Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 21
Guðrún Erlendsdóttir:
Foreldravald
og foreldraskyldur
Annað er, að skapgerðarmót-
un verður að taka fullt tillit til
áskapaðra hneigða og eigin-
leika barnsins. Mótunin þarf
að felast í útfærslu, slípun og
tamningu beirra. Sé það ekki
gert, getur illa farið. Barn, sem
að upplagi hefur mikla lund og
stríða, verður aldrei gert að
þíðlyndum engli. Sé lagt á það
ofurkapp, leiðir það helzt til
þrælslundar og augnaþjónustu.
En sé vel að farið, getur þar
verið efni í þróttmikinn og
lundsterkan einstakling, en
hvert samfélag hefur vissulega
þörf fyrir marga slíka. Á hlið-
stæðan hátt verður viðkvæm-
ur og fingerður einstaklingur
aldrei gerður að neinu hörku-
tóli, hversu gjarnan sem for-
eldrarnir vildu það. En það e1*
hægt — og er oft gert — að
gera hann að kjarklausu vesal-
menni. En það er ekki síður
hægt að styrkja hina viðkvæmu
lund með réttum aðgerðum, svo
að hinir miklu kostir hennar
fái notið sín.
í þriðja lagi þarf stefna upp-
alandans í skapgerðarmótun að
styðjast við samfélagslegan
raunveruleika. Það er t. d.
naumast raunhæft að brýna
fyrir barni að rétta fram hægri
kinnina, sé það slegið á þá
vinstri, ef samfélagsgerðin er
slík, að þar gildir mestu að
hver læri að bjarga sér á eigin
spýtur og keppa við náungann
um lífsins gæði. Slíkt uppeldi
dæmir einstaklinginn úr leik
fyrirfram. Hann hlýtur að
verða undir í lífsbaráttunni.
Sparsemi og samvizkusemi eru
heldur naumast dyggðir nema
þar sem þær eru eftirsóknar-
verðar. Sé það t. d. opinber
stefna í samfélagi að féfletta
þá sem spara, níðast á þeim
sem eru iðnir, er það þá ekki
bjarnargreiði við börn að rækta
hjá þeim þessa eiginleika? Ef
menn vilja hins vegar beita sér
fyrir því, að stefna sparsemi,
iðjusemi eða einhverra annarra
dyggða verði í heiðri höfð, er
réttara að snúa sér að því að
breyta samfélagsgerðinni, efna-
hagskerfinu, eða hvað menn
kjósa að kalla það.
III.
Þess var i upphafi getið, að
tilgangur þessara skrifa væri
fremur að vekja til umhugsun-
ar en veita fræðslu. Nóg ætti þó
að hafa verið sagt til þess að
ljóst sé, að uppeldishlutverk
foreldra er alls ekki eitt hinna
auðveldustu og vandaminnstu
starfa, sem menn taka að sér á
lífsleiðinni. Varðveizla og mót-
un einstaklings á uppvaxtar-
skeiði er mikið ábyrgðarstarf.
Uppalandinn hefur að verulegu
leyti í hendi sér, þó honum sé
það ekki alls kostar sjálfrátt,
hver verða örlög þess barns,
sem hann tekur að sér að ann-
ast. Og hvað er í rauninni mik-
ilsverðara en velferð manns-
ins? Er ekki veröldin þjónn
hans?
Menn kunna að vilja segja
sem svo, að ég hafi liklega mikl-
að vandann og málað of sterk-
um litum. Eru nú ekki flestir
sæmilega andlega heilbrigðir
og nýtir þegnar þrátt fyrir allt?
Það er rétt. En þó má svara
því til, að alltof margir eru það
ekki, og þeir þyrftu ekki að
vera það. Og svo er hitt. Hvað
vitum við nema mikill fjöldi
þeirra, sem heilir og gegnir
teljast, hefðu getað náð mun
meiri þroska, nýtt betur gáfur
sinar og aðra eiginleika, hefðu
getað orðið heilli í lund, sjálf-
um sér og öðrum farsælli, ef
uppeldi þeirra hefði verið eitt-
hvað á annan veg farið?
Hvað sem því líður, þá er
erfitt að komast hjá þeirri nið-
urstöðu, að sumir þeir einstakl-
ingar, sem fullorðnir teljast,
ættu alls ekki að taka að sér
uppeldi barna. Að margir,
kannski langflestir hinna,
þyrftu að fá dýpri skilning á
eðli uppeldis, meiri þekkingu á
sjálfum sér og umfram allt
meiri þekkingu á börnum. Það
er í rauninni stórfurðulegt fyr-
irbæri á þessari miklu fræðslu-
og vísindaöld, og á þessari öld
eigingirni, má ég segja, hvað
maðurinn er einstaklega tóm-
látur um sjálfan sig. Enginn
getur lokið lögboðnu skyldu-
námi, án þess að kunna að telja
fjöldann allan af borgum, fjöll-
um og vötnum víðsvegar um
heim. Hann þarf að kunna skil
á flóknum reikningsaðferðum,
sögu mannsins, einkum þeirra
styrjalda sem hann hefur háð.
Allt þetta og miklu meira þarf
hann að kunna í hörgul. En
hann má vera alls ófróður um
sjálfan sig, ef frá er skilið það
lítilræði, sem kennt er í heilsu-
og samfélagsfræði. Já, hann
getur orðið stúdent, jafnvel
hlotið háskólagráðu, án þess að
hann verði nokkurs vísari um
manninn.
Þó er sífellt um það talað, að
maðurinn sé á heljarþröm, að
hann stefni sjálfum sér í voða.
Skyldi ekki vera kominn timi
til að beina hugum manna í átt
til mannræktar? Því að enn
gildir víst það, sem sagt var
endur fyrir löngu, að ekkert er
manninum verðugra viðfangs-
efni en maðurinn sjálfur.
Sigurjón Björnsson.
Fjölskyldan sem félagsstofn-
un hefur tekið miklum breyt-
ingum á síðustu áratugum, og
má þar m. a. minna á þróun
hennar úr stórfjölskyldu yfir í
fámenna kjarnafjölskyldu —
svo og breytta starfsskiptingu
innan fjölskyldunnar. Við-
fangsefni fjölskyldunnar hafa
þvi dregizt saman. En hlutverk
fjölskyldunnar i þjóðfélaginu
er þó engu að siður veigamikið
nú á tímum, og er þýðingar-
mesta hlutverkið bundið við
börnin, uppeldi þeirra og að-
búnað.
Foreldravald
Áður fyrr var litið á for-
eldravald sem nokkurs konar
huglægan rétt foreldrum til
handa og börn áttu að hlýða
foreldrum sínum skilyrðislaust.
Ef þau ekki gerðu það, var hægt
að refsa þeim harðlega. Það er
ekki lengra síðan en árið 1836,
að hæstiréttur Noregs dæmdi 2
börn í lifstíðarfangelsi fyrir að
hafa talað „ótilhlýðilega" til
móður sinnar. Aftur á móti var
minna um lagaákvæði, sem
legðu á refsingu foreldrum til
handa vegna vanrækslu þeirra
á börnum sínum, og lét hið op-
inbera slíkt atferli að mestu
afskiptalaust.
Sem betur fer lita fæstir nú
á dögum á foreldravald sem
einhliða réttindi foreldranna.
Nú er að flestra dómi talið,
að í foreldravaldi sé fólgin
brýn skylda foreldranna til að
annast um börnin og einnig
heimild þeirra til að taka á-
kvarðanir um persónuleg mál-
efni barnanna.
Foreldrar eiga alltaf að miða
við þarfir barnsins og neyta
foreldravalds eftir því sem
hagsmunum barnanna er fyrir
beztu. Ef misbrestur verður á
þessu hjá foreldrum, er hægt
að svipta foreldri umsjá barns-
ins og fá hana öðrum í hendur,
og eru ákvæði um þetta efni í
1. nr. 95/1947, um lögræði, og
1. nr. 53/1966, um vernd barna
og ungmenna.
Hér eru því ákaflega mikil
tengsl á milli réttinda og
skyldna, þannig að varla verð-
ur á milli skilið, og er það eitt
af sérkennum sifjaréttarreglna.
í lögræðislögum er foreldra-
vald skilgreint þannig, að það
sé lögráð yfir persónulegum
högum barns, sem sé ósjálfráða
vegna æsku. Foreldravald fellur
því niður, er barnið verður 16
ára, sem er sjálfræðisaldurinn
hér á landi.
í lögunum er gerður greinar-
munur á lögbornum lögráða-
mönnum og skipuðum lögráða-
mönnum, og mun ég hér á eftir
aðeins fjalla um lögborna lög-
ráðamenn, en þeir eru tilteknir
vandamenn ólögráða manna
vegna æsku. Hérna verður að
greina á milli skilgetinna
barna og óskilgetinna.
Ef barn er óskilgetið og báðir
foreldrar á lífi og ekki skilin,
þá ráða þeir barninu sameigin-
lega.
Ef foreldrar eru skilin að
borði og sæng eða lögskilnaði,
verður að kveða á um forræði
barnanna í skilnaðarleyfi eða
dómi, og mun ég koma að því
síðar.
Ef annað foreldra er látið,
ræður það, sem eftir lifir börn-
unum eitt, og ef það giftist eða
kvænist að nýju, þá ráða hjón-
in, foreldrið og stjúpforeldrið
börnunum sameiginlega. Ef
báðir foreldrar eru látnir, en
stjúpforeldri á lífi, þá ræður
það börnunum, enda séu þau
á framfæri þess.
Óskilgetin börn
Ef um óskilgetið barn er að
ræða, þá er aðalreglan sú, að
móðir þess ræður því ein. Ef
móðirin giftist öðrum en barns-
föður sínum, ráða hjónin (þ. e.
móðirin og stjúpinn) börnun-
um sameiginlega, ef það fylgir
móður sinni. Ef móðir giftist
barnsföður sínum, telst barn
þeirra skilgetið.
Ef móðir óskilgetins barns
andast en stjúpi þess er á lífi,
ræður hann barninu, ef það er
er á framfæri hans. Ef ógift
kona andast frá ósjálfráða
óskilgetnu barni sínu, eða hún
getur ekki haft foreldravald
yfir þvi, þá á faðir barnsins rétt
á að fá umráð þess, ef hann
framfærir það.
17