Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 31
allt menntakerfið. Fella niður kröfur og skyldur, leyfa meiri sjálfstjórn nemenda og koma á samvinnu nemenda og skóla- liðsins um val námsefnis, kennsluhætti, skipulagningu húsnæðis, niðurfellingu prófa í núverandi mynd og margt fleira. Til þess þarf fleiri og betur menntaða kennara, frjálslynd fræðsluyfirvöld og þá einn- ig framfarasinnaða stjórn mennta- og fjármála. Eitt er víst: Gerum við allt þetta, erum við aðeins að nokkru leyti brautryðjendur. Hvergi er til heilt menntakerfi þjóðar, sem starfrækt er með lýðræðisformi. Hins vegar eru til einstakir skólar víðsvegar um heim. Á ftalíu eru starf- ræktir svonefndir Montessori- skólar, Steiner-skólinn í Noregi, tilraunamenntaskólar víða og Summerhill-skólar eru víða ut- an Englands, þar sem A. S. Neill stofnaði þann fyrsta. Frjálsræði nemenda og sam- vinna við kennara er einkenni allra þessara skóla. Það er ekki kennaraeinræði, próf eða siða- umvandanir sem eru valdar að ástundun nemenda, heldur frelsi þeirra til athafna og náms. Allir skólarnir hafa skil- að þjóðfélaginu „dugandi“ fólki, flestir nemenda hafa haldið áfram námi, og þroski þeirra hefur sízt verið minni en nemenda úr venjulegum skól- um. Hamingja og lífsgleði venjulega meiri. Tilraunaskól- arnir hafa allir veitt þarfa reynslu og kollvarpað ýmsum kenningum um þörf á aga, beinni hvatningu og valda- kerfi. Auðvitað eru þeir ekki nákvæmar fyrirmyndir þegar um er að ræða heilt skólakerfi, en þeir gefa engu að síður margt til kynna. Eftirfarandi breytingar á skólum og námi verða að eiga sér stað, svo skyldunám og annað nám verði fyllilega tím- ans virði: 1. Koma þarf á laggirnar nefndum, skipuðum kenn- urum, nemendum og for- eldrum. Nefndirnar leggja á ráðin um breytingar og skólalýðræði og reyna að koma á sambandi milli sín og yfirstjórnar mennta- mála. 2. Skipulagning skólafunda. Á almennum skólafundum geta venjuleg skólayfirvöld, skólastjóri og kennararáð, fræðzt um skoðanir nem- enda og kennara og eins gert grein fyrir málum skólans. Fundirnir verða að hafa fullan ákvörðunarrétt í málum, sem varða skól- ann og þá sérstaklega nemendur. Einnig verður skólastjórn að taka tillit til yfirlýsinga og tillagna fundanna. Skólafundur á- kveður fyrirbyggjandi að- gerðir og „refsingar", ef sliks er þörf að hans dómi. 3. Kjósa þarf fulltrúa nem- enda, fleiri en einn, til þess að taka þátt í ákveðnum þáttum stjórnunar skólans. Einn fulltrúahópur á t. d. sæti á kennarafundum. 4. Færa verður ákvörðunar- tekt um innri málefni sem mest til einstakra bekkjar- deilda og hópa nemenda. Til dæmis um, hvenær „próf“ eigi að vera. 5. Kennarar eiga að hlutast til um, að haldin verði námskeið fyrir þá í hóp- vinnu, samvinnutækni og sambandi einstaklinga inn- an hóps (grúppudýna- míkk). Einnig þyrftu þeir að kynnast vel starfi til- raunaskóla, svo sem Summ- erhill og Forsöksgymnaset í Osló, en til eru bækur um þessa skóla og aðra svip- aða. Sérhver kennari held- ur svo samskonar námskeið fyrir nemendur sína. 6. Kennarar fái tima til sam- vinnu, t. d. með þvi að leyfa nemendum að vinna án handleiðslu nokkra tíma í viku hverri. 7. Opna þarf skrifstofu, kaffi- stofu og lesstofu handa nemendum. Kaffi- og setu- stofurnar væru handa nem- endum og kennurum sam- eiginlega. 8. Samband við heimili og foreldra. Kennarar ættu ekki að hafa samband við foreldra eða leita sam- vinnu þeirra án þess að hafa viðkomandi nemanda með í ráðum. 9. Nemendur mega sjálfir innrétta (meira eða minna lausir hlutir) kennslustof- ur, og þeir ráða húsgagna- skipan sjálfir. 10. Leggja á fram tillögur til bæjar- og sveitarstjórna um að byggja ekki dýr og íburðarmikil skólahús eða heimavistir. 11. Skólar ættu að vera nem- endum opnir á kvöldin til náms eða félagsstarfa. 12. Mynda þarf hópa nemenda og kennara, sem vinna saman að úrbótum og þró- un kennsluaðferða og leggja fram tillögur um til- raunastarfsemi, þar sem áhugi er fyrir slíku. 13. Reyna á kennsluaðferðir, sem leggja minni áherzlu á hlutverk kennarans en nú tíðkast, en meiri áherzlu á hópvinnu og sjálfstæða vinnu. Þá væri hægt að slaka á kröfum um mæt- ingu í venjulegar kennslu- stundir. Einnig fengi kenn- ari meiri tíma til hand- leiðslu nemenda, sem eru óvirkir eða eiga erfitt með nám sitt. Loks mættu nem- endur sjálfir taka meiri þátt i eiginlegri kennslu. 14. Sérhver nemandi á að vera með í ráðum, þegar hon- um er gefin einkunn fyrir námsárangur og starf hans metið. 15. Setja verður kennsluna i samband við umhverfið í víðasta skilningi þess orðs. Þannig mætti t. d. flakka meira með nemendum og fá almenning, vinnandi fólk, foreldra og aðra til að taka þátt i kennslu og fé- lagsstarfi. 16. Leggja á sjálfstæða vinnu, hópvinnu og önnur streitu- lítil „prófform“ til grund- vallar einkunn, ekki gam- alkunnu staglprófin. Einn- ig ætti að gefa nemendum kost á að gangast undir „einkapróf“, þ. e. taka próf þegar nemanda sýnist, inn- an vissra tímatakmarkana. Við skipulagningu slíkra prófa eru nemendur með í ráðum. 17. Vinna ber að því að taka til meðferðar innan skólans þau dægurmál, sem hæst ber hverju sinni, pólitík og félagslegar umræður. Fullt málfrelsi, skoðanafrelsi og ritfrelsi rikir. Auk þess verður að gagnrýna náms- efnið óslitið, jafnt sem kennsluhætti. 18. Skólayfirvöld eiga að sjá til þess, að aðstaða sé til handa nemendum til náms utan skólatima innan veggja skólans. Leggja ber áherzlu á skapandi starf, t. d. leiklist. Engar hömlur skulu vera á pólitísku starfi. 19. Nemendur og kennarar eiga að koma á fót hópum, sem fjalla um uppeldis- fræðilegar hugmyndir og nýjungar og meta starf skólans með hliðsjón af þeim. 20. Hafa á beint samband við tilraunaskóla í öðrum löndum, og eins verður að vera öflugt samstarf við skóla innanlands. Nemend- ur hinna ýmsu námsstiga ættu að kynna nám sitt, sérstaklega sér yngra fólki. Þessi tuttugu atriði eru hvergi nærri tæmandi. Það er ykkar verk, nemendur, kennarar og aðrir, að lengja þau og endur- bæta. Flest af þvi sem þarna stendur er framkvæmanlegt án laga- eða reglugerðabreytinga. Það er ekki eftir neinu að bíða. Vegna rúmleysis minnist ég varla á menntaskólana eða aðra æðri skóla. Úrbæturnar eiga þó jafnt við um þá skóla; ef til vill væri einna auðveld- ast að framkvæma einhverjar þeirra í menntaskólunum. Þar eru nemendur einna óánægð- astir, enda námsefni hvergi eins yfirborðskennt og for- heimskandi, bælingin áhrifa- meiri eða „kennsla" meir ó- verjandi en einmitt þar. Nær allt miðar að því að gera fólk að svefngenglum og hugsunar- lausum visitöluborgurum, sem stétta- og neyzluþjóðfélagið ís- lenzka gleypir á augabragði. Nemendur í Háskóla íslands (Happdrættisstofnuninni) geta einnig notað listann hér að of- an. Þar er fyrst nú á ferðinni einhver vakning og baráttu- vilji fyrir eigin málefnum. Eftir öllu að dæma eru loksins komnir nægilega margir nem- endur í þann dauða skóla, sem vilja starfa að breytingum á vinnustað sínum og hafa komið auga á stöðu Háskólans í fram- leiðslukerfi þjóðarinnar og auð- valdskerfinu. Þeir hafa skilið forsendur ihaldsseminnar, sem þar hefur ráðið öllu til þessa. Á þessu ári mun barátta stúd- enta og annarra námsmanna hefjast fyrir alvöru, ekki að- eins fyrir eigin hlut, heldur einnig fyrir bættu þjóðfélagi. Fyrstu skrefin voru baráttan fyrir hækkun námslána árið 1970 og barátta gegn her í landi 1. desember sl. Gagngerar breytingar á menntakerfi landsmanna byrja neðan frá, með frumkvæði al- mennings, nemenda eða kenn- ara. Breytingar landslaga eru langsóttar í framkvæmd, og Al- þingi er ekki verkfæri í hönd- um fólksins enn sem komið er. Það tæki ðrugglega mörg ár að endurskipuleggja menntakerf- ið, ef frumkvæðið ætti að koma að ofan eftir duttlungum ein- stakra stjórnmálamanna. Þess vegna verðum við að hefjast handa strax innan hvers skóla, . en knýja síðan fram þær breyt- ingar á lögum, sem meirihlut- inn kýs. Bylting innan kerfisins á sannarlega rétt á sér. Sand í legur vélarinnar, gott fólk! Ari Trausti Guðmundsson. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.