Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 68
mýsnar? Það gera kettirnir. Og
hver elur bezt upp ketti, þann-
ig að þeir tímgast í þúsunda-
tali? Það gera piparmeyjarnar.
Þannig getur England þakkað
heilbrigða og þróttmikla íbúa
sína engum öðrum en pipar-
meyjunum.“
Theodore Hook (1788—
1841), enskur skáldsagnahöf-
undur og pólitískur ádeiluhöf-
undur, fékk dag nokkurn að
vita, að einn af pólitískum
andstæðingum hans hefði
gengið í hjónaband.
— Það gleður mig innilega
að heyra, sagði hann, en að
andartaki liðnu sá hann sig um
hönd: — Og þó! Hversvegna
ætti það að gleðja mig? Hann
hefur aldrei gert neitt veru-
lega á hluta minn.
Henrik Ibsen (1828—1906),
norska leikskáldið heimskunna,
dvaldist í Múnchen þegar bar-
áttan um hið svonefnda „nýja
leikform“ var í algleymingi.
Eitt kvöld var Ibsen boðið til
kappræðu við helzta formæl-
anda hins umrædda nýja
forms, Martin Greif, og fengu
báðir höfundarnir tækifæri til
að leggja fram og túlka eigin
sjónarmið varðandi leikritun.
Ibsen var æstur vegna skoð-
ana andstæðingsins, og á leið-
inni heim var hann enn að
fjargviðrast útaf þessu við
samferðamann sinn, Michael
Georg Conrad. Þegar þeir voru
komnir heim á dvalarstað Ib-
sens, héldu þeir samræðunni
áfram, og Ibsen sagði í reiði-
kasti:
— Hvað vill þessi Martin
Greif eiginlega? Hverskonar
leikrit eru það sem hann sem-
ur? Leikrit um fólk sem er
löngu dautt og grafið og sem
hann hefur aldrei þekkt! Er
hægt að skrifa um eitthvað sem
maður þekkir ekki? Hvað
koma þessar löngu liðnu per-
sónur Martin Greif við? Hann
ætti að geta látið þær í friði og
skrifað um þá sem lifa einsog
honum sýnist. Nú rýfur hann
grafarró látins fursta í Bæjara-
landi. Þegar hann er búinn
með það, kemur væntanlega
röðin að Hohenzollern. Því er
ekki að neita að nóg er til af
dauðum þjóðhöfðingjum.
Mannkynssagan er löng. En
það getur þó ekki verið verk-
efni leikskálda í nútíman-
um ....
Hér tók hinn kurteisi og
þolinmóði áheyrandi, Michael
Georg Conrad, framí fyrir
Ibsen:
— En kæri doktor Ibsen, þér
hafið sjálfur skrifað verk um
Catilinu.
— Það er allt annað mál,
hrópaði Ibsen. — í fyrsta lagi
var Catilina enginn kóngur,
heldur stjórnleysingi. í öðru
lagi var ég ekki leikritahöfund-
ur þá, heldur apótekari.
„Catilina“ er fyrsta leikrits-
tilraun apótekara. Hefur Greif
nokkurntíma verið apótekari?
Jakob I (1566—1625), kon-
ungur Englands frá 1603,
heimsótti einhverju sinni lít-
inn bæ útá landi, og var tekið
á móti honum af opinberri
móttökunefnd. Einn nefndar-
manna las langa og skrúð-
málga ræðu til kóngsins, þar
sem meðal annars var látin í
ljós von um, að konungur lifði
jafnlengi og sólin, tunglið og
stjörnurnar.
— Góði maður, greip kon-
ungur framí, ef ég ætti raun-
verulega að lifa svo lengi, þá
yrði sonur minn að stjórna
ríkinu við kertaljós.
Jerome K. Jerome (1859—
1927), enskt gamanskáld og m.
a. höfundur bókarinnar „Þrír
á báti“, var eitt sinn á ferða-
lagi um Bandaríkin og varð
þá að hlusta á það hundrað
þúsund sinnum, að Englend-
ingar gætu ekki í neinni grein
borið sig saman við Banda-
ríkjamenn að því er varðaði
stærð og magn. Smámsaman
varð hann bæði þreyttur og
gramur yfir þessu gorti og
sagði að lokum:
— Þið Bandaríkjamenn er-
uð sífellt að gorta af því, hve
stórt land ykkar sé. En ef Sviss
flettist út einsog Ameríka hef-
64