að taka afstöðu til þess í skiln- aðarbréfi á sama hátt og gert er um forræðið. Sjálfsagt væri, að slíkar lagareglur væru teygj- anlegar og gæfu svigrúm til að meta aðstæður hverju sinni, og jafnframt því sem hægt væri að breyta umgengnisréttinum, ef aðstæður krefðust þess. Ný íslenzk lagaákvæði í frumvarpi því um stofnun og slit hjúskapar, sem nú liggur fyrir alþingi er lagt til að lög- fest verði ákvæði um umgengn- isrétt þess foreldris, sem ekki fær forráð barns við skilnað. Þar er lagt til, að dómsmála- ráðuneytið sjái um framkvæmd mála út af umgengnisréttinum. Það staðfestir samkomulag hjóna um umgengnisrétt, ef sú skipan er ekki talin andstæð þörfum barnsins. Að öðrum kosti getur ráðuneyti kveðið svo á, skv. ósk þess hjóna, sem ekki fær forræði barns, að það skuli eiga rétt til umgengni við barnið. Ef varhugavert er að leyfa umgengni, ber þó ráðu- neytinu að synja um um- gengni, og ráðuneytið getur ennfremur fellt niður þennan rétt siðan, ef atvik hafa breytzt og nú þykir varhuga- vert vegna þarfa barns að halda áfram slíkri umgengni. Þá mun ráðuneytið einnig mæla fyrir um inntak þessa réttar og hvernig honum verði beitt. Að jafnaði mun vera heppilegast að setja ákveðnar reglur um þessa umgengni, t. d. hvaða dag, eða yfir hvaða tímabil hún skuli taka. Eitt af erfiðustu vandamál- um við umgengnisréttinn er það, hvernig unnt er að fylgja honum eftir með lagaúrræð- um, ef ekki reynist kleift að framkvæma umgengnina eft- ir því, sem um hefur samizt eða mælt hefur verið fyrir um. Á Norðurlöndum hefur þá t. d. verið beitt beinni fógeta- gerð til að knýja forráðaaðil- ann til að afhenda barnið og annað úrræði er að beita hann dagsektum. Fyrra úrræðið bitnar oft harðlega á börnunum og get- ur verið mjög viðsjárvert. Hið síðara hefur ekki þessa ókosti, og hefur það gefizt mjög vel í Noregi, og hefur mjög sjald- an til þess komið, að dagsekt- ir hafi verið innheimtar, á- lagning þeirra virðist þar skapa nægilegt aðhald. í frv. að ísl. lögunum er lagt til, að heimilt sé að leggja á forráðaaðilann, sem valdur er að því, að ekki er unnt að framkvæma umgengnisrétt- inn, dagsektir, 50—500 kr. Stofnun sem leysi vandann? Sem betur fer eru ekki lengur í gildi þau lagaákvæði, sem kveða á um harða refsingu börnum til handa ef þau hlýddu ekki foreldrum sínum eða sýndu þeim tilhlýðilega virðingu. Nú hefur löggjafinn tekið í gildi fjölmörg laga- ákvæði um vernd barna og ungmenna, og hefur þetta breytzt mjög til batnaðar hin síðari ár. Margir álíta þó, að enn i dag sé vernd barna ekki nægilega tryggð. Álíta þeir, að til þurfi að vera einhver sú stofnun, sem börn geti snúið sér til með vandamál sín, og ætti slík stofnun einnig að hafa heimild til að leysa úr vandræðum for- eldra, þegar þeir eru ekki sam- mála um persónulegar ráðstaf- anir barna sinna. Ekki eru allir samála um nauðsyn slíkrar stofnunar, og tel ég, að hið opinbera eigi ekki að hafa slík afskipti af persónulegum málefnum ein- staklinganna, enda virðist sem betur fer ekki vera slík hætta á misbeitingu foreldravalds nú á tímum eins og var áður fyrr. Við samningu þessarar greinar yar stuðzt við fyrirlestra prófessors Armanns Snævars í sifjarétti og við kennslubæk- ur Anders Brattholms, Carls Jakobs Arnholms og Ernsts Andersens í sifja- rétti. Guðrún Erlendsdóttir. Guðmundur Þórarinsson (13 ára): Þau skilja mig ekki Skólastíll Það er svona heima hjá mér, að það skilur mig enginn. Alltaf þegar ég segi eitthvað og þá botna þau aldrei í mér. Þá er bara sagt: „Sorrí, ég skil þig ekki. Skýrðu þetta nánar.“ Oft þegar ég bið um pening til að fara í bíó, Tómstundahöllina eða Rósina, þá er alltaf sagt: „Þú hefur ekkert þangað að gera. Þú átt að læra eða lesa.“ Maður verður að hálfvita ef maður situr hálfan daginn í skóla og svo læra það sem eftir er af deginum til dæmis. Kennararnir skilja mann ekki. Þeir segja: „Þú átt að hjálpa mömmu og pabba.“ Þræla allan daginn! Skóli á morgnana. Vakna klukkan 8 og beint í skólann til klukkan 3 og 4 á daginn, og svo heim að læra allan þennan helling. Svo þegar maður er búinn að því að éta kvöldmat, hjálpa mömmu og pabba við uppvaskið, og svo þegar maður ætlar út, þarf maður að taka til nestið mitt, og svo þegar maður ætlar út, er klukkan orðin 9 og 10. Þá nennir maður ekki út svona seint, enginn krakki úti. Okkur langar til að leika okkur á daginn og læra á kvöldin og vaska upppp. Oj bjakk. ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.