Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 35
Séra Sigurður Haukur Guðjónsson:
Vanmáttarlýðurlnn
Hratt fjölgar þeim ungmenn-
um er misst hafa taktstig við
umhverfið. Þrjózk — stöð ráfa
þau um, sýkja út frá sér, draga
framtið annarra niður i svaðið
til sín. Við hin eldri gösprum
um nauðsyn æskulýðsfélaga,
krefjumst þess að til slíkra
mála sé varið fjármunum á
reikningum ríkis og sveitarfé-
laga. í flestum tilfellum er lát-
ið þar við sitja. Fáir reyna að
skilgreina, hvað æskulýðsstarf
er, — það er aðeins eitthvað
fínt, eitthvað óljóst, eitthvað
sem ekki má vanta í siðmennt-
uðu þjóðfélagi. Þingmenn
hrópa: Við viljum æskulýðs-
hallir. Flokksvélin baular:
Heyr, frelsari er fæddur. En
hvað er æskulýðshöll? Ég hefi
ekki enn heyrt til þess þing-
manns, er hefur hugmynd um,
hvað hann er að tala um. Það
er engu líkara en kona hans
hafi hvíslað í eyra hans: Elsku
góði, flyttu nú frumvarp um
æskulýðsmál, hún Gunna hans
Jóns segir, að það sé svo aga-
lega fínt.
Gömlu úrræSin ónýt
Fyrir nokkrum árum mátti
lesa feitletraðar greinar um,
að nú væru vandamál þeirra
foreldra úr sögunni, er ættu
brokkgengar dætur á æsku-
skeiði. Hjálpræðisherinn hafði
fyrir „sáralitla" þóknun tekið
að sér að leysa málið. Síðan
kom sú gleðifregn, að upptöku-
heimilið gæti annað allt að 11
stúlkum, nota bene, ef þær
væru þægar. Síðan eru ár.
Vandræðastúlkum fjölgar, en
í dag íá þær að sjá um sig
sjálfar, meðan við bíðum nýrra
sjálfboðaliða til að leysa vand-
ann. Æskulýðshöll er rekin, og
i flestum skólum eru tóm-
stundadeildir í umsjá kenn-
ara á launum frá mér og þér.
Við höfum því litla ástæðu til
að kvarta. Þó eykst fjöldi ungl-
inganna sem lifa alla framtíð
sína á nokkrum árum, í sjálfs-
mennsku, hér í höfuðborginni.
Dag eftir dag sitja fyrir framan
mann foreldrar í algjörri upp-
gjöf, hrópandi á hjálp. En hvar
er hana að fá? Meðan þú hefir
ekki reynt, þá heldur þú sjálf-
sagt að slíkt sé auðvelt. Sú var
tiðin, að öll slík vandamál voru
leyst með því að senda „villi-
dýrið“ í sveit. Það er liðin tíð,
að búendur séu svo liðaðir, að
þeir treysti sér til að annast
óþekktarorma þéttbýlisins. Þó
er þetta enn reynt. Ég gæti
nefnt þér nokkra drengi á
skólaskyldualdri, sem í fyrra
voru sendir í hið „heilnæma
loft“, en struku þaðan til ráps
og leikja hér í borginni. Þær
eru heldur ekki fáar 14—15 ára
stúlkurnar sem slettast um
storkandi því fræðslukerfi, er
við höfum sett okkur, af því að
þær vita, að „pípið“ i körlun-
um og kerlingunum er aðeins
raus, sem engin leið er að
fylgja eftir.
Það var óskemmtilegt að
hafa fyrir framan sig 15 ára
snáða, sem kotroskinn til-
kynnti, að nú gæti hann af-
þakkað öll tilboð um hjálp, því
að vandi hans væri leystur:
„Því sjáðu, sko, sálfræðingur-
inn sagði, að ég væri eitthvað
hinsegin, því er eðlilegt að ég
sé svona. Svo sagði kellingin
þarna í Tja 'nargötunni, að það
væri bezt ég færi bara í annan
skóla. Líklega miklu betri kenn-
arar þar, maður.“ Vandamálið
var, að snáðinn réð ekki við
námsefnið til unglingaprófs,
hafði fallið. Hann á föður, sem
vinnur allan daginn úti, langt
frá heimili. Móður sinni hefir
hann týnt, hún hefur um ann-
að en hann að hugsa. Dreng-
urinn er því aleinn, eftirtektar-
laus. Það breyttist ekki, þó að
breytt væri um skólann. Niður-
staða: Jafnvel strákurinn hlær
að eftiröpun okkar á strúts-
háttum.
Opinber bægslagangur
Skilji nú enginn orð mín svo,
að ég sé að ásaka það fólk, sem
að þessum málum vann og
vinnur. Þess vandi er mikill.
Hversu vel sem það vill, þá
bindur áhugaleysi þitt og mitt
hendur þess. Hvar höfum við
búið því stað til að taka við
slíkum brotabörnum? Ég þekki
ekki slíka staði, hef þó leitað,
fundið aðeins eitt upptöku-
heimili fyrir drengi á landinu
öllu. Hundruð þúsunda króna
fara þó i æskulýðsmál. For-
svarsmenn halda því fram í op-
inberum málgögnum, að starf
þeirra sé geysiþróttmikið á
þessu sviði. Jú, það vantar ekki,
að mikill er bægslagangurinn,
en hann leysir ekki vandann. í
fyrsta stað kemur það, að þau
æskulýðsmál, sem hér eru rek-
in, eru flest nauðaómerkileg
sýndarmennska. Börn okkar
þarfnast annars meir en kapp-
hlaups við skemmtanaiðnað-
inn um tilboð um dráp á tima.
Þau vaxa ekki að þroska við
kapphlaup hins opinbera við
þá, sem telja það fullt starf að
pretta fjármuni af börnum.
Hallarnöfn breyta þar ekki
neinu. í sjálfu sér eru þessir
starfshættir ekkert undarlegir,
ef þú athugar, hvernig æsku-
lýðsráðin eru kosin. Þar gildir
ekki verðleikamat á mönnum,
heldur er þetta sýningarpallur
fyrir þjónustulipurð í pólitísk-
um flokkum. Það nægir ekki til
afsönnunar þessari fullyrðingu,
þó þú finnir þokkalega ein-
staklinga í ráðunum, ef þú get-
ur ekki bætt því við, að maður-
inn hafi reynslu og þekkingu á
vandamálinu sem um ræðir.
Þetta leiðir aftur af sér það, að
ráðsmönnunum okkar er mikill
vandi á höndum. Þeir reyna að
skreyta sig með erlendum til-
lögum eða þá dreifbýlisþekk-
ingu á vandamáli, sem er allt
annað en þeir ætla.
Ný vandamál
Við þurfum ekki að fara
mörg ár aftur í tímann til að
sjá, að hér stöndum við fyrir
framan nýtt vandamál. Vinna
og nám hélzt í hendur, hinir
eldri leiddu þá yngri, stóðu við
hlið þeirra, glimdu við gátur
lifsins með þeim. Verkin voru
þá einföld, það þurfti sáralítið
erfiði til að vera fær í flestan
sjó, slá, raka, gefa rollum,
hnýta öngul á færi, róa. Þetta
geta flestir lært. Flestir geta
líka lært að skrifa nafnið sitt,
og staut í lestri var fjöldanum
nóg. Nú eru kröfurnar allar
aðrar. Unglingapróf gerir kröfu
til þekkingar, sem jafnvel emb-
ættismenn kunnu ekki skil á
31