Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 47
Þorbjörn Broddason: Sjónvarp og börn Hvernig yrði okkur við ef við værum beðin að sjá af 1—3 klukkutimum á nær hverjum degi það sem eftir væri ævinn- ar í athöfn, sem við hefðum ekki tekið þátt i áður? Hætt er við að flestir þættust sjá tor- merki á því að verða við slikri bón. Þó mun ekki fjarri sanni, að töluverður hluti fslendinga hafi gert þetta eftir tilkomu sjónvarpsins. Vitaskuld eru mjög mismikil brögð að því, hve mikið menn horfa á sjónvarp. Úrtaksathug- un, sem var gerð í nóvember 1970, leiddi i ljós að nálægt % hlutar íslendinga á aldrinum 14—79 ára horfðu eitthvað á sjónvarpið á hverjum sjón- dagblöð og sérstaklega kvik- myndir, hafa látið undan síga, en hljóðvarp og sjónvarp eru á stöðugri uppleið. Kvikmyndirn- ar liggja af augljósum ástæðum sérstaklega vel við höggi, þegar sjónvarpið kemur til skjalanna, þar sem óhagræðið af því að gera sér ferð úr húsi auk þess að eyða nokkurri fjárupphæð vegur ekki upp á móti þeim tæknilegu kostum, sem kvik- myndahúsið hefur fram yfir sjónvarpsviðtækið. Það má leiða líkur að því, að hlutverk kvikmyndahúsanna, að svo miklu leyti sem þau lifa af, verði að sjá fyrir „öðrum þörf- um“, þ. e. að kvikmyndin sjálf verði nánast aukaatriði, en unglingar t. d. noti staðinn sem eins konar „hlutlaust svæði“ til að hittast. Ýmsir, ekki sízt hér á landi, hafa látið í ljós áhyggjur af því, að sjón- varpið mundi ganga af menn- ingararfi okkar dauðum (þess- ar áhyggjur voru raunar sér- staklega bundnar Keflavíkur- sjónvarpinu, en liklega má telja að í hópi andstæðinga þess hafi dulizt nokkrir andstæðingar sjónvarps almennt). Óttazt var, að bóklestur mundi leggjast niður með öllu. Á mynd 2 er milli barna, sem bjuggu á sjón- varpssvæði, og barna, sem bjuggu á sjónvarpslausu svæði. Taflan hér að neðan sýnir hlutfallstölur þeirra barna i hverjum aldursflokki sem sögð- ust hafa lesið 3 bækur eða fleiri „síðustu 30 dagana" (skólabæk- ur eru undanskildar): Sjónvarpssvæði é .> £ « « a " § % « « « T, 'Z tL ® l £ X 3 <H II «H T3 U M C X <D c « w ® 3 bækur lesnar % % % % 10—12 ára dr. 40 50 45 52 10—12 ára st. 62 54 55 64 13—14 ára dr. 25 34 29 60 13—14 ára st. 43 40 53 57 Taflan sýnir, að hlutfall þeirra barna, sem hafa lesið 3 eða fleiri bækur, er i öllum til- vikum hæst meðal þeirra, sem hafa ekki aðgang að sjónvarpi. Munurinn er þó ekki stórkost- legur og raunar fullt eins at- hyglisverður milli aldursflokka og kynja. Aukin sjónvarpsnotkun bitn- ar fyrst og fremst á annarri frí- stundaiðju, eins og dæmin um kvikmyndasókn og bóklestur gefa vísbendingu um. Þegar frístundirnar hrökkva ekki til, verður að taka af vinnutima (heimavinnu fyrir skólann) eða svefntíma. Erlendar rannsókn- ir hafa ekki leitt í ljós teljandi áhrif sjónvarps til minnkunar á heimavinnu skólabarna.4) Aftur á móti eru rannsakendur almennt sammála um, að Ár Mynd 2 varpsdegi.1) Eins og mynd 1 sýnir var nokkur dagamunur á notkun sjónvarpsins, en hlut- fallið fór aldrei niður fyrir 50% þessa viku, og raunar aðeins einu sinni niður fyrir 60%. Út- breiðsla sjónvarpsins var ör á íslandi líkt og í öðrum löndum. Útsendingar íslenzka sjón- varpsins hefjast haustið 1963, en haustið 1970 eru 38.000 sjón- varpsviðtæki í landinu.2) Fjölg- unin spannar þó að sjálfsögðu miklu lengra tímabil, þar sem Keflavíkursjónvarpið var orðið áratugs gamalt þegar hið is- lenzka hóf sendingar. íslenzkar fjölmiðlarannsóknir eru skammt á veg komnar og heimildir eru því af skornum skammti um útbreiðslusögu fjölmiðla hér á landi. Meira er vitað um þau mál í ýmsum öðr- um löndum, og ég birti hér til hliðsjónar mynd 2, sem sýnir útbreiðsluferil 4 helztu fjöl- miðla í Bandaríkjunum síðan á miðri 19. öld.3) Myndin sýnir glögglega hversu eldri miðlar, ekki gerð grein fyrir útbreiðslu- ferli bóka. Ég gerði hins vegar athugun meðal íslenzkra barna á aldrinum 10—14 ára á árinu 1968. Ég spurði þau meðal ann- ars hversu margar bækur þau hefðu lesið undangenginn mán- uð. Nokkur munur kom í ljós háttatími skólabarna flytjist aftur um 10—20 mínútur til jafnaðar við tilkomu sjón- varpsins. Bæði áhyggjur af skaðvæn- legum áhrifum sjónvarps og vonir um gagnsemi þess hafa verið mjög bundnar við börn. Þetta er í hæsta máta eðlilegt, bæði vegna þess valdaráns sem sjónvarpið fremur gagnvart foreldrum á uppeldissviðinu og vegna þeirra miklu möguleika sem sjónvarpið virðist búa yfir til miðlunar á þekkingu. Von- irnar eru bundnar þessum miklu möguleikum, en áhyggj- urnar koma til þegar foreldr- arnir finna vanmátt sinn til að hafa áhrif á það uppeldisefni, sem þessi fjölmiðill flytur inn á heimilin. í áðurnefndri athugun gerði ég tilraun til að kanna sam- bandið milli sjónvarpsnotkunar og áhuga á öðrum löndum. Ég bað börnin að nefna það land, sem þau mundu helzt vilja flytjast til, ef þau yrðu af ein- hverjum ástæðum að flytjast af íslandi. Eitt, sem vekur athygli þegar svörin við þessari spurn- ingu eru skoðuð, er hve þröng- ur hópur landa það er, sem börnin velja: Danmörk..........21% Bretland 18% Noregur ........ 15% Bandaríkin.....14% Svíþjóð.......... 7% Önnur lönd.....25% Stærsti hluti hópsins „Önnur lönd“ eru Vestur-Evrópulönd önnur en þau, sem eru talin sér hér að ofan. Eitt einasta barn (af 600) valdi Austur- Evrópuland (Rússland), og aðr- ar heimsálfur (þar með talin t. d. Kanada og Ástralía) völdu aðeins um 5% samtals. Þess ber að geta að Ástralíuævintýrið var naumast hafið hér á landi þegar athugunin var gerð. Ég skipti börnunum í þrjá hópa, eftir því hve lengi þau höfðu haft sjónvarp á heimil- um sínum, og athugaði síðan landaval innan þessara hópa. Þau, sem höfðu haft sjónvarp „lengi“ á meðan Keflavíkur- sjónvarpið var eitt um hituna, nefndu oftast Bandaríkin og Bretland. Þau, sem höfðu haft sjónvarp stutt eða alls ekki á þeim tíma, nefndu oftast Dan- mörku og Bretland. Þau, sem bjuggu á sjónvarpslausa svæð- inu, nefndu Danmörku oftast. Þegar þessar niðurstöður eru túlkaðar, kemur ýmislegt fleira til en bein utanaðkomandi áhrif. Til dæmis kom í ljós, að þau, sem völdu Bandaríkin, nefndu búsetu vina og vanda- manna í landinu sem ástæðu oftar en þau, sem völdu eitt- hvert hinna landanna: Þessi ástæða var nefnd af 40% þeirra sem völdu Bandarikin, af 36% þeirra sem völdu Danmörku, 29% þeirra sem völdu Bretland, 28% þeirra sem völdu Noreg og 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.