Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 60
Berrigan-brϚ-
urnir, Daniel og
Philip, banda-
rískir prestar,
rómversk-
kaþólskir, sem
fangelsaðir voru
fyrir baráttu
sína gegn
Víetnamstríðinu.
Samuel Beckett
kristnir menn koma saman í hans nafni.
Frá öndverðu hafa þeir gert það, fyrst
og fremst á upprisudegi Drottins síns,
fyrsta degi vikunnar, sunnudegi. Kirkjan
er ákveðið föruneyti í samfylgd hins upp-
risna. Vikuleg upprisuhátíð varð frá
byrjun sjálfsagður burðarþáttur i lifi
hennar. Þar lifðu kristnir menn páskana
æ að nýju. Þeir komu saman til þess að
hlusta hver með öðrum eftir rödd Krists
og glæða vitundina um nánd hans. Og
svo gengu þeir saman til borðs samkvæmt
því, sem hann hafði sjálfur fyrir mælt.
Hvergi verður það áþreifanlegra, að
Kristur hinn upprisni, Guðs eilífi sonur,
hefur helgað sér þessa jörð og vill láta
orð sitt, anda sinn, riki sitt verða likam-
legan veruleik í þessum heimi. Lífsins
brauð og bikar lífsins úr hendi hans, líf
hans sjálfs í skuggsjá og hjúpi jarðneskr-
ar fæðu, ríki upprisunnar seilist yfir
mærin og gerir mennskt duft að bústað
sínum — þetta er altarisgangan. Frá
borði Krists ganga menn út í hið daglega
líf í endurnýjaðri meðvitund þess, að þeir
eiga ekki sjálfir hugi sína og hendur,
heldur hann, og að það er frelsið að vinna
honum, þjóna honum. Og hvenær sem
kristinn söfnuður, stór eða smár, neytir
þeirra ávaxta akurmoldar og vínviðar,
sem Kristur hefur gert að líking þeirrar
staðreyndar, að hann „varð hold á jörð
og býr með oss“ og vill láta helgan vilja
sinn holdgast í lífi mannanna, þá lifir
hann jafnframt morgunskin þess dags,
þegar lífið af moldu vaxið er endurfætt
inn í ríki upprisunnar, þegar börn jarðar
sitja öll að sama borði sem systkin. Yfir
hverju altari kristinnar kirkju bjarmar
fyrir þeirri dögun.
Ég gat ekki neitað mér um að gripa hér
á fáeinum atriðum úr stafrófskveri krist-
ins barnalærdóms. Það heyrist oft, að
menn skilji ekki það mál, sem kirkjan
talar né neina hennar aðferð. Enginn
skilur neitt mál, ef hann kann ekki staf-
rófið eða leggur aldrei á sig að hlusta á
neitt, sem talað er. Kirkja, sem hlustar
sljó á raddir samtímans, bregzt hrapal-
lega. En kirkja, sem verður viðskila við
sitt eigið líf, hlustar hvorki né talar nein-
um til gagns. Tíðarandi, sem hefur enga
eirð til að líta við kirkjunni eða ljá henni
eyra, hefur veikar forsendur fyrir því að
dæma um hana. En sjálf má kirkjan
íhuga þær forsendur, sem tilvera hennar
byggist á. Það er alvörumál, ekki sízt fyrir
þjóðkirkju íslands.
Ytra skipulag kirkju og þjóðfélagsleg
staða eru minni háttar atriði, þótt þau
séu ekki einskis varðandi fremur en ann-
að, sem lýtur að umgjörðum lífsins. Þjóð-
kirkja eða ekki þjóðkirkja er engin
grundvallarspurning, ef með henni er átt
við tiltekin tengsl við ríkið. Kirkjan er
ekki ákveðinn trúarlegur þjóðbúningur,
þó að þjóðareinkenna gæti að sjálfsögðu
i trúarlífi. En að þvi leyti er hún alltaf
þjóðkirkja, að hún á erindi og köllun við
þjóðarheild. Hún er ekki send til einangr-
aðra einstaklinga. „Gjörið allar þjóðirnar
að lærisveinum", sagði Kristur við menn
sína. Og hann likti ríki sínu m. a. við
það súrdeig, sem sýrir allt mjölið. Kirkj-
an stefnir alltaf til áhrifa á þjóðlíf og
þjóðfélag.
Hvernig hún reynir eða megnar að
gegna þeirri köllun, er breytilegt eftir
aðstæðum. En riki getur aldrei verið
hlutlaust um hana. Ef það telur kristin-
dóm vera jákvætt afl i þjóðlifi, hlýtur
það að hvetja og styðja kristna kirkju til
starfa og áhrifa. Að öðrum kosti öfugt.
Öll form þarfnast endurskoðunar, ekki
sízt þau, sem hafa þúsund ára sögu að
baki sér. Ég sleppi þvi hér að ræða kosti
og galla þess skipulags, sem kirkjan býr
við hér á landi. Ég læt nægja að benda á
einn neikvæðan arf, sem löng fortíð hef-
ur skilað nútímanum: Kirkjan var sjálf-
sögð, tilvera hennar og boðskapur höfð-
aði ekki til persónulegrar aðildar eða
viðbragða hjá fjöldanum, menn voru
óvirkir meðlimir kristinnar kirkju á sama
hátt og þeir voru í mannfélaginu og
gengust þar undir skyldur og kvaðir án
þess að vera að neinu spurðir. Ég skal
síðastur manna viðurkenna, að trúarleg
einlægni og sannfæring hafi ekki verið
til, því það væri í fullri mótsögn við allt,
sem ég veit um veig og gildi þeirrar guð-
rækni, sem ég hef kynnzt hjá fulltrúum
gamla timans á íslandi. Trúariðkun var
venja að vísu, en jafnframt persónuleg
þörf, runnin af þeim rótum, sem mótuðu
allt viðhorf til lífsins. En hættan var
samt sú, að kristinn dómur væri öðrum
þræði félagslegur vani og jafnvel frem-
ur það en innri sannfæring, að kirkjan
væri svo samfléttuð félagslegum munstr-
um, að hún hyrfi meira eða minna inn
í þau og biði verulegan hnekki, þegar þau
breyttust eða hurfu.
56