Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 17
Barnið Á meðan störfin fóru mest- megnis fram á heimilinu, fékk barnið tækifæri til að fylgjast með og tileinka sér aðferðirn- ar, sem fullorðna fólkið notaði. Verkefnin voru margþætt og breyttust við árstíðaskipti. Þetta ýtti undir athyglisnæmi barnsins og athafnalöngun, sem fékk útrás á eðlilegan hátt. Þegar barninu óx fiskur um hrygg, fékk það að hjálpa til og ganga smátt og smátt inn í störf með þeim fullorðnu og læra af þeim, en börnum er tamt að vilja taka sér þá eldri til fyrirmyndar. Því læra börn málið að fyrir þeim er haft, segir máltækið. Þessi lærdómur gerðist hægt og sígandi eftir því sem þroski barnsins leyfði. Hópurinn — heimilisfólkið — sem barnið ólst upp með hafði mikið uppeldislegt gildi, bæði með tilliti til hagnýtrar þekk- ingar og andlegs þroska. Barn- ið mótaðist af fleirum en for- eldrunum, kynntist öðrum sjónarmiðum og hugmyndum og það lærði að taka tillit til annarra. Konan Konan hafði mikilvægu hlut- verki að gegna sem húsmóðir á mannmörgu heimili. Starfssvið hennar var oft og tíðum einkar viðamikið og gerði kröfur til stjórnunarhæfileika og þekk- ingar á öllu er laut að búsýslu, fatage^ð og mörgu öðru. Það er mikill misskilningur að upp- eldi barnanna hafi einvörðungu verið í höndum móðurinnar, eins og margt nútímafólk álít- ur. Hitt var einmitt mjög al- gengt, að sérstakar barnfóstrur önnuðust smábörnin, þvi að móðirin hafði í mörg önnur horn að lita. Einkum var þetta algengt á stórum heimilum, þar sem efnahagur var góður. Heimili okkar tíma Iðnvæðingin og sérhæfnin, sem fylgdi i kjölfarið, ollu því að staða heimilisins gerbreytt- ist á tiltölulega skömmum tima. Hópurinn, sem lifði og starf- aði með fjölskyldunni að sam- eiginlegum verkefnum heimil- isins, er horfinn; eftir er kjarnafjölskyldan, einangruð og firrt. Konan og börnin dvelja nú ein á heimilinu megnið af deg- inum og afleiðingarnar eru geigvænlegar. Störf konunnar eru orðin mjög einhliða. Timi hennar og orka fer að mestu í að búa til mat, sjá um innkaup, gæta barna og þrífa íbúðina. Engan skyldi undra þó að vandamálin láti ekki á sér standa, þegar tvö af meginhlutverkum konunnar eru nánast ósamrýmanleg. Smábörn eru nokkurskonar ógnun við alla röð og reglu; á hinn bóginn er vellíðan barn- anna ógnað með kröfum um reglusemi og þrifnað. Þetta er ein ástæðan fyrir því, að marg- ar konur leita út á vinnumark- aðinn, burt frá einhliða og leiðigjörnum störfum á heimil- inu. Þær kjósa fremur vinnu þar sem hæfileikar þeirra og þekking koma að gagni. Enn- fremur njóta þær félagsskapar við annað fólk á vinnustaðnum, en það er veigamikið atriði í þessu sambandi. Börnum er hvort eð er síður en svo hollt að umgangast móðurina eina og skynja heim hinna fullorðnu einvörðungu í gegnum hana, svo ekki sé talað um hversu óæskilegt það er, ef sambandið á milli þeirra er meira og minna brenglað eins og oft vill verða, þegar heimilin eru ekki lengur þannig úr garði gerð, að það veiti börnum nægilegt svigrúm fyrir athafnaþrá elleg- ar tækifæri til að öðlast félags- legan þroska. Svo virðist sem mæðrum sé ætlað að vera eins- konar „björgunarsveit", er leyst geti vandkvæði, sem í raun og veru stafa af efnahags- og samfélagslegum orsökum. Það er ekki á færi mæðra að forða heimilunum frá hnignun; þvert á móti þarfnast þær stuðnings i formi samfélagslegra úrbóta. UmhverfiS utanhúss Unnt er að bæta nokkuð úr lélegum þroskaskilyrðum heim- ilisins með heppilegu ytra um- hverfi. Bernskan er undirbún- ingur fullorðinsáranna, eins og allir vita. Á þessu skeiði reynir barnið að átta sig á tilverunni og umhverfinu. En hverjir eru möguleikarnir, sem barnið fær í þessu skyni? Leiksvæðið fyrir utan húsið takmarkast venju- lega af miklum umferðargöt- um, sem börnum stafar hætta af og valda mæðrum áhyggjum og ótta. Félagsmótun barna gerðist áður fyrr meira og minna í samskiptum við full- orðna; nú er það í leiknum sem þessi mótun á sér að nokkru stað. Leikurinn er að- ferð, 23m barnið notar mark- visst til að ná tökum á tilver- unni í kringum sig. Hvernig eru svo skilyrðin sem barnið hefur til leikja utanhúss? í því tilliti eru hin svonefndu „svefn- hverfi“ stórborganna nánast ömurleg. Skyldi mönnum nokk- urntíma hafa tekizt svo snilld- arlega að skipuleggja jafnóþol- andi umhverfi fyrir börn að alast upp i? Hvaða tækifæri hafa þau þar til athafna og skapandi starfa? Þar er litið við að vera fyrir börn, sem vek- ur forvitni þeirra og ýtir undir heilbrigða löngun til að „upp- götva og rannsaka". Engin tengsl eru á milli þessara hverfa og atvinnulífsins, enda ekkert sem gerist. Venjulega er ein kjörbúð fyrir hverfið, og þar venst barnið við ópersónu- leg skipti á vörum og penin"- um. Sköpunarhæfileiki og frumkvæði, sem flestum börn- um eru eðlislæg, visna og dvína ef vaxtarskilyrði eru af skorn- um skammti. Það er ekki hægt að endurheimta þessa eigin- leika barnsins síðarmeir, hafi þeir ekki fengið að dafna með- an barnið var í bernsku. Þá stoða lítt efnisleg gæði, því að auðæfi eru ekki ávallt óskeikull mælikvarði á velferð barna. Varðandi forskólabörn er hægt að bæta verulega úr þess- um skorti á góðum leikskilyrð- um með því að vista þau á góðum daggæzluheimilum. Þar veitist þeim tækifæri til að tjá sig í þroskandi leikjum og öðl- ast reynslu í samskiptum við önnur börn. En þrátt fyrir það er leið þeirra inn í samfélag hinna fullorðnu ekki jafnbein og greiðfær sem fyrr. Hvorki forskólinn né skyldunámsskól- inn undirbýr barnið á raunhæf- an hátt til starfs í þjóðfélaginu sem fulltíða einstakling. í skól- anum lifir barnið i óhlutstæð- um heimi, þar sem óhugnan- lega mikil áherzla er lögð á hæfileikann til að tileinka sér þekkingaratriði úr bókum, úr- eltan utanbókarlærdóm, sem sjaldnast er í tengslum við at- vinnulífið eða hið lifandi um- hverfi. Eðlilega rís yngri kynslóðin gegn sliku kerfi, samsamar sig ekki þvi samfélagi sem bíður hennar, en myndar eigin menn- ingarkima eins og dæmin sanna á ýmsan hátt, en hverj- um er hagur í því, ef slíkt ger- ist á kostnað andlegs heil- brigðis? Af þessu verður sú ályktun dregin, að aðskilnaðurinn, sem er nú milli heimilis og vinnu- staðar, hafi neikvæð áhrif á uppvaxandi æsku og orsaki jafnframt hina einangruðu stöðu kjarnafjölskyldunnar, vegna þess að ekkert he.'ur komið í stað þess sem heimilin hafa verið svipt. Vissulega er ástæða til að drepa á stöðu karlmannsins í þessu sambandi; hann á einnig við ýmsa erfiðleika að etja. Hlutur karlmanna er ekki ávallt eftirsóknarverður. Mikið vinnuálag, langur vinnutimi við tilbreytingarlítil störf, veldur taugaveiklun og streitu, sem styttir líf þeirra eins og dánar- tölur sýna. Oftast hvílir fjár- hagsleg afkoma heimilisins á herðum karlmannsins sem get- ur orðið æði örlagaríkt fyrir fjölskylduna, ef fráfall hans ber skyndilega að. Innan vissra samfélagshópa háttar þannig til, að feður hafa litinn tíma aflögu frá vinnu til að sinna börnum sinum, vegna þess að starf þeirra útheimtir að þeir gefi sig algerlega að því. Vegna samkeppninnar verða þeir að afla sér álits og virðing- ar, „vinna sig upp“ eins og það er kallað; þá er frístundunum varið í að afla sér meiri þekk- ingar. Börnin verða útundan með tilliti til samskipta við feður sína einmitt á þeim ár- um þegar þau þarfnast þeirra hvað mest. Skyldi það ekki vera skyn- samlegra, að foreldrarnir gætu skipt ábyrgðinni meira á milli sín, bæði hinni uppeldislegu og þeirri fjárhagslegu? í samfélagi fyrri tíma voru að sjálfsögðu margir einstæð- ingar, ungir og gamlir, en þeir voru sjaldnast einmana í þeirri merkingu vegna þess að þeir bjuggu á venjulegum heimilum innan um venjulegt fólk. Lóð þeirra á vogarskál vinnunnar fór eftir hæfileikum og getu, en örlög þeirra og líf voru í beinni snertingu við þá sem heilbrigðir töldust. Gamla fólk- ið gegndi oft mikilvægu hlut- verki varðandi umsjá og upp- fóstur barna, miðlaði þeim af lífsreynslu og hagnýtum fróð- leik og auðgaði hugarheim barnanna. Nú eru tengslin rofin milli yngstu og elztu kynslóðar. Af- leiðingin er einmanaleikinn, sem oft hrjáir þá yngri jafnt og hina eldri. Einmanaleikinn sem allir óttast, þar eð hann er ógnvaldur mannssálarinnar. Borgin — framtíðin Öll þróun bendir til þess, að fólk framtíðarinnar muni lifa í æ meira þéttbýb — borgar- samfélagi. Hverskonar líf er það, sem við göngum til móts við? Því ber ekki að neita að skoðanir eru æði skiptar varð- andi borgarlíf. Margir fella sig ekki við þesskonar umhveríi, finnst það nánast kvalastaður. Aftur á móti finnst öðrum það sæluríki, með óendanlegum möguleikum. Skyldi ekki vera hægt að skipuleggja og byggja borgir þannig að allir fengju sömu tækifæri til þroska og at- hafna í samræmi við lífsþarfir 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.