Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 62
alvöru. Sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim mun upp lokið, sem á knýr. Hins vegar er kvartað um sambands- leysi á fleiri sviðum. Fjarlægðir hverfa milli landa og manna, en gagnkvæmur skilningur vex ekki að sama skapi. Skáld- in segja, að þau nái ekki sambandi við lesendur, og sumum skáldum er það vandamál, hvernig háttað sé sambandi eigin orða við anda þeirra sjálfra. Og lesendur skáldskapar kvarta undan því, að þeir nái ekki neinu taki á því, sem höfundar eru að túlka. Og mikið hefur verið talað um sambandsleysi stjórnmála- manna við fólkið. Kirkjan er ekki ein í erfiðleikum. En meðan lifandi æð er í henni, hlýtur hún að gangast undir þyngra sjálfdæmi en nokkur annar aðili. H Nú er þetta orðið lengra mál en áform- að var. Umræðan, sem er tilefni þessara orða, kemur víða við og stendur fyrir sínu. Það er aðeins þrennt, sem mig langar að víkja að, áður en ég set punkt. Árni Bergmann vekur máls á því, að niðurstaða af athugun á siðgæðislegum þroska kristinna manna annars vegar og ókristinna hins vegar hafi verið þeim kristnu óhagstæð. Ég dreg ekki í efa, að hann hafi farið rétt með þessa niðurstöðu, svo langt sem hún nær. En ég fullyrði, að draga mætti fram óteljandi staðreyndir, sem benda í gagnstæða átt. Ég hef t. d. séð greinargerð fyrir könnun, sem nýlega fór fram, líka í Bandaríkjunum, og fjallaði um hjónaskilnaði. Þar fer 4. hvert hjóna- band út um þúfur. En meðal hjóna, sem fara reglulega saman í kirkju, er hlut- fallið 1 á móti 57, og þegar þessu fylgir reglubundinn lestur Biblíunnar og bæna- líf á heimilinu, kemur sjaldan fyrir, að hjónaband lendi i strandi. Hitt er annað mál, að kristinn maður er ekki friðlýstur fyrir freistingum og mannlegum annmörkum. Og sú hætta er alltaf mikil, að tilteknir sigrar, t. d. á siðgæðissviðinu, geri menn sjálfsánægða og þóttafulla og hálfvegis blinda á það, sem er utan við þröngt reynslusvið og takmarkaðan mælikvarða meira eða rninna afmarkaðs hóps. Hinn vammlausi farísei, sem var ótviræður methafi i ákveðnum dyggðum, er léttvægur fundinn í guðspjöllunum. Og hann batnar ekki við það að taka upp kristið nafn. Annað nefnir Árni, sem er íhugunar- vert. Hann spyr, hvernig líta beri á það, þegar menn gera ekki ráð fyrir Guði en ganga samt fram í kærleika. Hitt er mér miklu meiri spurning, hvernig menn, sem játa Guð kærleikans, geta verið uppfullir af úlfúð og hatri. En hvort tveggja er til. Og skýringin er sú, að Guð er ekki flokksbundinn þeim, sem þekkja hann eða vilja af honum vita. Og djöfullinn kann að vísu vel við sig hjá þeim, sem afneita Guði, en þykir ennþá skemmtilegra að snúa á hina. Guð hefur aldrei bundið sig við neina útvalda, hvorki ísrael til forna né kirkjuna, þannig að hann hafi gefið þeim einkarétt á að hugsa gott og gera rétt. Miskunnsami Samverj- inn, trúvillingur talinn, uppfyllti boðorð kærleikans, presturinn og levítinn ekki. Sérfræðingar í trú reynast stundum ónýt- ir, þegar Guð þarf á þeim að halda. Það er nauðsynlegt og rétt að leggja áherzlu á holdtekju Guðs í Kristi, eins og gert var við hringborðið. En ekki má gleyma sköpuninni. Sá Guð, sem birtist í Kristi, er skapari himins og jarðar og allra manna. Hann hefur ekki látið mannlífið afskiptalaust og gerir það ekki, hvernig sem háttar um trú. Móðurást er sú sama í kristnum barmi og ókristnum. Læknisaðgerð hefur sama tilgang og ger- ir sama gagn, hvort sem læknirinn er kristinn eða ekki. Félagslegar umbætur eru jafnverðmætar þó að heiðinn hugur sé á bak við, ef þær eru til góðs fyrir manninn. Lúther hefur sagt margt hald- gott og spámannlegt um starfsemi Guðs í sköpuninni, og væri gaman að fara nánar út i það við tækifæri. Guð, skapari minn og þinn, hefur ekki gefið oss orð sitt eða kirkju sína til þess að binda hendur sínar með einkaleyfi á góðum verkum handa afmörkuðum hópi manna. Hann er allra manna Guð. Og samkvæmt Biblíunni verða allir menn að síðustu dæmdir eftir verkum sínum, jafnt kristn- ir menn sem ókristnir Og það vita kristn- ir menn frá fyrsta fari, að náðin og sann- leikurinn, sem Kristur hefur gefið þeim, sem þekkja hann, gerir þeim ekki auð- veldara að mæta fyrir dómstóli Guðs, ef sú gjöf hefur orðið þeim til ónýtis. Þá er það í þriðja lagi spurning ritstjór- ans um það, hvort kirkjan sé ekki vilhöll i afstöðu sinni til alþjóðlegra málefna. Allir menn eru í þeirri hættu að mótast af umhverfi sínu, sjá ekki gegnum áróður, verða einsýnir. Kirkjunnar menn mega vissulega vara sig á slíku, og oft hafa þeir fallið á slíkum prófum. Stríðið í Víetnam er einkum nefnt í þessu sambandi. Það er rétt, að kirkja íslands hefur ekki staðið fyrir né tekið sem slík þátt í mótmælum gegn he-naði Bandarikjamanna þar í landi. Alþjóða- samtök kristinna manna, sem kirkja vor er aðili að, hafa hins vegar gert það. Á þeim vettvangi er islenzka kirkjan ekki að neinu leyti í forustu, eins og skiljan- legt er. Því síður hefur hún aflsmuni til þess að skakka hinn ljóta leik austur þar. Allir vita, að þar er háð styrjöld milli stórvelda. Sökin er varla öll annars vegar. En þjóðhöfðingi Bandaríkjanna leggur hönd á helga bók, þegar hann gengst undir ábyrgð sína. Því mega kristnir menn gera meiri kröfur til hans og þjóðar hans en til mótpartsins. Og í þá átt er lika hægt að koma mótmælum fram, ekki í hina. Bandarískar kirkjur, félög og ein- staklingar geta gagnrýnt aðgerðir stjórn- arvalda sinna og mótmælt þeim, án þess að eiga opinbera lögsókn og fangelsi yfir höfði sér, þó að fantar og skríll taki stundum tauminn af réttvisinni. Hvað sem líður valdaskákinni í veröld- inni, þá er það ljóst, að hörmungarnar í Víetnam allt frá styrj aldarlokum (að' ógleymdu nýlenduskeiðinu áður) hljóta að hvíla þungt á hverri heilbrigðri sam- vizku, fyrir utan þann háska, sem vofir yfir, að þessi refskák verði að heimsstríði Það sjá víst flestir, að Bandaríkjamenn hefðu átt að vera búnir að draga sig út úr þessu fyrir löngu, allra hluta vegna. En engum einum treysti ég til þess að leysa þennan hnút né aðrar örlagaflækj- ur, sem líf hnattarins er undir komið. Þar er vonin sú ein, að pólitík hins s. n. valda- jafnvægis, með þeirri tortryggni, því her- námi hugarfarsins undir ofbeldi óttans, sem sú pólitik byggist á og leiðir til, þoki fyrir jákvæðari hugsun á báða bóga eða allar síður. Hjálparstarf kirkjunnar er gersamlega óháð stjórnmálalegum viðhorfum. Það miðar að því að bæta úr neyð, hvar sem hún er, auk þess sem það vinnur sam- kvæmt langtíma áætlunum að efnalegri uppbyggingu í þróunarlöndum. íslenzka kirkjan hefur tiltölulega ný- verið gerzt umtalsverður þátttakandi í þessu starfi. Aðild hennar hlýtur að vera takmörkuð hlutfallslega. Hún hefur í fyrsta lagi einbeitt sér að fáum, stórum verkefnum, þar sem neyð hefur dunið yfir skyndilega (Bíafra, Perú, Pakistan), og liklegt var, að islenzkt framlag gæti eftir atvikum munað nokkru. í öðru lagi tekur íslenzka kirkjan að sér ákveðin verkefni, samkvæmt tilvísun þeirra al- þjóðlegu stofnana, sem sjá um skipulag þessarar starfsemi fyrir hönd allra aðild- arkirkna. Loks vill Hj álparstofnun kirkj- unnar láta til sín taka á innlendum vett- vangi, eftir því sem geta hrekkur til. Það er ekki nein blindni á þörfina í Víetnam, því siður pólitísk hlutdrægni, sem veldur því, að íslenzka kirkjan hefur ekki látið til sín taka um hjálparstarf þar í landi. Hún hefur ekki hingað til megnað meira en hún hefur gert, ekki getað dreift sínum rýra skerfi viðar. Ég vona hins vegar eindregið, að þegar styrj- öld lýkur í þessu hrjáða landi, verði ís- land með í því að græða einhver sár þar. Að síðustu verð ég að gera athugasemd við ummæli ritstjórans vegna komu þýzku blaðakonunnar hingað, sem vakti máls á þátttöku hér í alþjóðlegri söfnun til að reisa heilbrigðismiðstöð í Hanoí. Mér er ókunnugt um, við hverja hún ræddi aðra en mig, en ég held ég megi fullyrða, að ég hafi tekið henni vel og máli hennar. Ég sagði henni eins og satt var, að enginn gæti búizt við, að hlutur vor yrði stór í slíku samstarfi. Það skyldi hún vel. En ég sagðist mundi fagna því, ef íslenzka kirkjan fengi að vera með í þessu, jafn- vel þótt það hefði ekki nema táknræna þýðingu. Hún hafði ekki meira um málið að segja að sinni, og skildum við vinir, að ég held. Ég bað hana að lofa mér að fylgjast með málinu og láta mig vita, þegar hún hefði nánari upplýsingar í höndum, sem vér þyrftum að hafa til þess að geta eitthvað í þessu gert. Hún lofaði því. En síðan hef ég ekkert frá henni heyrt. Ég veit ekki hvers vegna. En ekki er sökin mín né íslenzku kirkj- unnar. 4 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.