Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 57
(Skellihlátur fundargesta). f raun og veru eru langflest íslenzk fyrirtæki svo fárán- lega lítil, að erfitt er að bera þau saman við fyrirtæki í öðrum löndum. Fidel: Hvað er þá ísland, kapítalískt eða sósíalískt land? Pétur: íslandi svipar mjög til félags- og efnahagsfyrirkomulags annarra Norð- urlanda. Mismunurinn er sá, að núna er á íslandi stjórn, sem nokkrir marxistar eiga aðild að, og eitt af stefnuatriðum þessarar stjórnar er að losa okkur við bandaríska herstöð, sem er búin að vera á íslandi um árabil. Fidel (brosandi): Þetta líkar mér vel að heyra. (Alvarlegur). Ef þessi stjórn rekur Kanann burt, er ástæða til að senda henni beztu heillaóskir. Pétur: En þetta er ekki byltingarstjórn, heldur hægfara umbótastjórn. Fidel: Jæja, þetta er þá umbótastjórn, en mun hún losa sig við herstöðvar Kan- ans? Pétur: Ég efast um það. (Skellihlátur fundargesta). Ég held að .... Fidel (grípur framí): En losar þessi stjórn sig ekki við Kanana vegna þess að hún vill ekki losna við þá, eða vegna þess að hún getur ekki hent þeim út? Pétur: Ég býst við, að hún muni afsaka sig með því að segja, að hún geti ekki losnað við þá, en að sjálfsögðu er hugtak eins og „vilji“ einungis skilgreiningar- atriði. Fidel: í raun og veru vilja þeir ekki losna við Kanann? Pétur: Það mætti segja sem svo. Fidel: En þá er þetta ekki alþýðustjórn. Pétur: Ja, að vissu leyti má líta á hana sem slíka, þar sem meirihluti alþýðu kaus hana í frjálsum kosningum. Fidel: Er þetta fasistastjórn? Pétur: Þetta er ekki fasistastjórn. Fidel: En hvernig stendur á því, að hún leyfir Kananum að hafa herstöð þarna; hvernig stendur á því, að hún vill ekki losna við hana? Pétur: Hvernig stendur á því, að Amer- íkanar hafa herstöð á Kúbu? (Hlátur). Fidel: Ja, þetta er rétt og þó ekki. Ég skal skýra mjög vel mismuninn. Þú sagðir, að þarna í Norðrinu langar þá ekki til þess að losna við herstöðina, en ég segi þér, að við á Kúbu getum ekki losað okk- ur við þá. Pétur: Auðvitað. Á íslandi er einnig sagt, að ekki sé hægt að lo:-na við þá, vegna þess að fjárhagslega og .... Fidel (grípur framí): En þú sagðir mér, að íslendingar segi að þeir hafi ekki bol- magn til að henda þeim út, en að þú haldir í raun og veru, að þeir vilji ekki losna við þá. Ég var rétt í þessu að segja þér, að við getum ekki losnað við þá. Ég spyr þig, heldur þú virkilega, að okkur langi ekki til að losna við þá? (Hvessir á Pétur augun). Svaraðu mér! Pétur: Þetta er svipuð spurning og ef þú hefðir spurt mig, hvort japanskir ráðamenn vildu losna við mengunar- vandamál Tókíóborgar. Ég mundi svara þessari spurningu á þá leið, að núna af- saki þeir sig með því að segja, að of dýrt og erfitt yrði að hreinsa borgina. En ef 50.000 manns dyttu niður dauðir af völd- um andrúmsloftseitrunar á morgun í miðborg Tókíó, getur þú verið viss um, að gripið yrði til róttækra ráðstafana, án tillits til kostnaðar eða erfiðleika. Sama máli gegnir um ykkur á Kúbu, þið .... Fidel (grípur framí): En þú ert ekki enn búinn að svara mér. Svo virðist sem þú haldir að við getum tekið herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo (Kúbu). Pétur: Þegar þið sjáið bráða nauðsyn til að losna við herstöðina, munuð þið losa ykkur við hana. Fidel: Þótt við þyrftum að losna við herstöðina, gætum við ekki gert það. Það, sem þú hefur stungið uppá, væri hættu- leg ógnun við Bandaríkin og jafnframt hreint brjálæði. Blátt áfram hrein vit- firring. Við, sem berum ábyrgð á velferð átta milljón Kúbubúa, við förum ekki i stríð bara að gamni okkar (fundargestir klappa). Við hættum okkur ekki út í ævintýramennsku bara að gamni okkar. Og sízt af öllu gerum við það til þess að þóknast skoðunum heimspekings, sem ferðast um spekúlerandi í vandamálum heimsins. Sá, sem segir, að við gætum og ættum að taka herstöð Bandaríkjamanna, fer með fjarstæðu, sem í raun og veru gerir hann óhæfan jafnvel sem „áhorf- anda“. (Fidel þagnar, segir mjög lágt): í raun og veru er ég steinhissa á þessari uppástungu. Steinhissa. (Muldrar í barm sér): Vonandi getum við losnað við þá. Eftirmáli Þögn slær á salinn. Fidel lítur á úr sitt, virðist þreyttur, utan við sig: „Nú eru liðnar þrjár klukkustundir, þrjár klukkustundir, bezt að hætta þessu.“ Fundarmenn reyna hver af öðrum að ná athygli Fidels. Ameríkani frá sjónvarps- stöðinni NBC stendur upp. Fidel: „Heyrðu góði, þú ert þegar búinn að tala. Ég hélt, að þú værir svo mikill lýðræðissinni. Ef þú ert frekur, átt þú á hættu, að allir hinir reiðist við þig.“ Fundarstjórinn leyfir blaðamanni frá chileska dagblað- inu Clarin (styður Allende) að bera fram síðustu spurningu kvöldsins: Oscar Vega, blaðamaður Clarins: Þetta verður mjög stutt spurning, comman- dante. Ég ber fram mína spurningu ekki sem áhorfandi, heldur sem þátttakandi í byltingarferli við annan byltingarmann. Fidel: Allt í lagi, ég skal svara henni, ef hún er ekki of löng. Oscar Vega: Gaman væri að vita hvert var það augnablik, það atvik, sem hafði sterkust áhrif á yður meðan á dvöl yðar stóð hér í Chile. Ég á ekki við neikvæð áhrif; þau eiga sér ávallt stað; frekar hefði ég áhuga á að vita, hver var mesta hamingjustund yðar, hvert var það atvik sem hafði sterkust jákvæð áhrif á yður. Fidel (annars hugar): Mjög erfið spurning, mjög erfið. (Hnippir i Jaime Suarez, ráðherra, fulltrúa Allendes). Heyrðu, íslendingurinn virðist vera í fýlu. Heyrðu íslendingur, ertu svekktur út í mig? (Hlátur fundargesta). Ætlun mín var ekki að ergja neinn, eh? Pétur: Nei, nei, hafðu engar.... Fidel: Nei, ég segi það, vegna þess að viðræður okkar enduðu á frekar slæmri nótu. Ef þú ert svekktur út í mig, bið ég þig innilega afsökunar. Pétur: Ég er alls ekki svekktur út í þig, síður en svo. Fidel: Ef til vill var einhver misskiln- ingur okkar á milli, en mér skildist, að þú hefðir sagt, að þegar við vildum taka herstöðina gætum við gert það. Pétur: Þetta voru aðeins draumórar evrópsks heimspekings, eins og þú sagðir sjálfur. (Hlátur fundargesta). Fidel: En hvað var það, sem þú sagðir? Pétur: Ég sagði, að í því tilviki, að nauðsyn bæri til athafnar, þ. e. a. s. í byltingartilvikinu, væri ekki til neitt, sem héti erfiðleikar nútíðar eða framtíðar. Þetta er mín skoðun, þó að ég sé ekki byltingarmaður, en þar sem þú ert bylt- ingarmaður, gætir þú dæmt miklu betur um þetta en ég .... Fidel: Ég er nú ekki svo viss um það, en hvað sem því líður, ert það þú sem leggur mér ráðin núna. Pétur: Mér virðist að í slíku tilviki sé afstaða byltingarmannsins afdráttarlaus. Fidel: Hvaða afstaða? Pétur: Afstaða byltingarmanns. Er það rétt, já eða nei? (Löng þögn). Fidel: Við erum báðir eyjarskeggjar, en samt skiljum við ekki hvor annan. Og báðir höfum við herstöðvar Kanans. Við skulum sjá til, hvor okkar verður fyrri til að losna við þá, en því miður eru þjóðir okkar mjög smáar. Ég er hræddur um, að einum saman muni okkur ekki takast að leysa þetta vandamál, sízt af öllu hér í kvöld. Pétur: Ég er þér alveg sammála um það. Fidel (steinhissa): Hvað áttu við? Pétur: Ég er þér sammála um, að erfitt væri að leysa þetta vandamál í kvöld. Þess vegna væri betra að hafa frekari við- ræður um málið, en sjálfsagt væri betra, að þú byðir mér til Kúbu. (Skellihlátur fundargesta) .... Fidel (grípur framí): Það gæti vel komið til greina. Pétur (heldur áfram): .... heldur en ég bjóði þér til íslands, vegna þess að ég er hræddur um, að ísland yrði of kalt fyrir þig. Fidel: Það má vel vera. Ég væri mjög ókurteis, ef ég tæki ekki vel í beiðni þína um viðtal við mig. Talaðu við kúbanska sendiherrann, sem er hérna í kvöld, og biddu hann um vegabréfsáritun. — En hvað með fargjaldið? Eru til peningar fyrir fargjaldinu? Pétur: Við skulum vona það. (Hlátur fundargesta). Fidel: Fínt er. Heyrðu, þú veizt, að við Kúbumenn erum fátækir, ekki satt? Pétur: Vissulega, en kannski gætum við báðir borið byrðina, eh? Fidel: Ja, örugglega verður brátt laust sæti í póstflugvél okkar (sem fer milli Chile og Kúbu á vikufresti), og við mun- um ekki tapa neinu þótt þú færir með henni. Talaðu við sendiherrann og hann lætur þig vita, hvenær þú getur farið til Kúbu með vélinni. Á Kúbu skulum við halda áfram viðræðum okkar. Og ef þig langar til, getum við einnig fengið okkur smágöngutúr umhverfis herstöðina í Guantanamo. (Mikill hlátur). 4 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.