Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 39
Margrét Sigurðardóttir: Leikvellir barna í þessu greinarkorni verður rætt um leikvelli barna í Reykjavík, og hvernig að þeim málum er unnið hér í borg. Þá verður vikið að þeim úrlausn- arefnum, sem við blasa í þess- um málum, og þeim breyting- um, sem æskilegar eru að dómi höfundar. Ég vil taka það fram, að þó að hér sé einungis rætt um ástand mála í höfuðborginni, þá hafa nokkur önnur bæjar- félög hér á landi talsverða sögu að segja af þessu sviði. Vil ég sérstaklega nefna Kópavogs- kaupstað, sem að sumu leyti hefur verið brautryðjandi í þessum málum. Var t. d. fyrstur til að fara af stað með svo- nefnda starfsvelli. Akureyri hefur líka af talsverðri reynslu að taka í gerð og rekstri barna- leikvalla og hefur veðurfarslega allgóða aðstöðu, eftir því sem gerist hér á landi, til að reka barnaleikvelli með góðum ár- angri. Fyrstu leikvellir Fyrsti barnaleikvöllurinn hér á landi tók til starfa við Grett- isgötu í Reykjavík árið 1915. Kvenréttindafélagið stóð fyrir byggingu hans. Hins vegar held ég megi fullyrða, að bæjar- félagið hafi frá upphafi annazt reksturinn. Á næstu árum og áratugum bættust fjórir leik- vellir við, þrír störfuðu í inn- og austurbænum, að þeim fyrsta meðtöldum, og tveir í vesturbænum. Þetta voru allt frekar stórir leikvellir, girtir rammgerðum steinveggjum. Allir eru þessir leikvellir enn við lýði — einn hefur þó verið endurbyggður. Á völlunum voru lítil hús, þar sem eftirlitskona hélt til; lítil geymsla fylgdi og salerni. Leik- föng voru rólur, vegasölt, klif- urgrindur o. fl. Starfshættir voru þeir, að öllum börnum var heimill aðgangur; mestan hluta dagsins var gæzlukona, sem leit til með börnunum og aðstoðaði þau eftir þörfum, en börnin komu og fóru að vild. Árið 1953 verður talsverð breyting á starfsemi leikvalla. Þá fer líka leikvöllum óðum að fjölga, enda vex nú borgin hraðfara. Þetta ár er tekin upp á einum velli — Skúlagötu- velli — full ábyrgð á börnunum, meðan þau dvelja þar, það gert að skilyrði að þeim sé fylgt til og frá gæzluvelli og aðeins tek- ið við 2—6 ára börnum. Þetta gæzluform varð fljót- lega mjög mikið notað af öll- um almenningi. Enda því vart hægt að neita að það er mjög þægilegt fyrir heimilin að geta komið börnum strax við 2ja ára aldur — einmitt þegar þau fara yfirleitt að dvelja úti við leik — í örugga gæzlu. Þessi gæzla hefur alla tíð verið for- eldrum að kostnaðarlausu. Það kom hins vegar fljótt í ljós, að dvalartíminn var ákaflega langur þetta ungum börnum, þar sem engin aðstaða var til að veita þeim aðhlynningu inn- an húss. Til þess að draga úr þessum óheppilegu atriðum var opnunartími gæzluvallanna styttur árið 1955. Þeir eru nú opnir frá kl. 9 til 1 og kl. 14— 17 á tímabilinu 1. marz til 1. nóv., en tveim tímum skemur daglega yfir háveturinn. Stöðug fjölgun Gæzluvöllunum hefur stöð- ugt fjölgað á síðustu árum, þeir eru nú 25 að tölu; auk þess starfa tveir vellir ennþá með því sniði, sem fyrstu leikvell- irnir höfðu. Þar að auki eru í öllum hverfum borgarinnar opnir leikvellir búnir leiktækj- um og girtir, en án gæzlu; einnig svonefndir sparkvellir, þar sem börn hafa aðstöðu til boltaleikja. Víða hefur einnig verið komið fyrir leiktækjum á opnum ógirtum svæðum. Munu þetta vera samtals 50 leik- svæði. Síðastliðin tvö sumur hefur verið starfræktur starfsvöllur vestur við Meistaravelli. Er hann opinn öllum börnum án aldurstakmarka. Hann hefur aðallega verið sóttur af börnum á 5—12 ára aldri. Þar hafa börn aðstöðu til að byggja og smíða, teikna, móta í leir og fleiri efni, mála, sauma og til ýmiss ann- ars föndurs. Hefur völlurinn gefið góða raun og verið sóttur af fjölda barna, ekki einungis úr því hverfi þar sem hann er staðsettur, heldur og víða að úr bænum. Þar hafa tveir handavinnukennarar starfað, og eru það einu leikvellirnir þar sem karlmenn starfa. Á starfs- vellinum hefur verið tekið lágt gjald af hverju barni, og er það eini völlurinn þar sem gjald hefur verið tekið. Nú eru starfandi 00 gæzlu- konur við leikvellina, víðast tvær á hverjum velli, sums staðar þrjár og fimm á stærsta og fjölsóttasta vellinum. Að- sókn er mjög misjöfn að gæzlu- völlum, að nokkru leyti árstíða- bundin, en fer þó fyrst og fremst eftir veðrinu, en það fer ekki alltaf eftir árstíðum, svo sem kunnugt er. Eigi sér stað tímabundin aukning i aðsókn, sem oft hendir, er reynt að bæta við gæzlukonum á leik- vellina. Stefnan er sú, að ekki komi fleiri en sem svarar 30 börnum á hverja gæzlukonu. Leikföngum hefur fjölgað mjög á völlunum á síðari árum, svo sem við er að búast. Á völlunum eru nú þessi leikföng: sand- kassar, vegasölt, klifurgrindur úr tré, klifurbogar úr málmrör- um, langir kassar með 4 hæð- um og stýri við hvert sæti, ról- ur, ruggurólur, hringekjur, símakapalshefti (á tveim hæð- um), gamlir bátar á nokkrum völlum, smáhús á nokkrum völlum, bíla- og vinnuvéla- dekk, ruggubátar, trébílar (án hjóla), rennibrautir, sleðar, skóflur. Könnun á starfsemi leikvalla Leikvallanefnd, sem kosin er af borgarstjórn til fjögurra ára, sér um starfrækslu leikvall- anna. Er fræðslustjóri borgar- innar formaður hennar. Hefur jafnan, eða svo lengi sem ég þekki til, sem er um tíu ára bil, ríkt einhugur í nefndinni um að þoka þessum málum fram, þó að engum sé það ijósara en nefndarmönnum, að margt er ógert, margt mætti betur fara og að aukins átaks er þörf á næstu árum. Það sem nefnd- inni er og hefur jafnan verið ríkast í huga er, að innra starfi gæzluvallanna verði nákvæmur gaumur gefinn, svo að leikvell- irnir mættu vera börnunum ekki aðeins geymslustaður og öryggi fyrir umferðarhættum, heldur jákvætt athvarf í upp- eldislegu tilliti. í þeim tilgangi m. a. lét nefndin fara fram könnun á starfseml leikvall- anna allt árið 1970. Könnunin beindist einkum að þessum at- riðum: Heimanbúnaði barna og hegð- un þeirra á leikvellinum. Aðstöðu á leikvelli, leikföngum og skýli. Starfi gæzlukvenna og aðstöðu þeirra í starfi. Skráðar voru niðurstöður at- hugana um 144 börn. Var þar einkum fjallað um eftirtalin efni: Hversu Iengi hefur barnið verið á gæzluvellinum? Kemur barnið að staðaldri á gæzluvöllinn? Sækja systkini barnsins, eða hafa sótt, einnig völlinn? Eru sýnileg þreytumerki á barninu á leikvellinum? Er barnið venjulega allan gæzlutímann? Athafnir barnsins á vellinum og virkni í leik. Félagslyndi barna og einræni. Hugkvæmni barna í leik og vinsældir meðal leikfélaga. Þörf sérstakrar umönnunar eða eftirlits af hálfu gæzlu- kvenna. Hvort barnið unir sér á gæzlu- vellinum. Hvort barnið hefur átt erfitt með að aðlagast vallardvöl- inni. Samskipti gæzlukvenna og að- standenda. Klæðnaður barnanna. Upplýsingar um þessi atriði voru fengnar með kynnum af börnunum og starfseminni yfir- leitt, og einnig var stuðzt við upplýsingar gæzlukvenna. Tala allra barna, sem leikvellina sóttu, reyndist vera 2243 eða rösklega þriðjungur þeirra barna sem var á aldrinum 2—6 ára á því tímabili, sem könn- unin var gerð. Þá var athuguð á einum gæzluvelli, hve mikill hluti barnanna, sem sóttu gæzlu- völlinn fyrir hádegi, kom aftur eftir hádegi. Niðurstöður voru þessar: Af 2 ára börnum 71% — 3 — — 65% — 4 — — 39% — 5 — — 53% Einn þátturinn í könnuninni var spurningar, sem sendar voru til foreldra. Var lögð fram 21 spurning, og bárust svör frá 474 aðilum. Foreldrum var m. a. gefinn kostur á að koma fram með ábendingar eða ósk- ir varðandi fyrirkomulag og starfrækslu leikvallanna. Voru þetta helztu ábendingar og óskir, sem fram komu: Skýli fyrir börnin. Fjölbreyttari og betri leikað- staða. Meira og nákvæmara eftirlit með börnunum og að meira væri gert að því að kenna þeim leiki, segja sögur og syngja með þeim. Að 6 ára börn og eldri fái að- gang að gæzluvöllum. Að gæzlukonur hafi sérstaka menntun til starfsins. Nánar verður ekki farið út í það hér að skýr&'Ará könnun þessari, þar eð það mundi 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.