Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 54
Pétur Guðjónsson, höfundur meðfylgj-
andi greinar, hefur dvalizt í Chile undan-
farið ár og kynnt sér þjóðfélagsástand þar,
en hann er félagsfræðingur að mennt. í
tilefni af fundinum með Castro, sem sagt
er frá í greininni, birti stærsta dagblað
Chile, „E1 Mercurio“, leiðara 7. desember,
þar sem segir m. a.:
„Skemmtilegasti partur kvöldsins var
kappræða milli Castros og fulltrúa frá
hinu fjarlæga eylandi, íslandi, Péturs Guð-
jónssonar. Að okkar mati hrakti íslend-
ingurinn Kúbumanninn uppað köðlunum
hvað eftir annað, en samt er ekki hægt að
nota líkingar úr hnefaleikum til að lýsa
þessu einvígi. Blaðamaðurinn frá heim-
skautsbaugnum hefði ekki getað verið ólík-
ari hnefaleikamanni. Á sjónvarpsskermin-
um kom hann fyrir sjónir einsog korna-
barn í fæðingarsögu frelsarans með leiftr-
andi augu og látlaust bros.
Fidel Castro tók á móti blaðamanninum
með þrumusvip, en kerúbinn tók höggum
herforingjans dauflega, hætti aldrei að
brosa eða leiftra og hélt áfram að varpa
skarplegum spurningum til leiðtogans frá
Karíbahafi.
Endaþótt Pétur Guðjónsson virtist bera
sigur úr býtum í viðureigninni, taldi
Castro sig hafa haft betur í nokkrum
fangbrögðum, enda hefur honum senni-
lega fundizt hann vera heima í Havana.
En hann áttaði sig brátt á því, að svo
var ekki, og afréð að láta hinn engil-
bjarta íslending ekki afskiptalausan
(endaþótt aðrir blaðamenn þrábæðu um
orðið), heldm- bað hann að segja það sem
honum lægi á hjarta og baðst afsökunar á
að hafa tekið framí fyrir honum.“
Myndirnar tók eiginkona Péturs, Nicole,
sem er bandarísk.
Pétur Guðjónsson:
Ci f<i/i/tci/tjóm ó í/lcindi?/pyf Cci/tfo
Þrammar í sal þursi, þotið er til fóta.
Komin er kempan Castro, klappandi lýður
fagnar, vígreifur að vanda. Klórað er
skeggi, klórað er búk, brátt skal fundur
hefjast. „Nú skal spjalla, vinir, nú skal
þræta, fjendur, já, nú verður gaman."
Blaðamannafundur í „byltingarland-
inu“ Chile í byrjun jólamánaðarins. Fjöl-
miðlasnápar (og aðrir andvökumenn, sem
láta sér mjög annt um örlög heims), ljós-
myndavélar, kvikmyndavélar, sjónvarps-
vélar — allt í einum haug. Andakt og
spenna, hér er að gerast söguríkur at-
burður: fyrsti alþjóðablaðamannafundur
Fidels í fjölda ára. Allra þjóða kvikindi,
250 stykki, vinstrisinnaðir, hægrisinnaðir,
sumir sinnulausir. Von vesalinganna,
konungur konunganna, mun brátt tala,
byrla af vizku sinni, pata höndum, reið-
ast, hlæja, prédika; já, prédika heil ósköp.
En nú er ljós lýðsins þreyttur að sjá,
enda engin furða. Hann er búinn að vera
á stanzlausu spani um allt Chile í 25 daga,
kjaftandi linnulaust. (Að vísu er bjarg-
vættur vanur kjálkaleikfimi frá heima-
landinu, en utanlandsferðalög hafa ekki
verið á dagskrá foringjans: hann hefur
ekki látið sjá sig utan Kúbu í 6 ár). Þótt
þróttmikill sé, var ekki laust við að hann
kvartaði yfir því, að vinur hans, Allende
fórseti Chile, gæfi honum ekki nægan
tíma til þess að slappa af. „En ég er samt
sem áður þróttmikill, vegna þess að bylt-
ingarandinn gefur mér tífaldan kraft.
Þegar ég drepst, ætla ég að gefa hjarta
mitt Náttúrugripasafni Kúbu, með svo-
hljóðandi undirskrift: „Hér er hjartað,
sem þraukaði viðdvöl Castros í Chile
1971“.“
Síðasta kvöld Castros í Chile, blaða-
mannafundur, sjónvarpað og útvarpað um
víða veröld. Ljósberi lagar sig til, togar
í nærskyrtuermarnar, sem standa framúr
grænni byltingarmannaskyrtunni. „Fyrir-
gefið, ég verð víst að kippa þeim upp“ ...
Maðurinn Castro, strákslegur, viðfeldinn
— „simpatico“. Snápar slappa af, spurn-
ingar byrja.
Félagi Fidel, verndari almúgans, kon-
ungur ræðumanna. Gullfalleg, rám, syngj-
andi rödd, frjálsar, en nákvæmar hreyf-
ingar — miklar hreyfingar. Hraðmæltur,
hagmæltur, eftir þvi sem við á — Fidel
hefur unun af því að tala. Byltingin skín
Pétur: „Hvernig stendur á því, aö Ameríkanar hafa herstöð á Kúbu?“
30