Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 7
Blönduósi 21. jan. 1972. Herra ritstjóri! Ég get ekki með öllu leitt hjá mér að minnast á þátt kirkj- unnar í síðasta blaði „Sam- vinnunnar". Það er skylt að þakka fyrir hann. Þar var fjöl- breytt fram borið, en samt fannst mér kenna nokkurs fúkkakeims af réttunum. En það er nú kannski ekki óeðli- legt. Mér fer sennilega eitthvað líkt og Skugga-Sveini, þegar hann lærði Biblíuna alla í einu. Þetta bögglast þó ekki fyrir brjósti mínu, heldur veldur það mér einskonar höfuðverk. Þarna gengu menn kirkjunnar undir dálítið próf. Og ég verð að segja, að enn féllu þeir á prófinu. Þeir hafa nú raunar alltaf gert það, allt frá Krists dögum, ef miðað er bara við þessi nærri því tvö þúsund ár, sem talið er að liðin séu frá „holdtekju" guðs, eins og mætti víst orða það, að ég ætla. En leið kirkjunnar má víst lýsa á líkan hátt og Gröndal lýsti Alpafjöllunum í Heljarslóðaror- ustu sinni, en þar sagði hann, að væri klofsnjór á sumrum, en jökull á vetrum. Og þó sjást spor Hannibals hins púnverska þar enn í snjónum, segir Grön- dal. Og spor kirkjunnar sjást enn í þeim aldanna klofsnjó, hvern- ig sem þeir — blessaðir prest- arnir og þeirra fylgjarar — reyna að auka moldviðrið. Ég er ekki laginn að orða hugsanir mínar og ekki lærður í laga- eða trúarbragðaflækjum, en mér finnst eðlilegt, að mönnum sé boðuð sú kenning, að þeir eigi að reyna að breyta við ná- ungann og raunar alla menn sem líkast því, sem þeir vilja láta aðra breyta við sig. En þetta tal um að elska náung- ann. Það er stórt orð, Hákot. Og ef við rýnum í spor kirkjunnar, munum við sjá að þarna hef- ur henni sótzt leiðin seint og stundum lent á undanhaldi. Það að kirkjan sé líkami Krists er nú sennilega eitthvað eðlisskylt gömlu hugmyndinni um það, að ástin búi í hjartanu og Guð sé uppi í einhverjum himni, — eins og við séum ekki öll i himni — þó ekki kannski í sjöunda himni. Sem sagt: Hugsanabrengl. Ég held að til hafi verið kirkjudeildir, sem hafa haft uppi þá kenningu, að Kristur hafi verið góður uppreisnar- maður, en ekki guð. Hann hafi verið hinn mikli meistari mannkærleikans. Það hafa meira að segja ver- ið til vitrir og lærðir menn, sem hafa talið vafasamt að þessi Jesús hafi nokkurntíma verið til. Það er þessvegna ekkert til- takanlega út i bláinn, þó mér finnist þetta tal guðfræðing- HEKLA Akureyri Heklu peysan hcntar báðum dralon . BAYER Úrvals trefjaefni 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.