Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 49
Barnaverndarlögin frá 1966 LOG um vernd barna og ungmenna frá 30. apríl 1966 I. KAFLI Inngangur. x. er. Vernd barna o:: ungmenna tekur yfir þessi verkefni og úrrœði: 1. Almennt eftirlit með aðbúð og uppeldi á heimili. 2. Eftirlit með hegðun og háttsemi utan heimilis. 3. Ráðstöfun í vist, í fóstur, til kjörforeldra eða á sérstakar uppeldisstofnanir. 4. Eftirlit með uppeldisstofnunum, svo sem barnaheimilum, vöggustofum, dagheimil- um, leikskólum, gæzluleikvöllum, sumardvalarheimilum, fávitahælum fyrir börn og ungmcnni o. s. frv., sé eftirlitið ekki falið öðrum samkvæmt sérstökum lögum. 4. Eftirlit með börnum og ungmennum, sem eru líkamlega eða andlega miður sín, einkum þeim, sem eru blind, málhölt, fötluð eða fávita. 6. Eftirlit með börnum og ungmennum, sem eru siðferðilega miður sín, hafa framið afbrot eða eru á annan hátt á glapstigum. 7. Vinnuvernd. 8. Eftirlit með skemmtunum. Með börnum er samkvæmt lögum þessum átt við einstaklinga innan 16 ára aldurs, en ungmenni eru unglingar á aldursskeiði 16—18 ára. 2. gr. Starf til verndar börnum og ungmennum rækja samkvæmt lögum þessum: barna- verndarnefndir og barnaverndarráð. Menntamálaráðuneytið hefur yfirstjórn barna- verndarmála. Barnaverndarnefndir og barnaverndarráð skulu setja fram tillögur og ábendingar um úrræði, sem stuðla að því að búa börnum og ungmennum góð uppeldisskilyrði, svo og að benda á félagsleg atriði, sem eru andstæð því uppeldistakmarki. Barnaverndarnefndir og barnaverndarráð skulu leita samvinnu við forráðamenn skóla, heilsugæzlu og félagsmála og aðra þá, sem fjalla um málefni barna og ung- menna. 3. gr. Barnaverndarnefndarmenn og barnaverndarráðsmenn, fulltrúar þessara aðilja og annað starfslið á vegum þeirra eru opinberir starfsmenn og hljóta þá vernd, sem slíkum mönnum er tryggð, og bera skyldur samkvæmt því. Ber þeim að sýna börnum og ungmennum, er þeir f jalla um mál þeirra, alla nærgætni og mega ekki skýra óvið- komandi mönnum frá því, sem þeir verða vísir í starfa sínum um einkamál manna og heimilisháttu. II. KAFLI Um barnaverndarnefndir. 4. gr. Barnaverndarnefnd skal vera í hverjum kaupstað og í hverjum hreppi landsins. Heimilt er þó að hafa sameiginlegar barnaverndarnefndir fyrir fleiri en einn hrepp, séu þeir mjög fámennir. 5. gr. Barnaverndarnefnd hefur eftirlit með uppeldi og hegðun barna til 16 ára aldurs, svo og ungmenna, ef þau eru líkamlega, andlega eða siðferðilega miður sín, og þá allt að 18 ára aldri. 6. gr. Bæjarstjórn (borgarstjórn) í kaupstað kýs barnaverndarnefnd, í Reykjavík 7 manna, í öðrum kaupstöðum 5 manna. Barnaverndarnefnd utan kaupstaða (sbr. 4. gr.) skal skipuð 3 mönnum og valin af hreppsnefnd eða hreppsnefndum (sbr. 4. gr.). Skulu nefndarmenn vera kunnir að grandvarleik og bera sem bezt skyn á mál þau, sem barnaverndarnefnd fjallar um. Um kjörgengi í barnaverndarnefnd fer eftir sömu reglum og um kjörgengi í sveit- arstjórn, sbr. 1. nr. 58 29. marz 1961, 19., sbr. 18. gr., og um þá kosningu fer eftir 37. gr. sömu laga eftir því sem við á, sbr. þó 8. gr. 1. málsgr. hér á eftir. Barnaverndarnefnd skal að jafnaði skipuð bæði konum og körlum. Kjósa skal með sama hætti jafnmarga varamenn í barnaverndarnefnd. í kaupstöðum skal lcitazt við að kjósa lögfræðing í barnaverndarnefnd, þar sem slíks er kostur. 7. gr. Kjörtími barnavcrndarnefndar er hinn sami og bæjarstjórnar. Fyrsta kosning samkv. lögum þcssum gildir þó einungis, þangað til bæjarstjórnarkosningar fara næst fram. Barnaverndarnefnd gegnir störfum, þar til ný nefnd hefur verið kosin. Kjörtími barnaverndarnefndar er hinn sami og sveitarstjórnar, er kýs hana, þó svo að barnaverndarnefnd gegni störfum, unz ný nefnd hefur verið kosin, sbr. einnig 61. gr. Oddvitar (sveitarstjórar) og bæjarstjórar (borgarstjóri) skulu þegar eftir að kosn- ing barnavcrndarnefndar hefur farið fram skýra menntamálaráðuneytinu frá skipun nefndar. 8. gr. Það er borgaraskylda að taka kosningu í barnaverndarnefnd. Þó geta skorazt und- an kosningu þeir, er átt hafa sæti í nefnd allt síðasta kjörtímabil. Maður eldri en 60 ára getur skorazt undan kosningu fyrir fullt og allt. Bæjarstjórnir (bæjarráð) og hreppsnefndir ákveða þóknun nefndarmanna, enda greiðist kostnaður af nefndarstörfum úr sveitarsjóði, þar með talin laun starfsfólks og önnur útgjöld við störf nefndarinnar. 9. gr. Barnaverndarnefndarmenn skipta með sér störfum og kjósa formann, varafor- mann og ritara. Ritari heldur nákvæma fundarbók um störf nefndar og sendir barnaverndarráði skýrslu um þau fyrir apríllok ár hvert. 10. gr. Barnaverndarnefnd skal, að fenginni heimild sveitarstjórnar, ráða eftir þörfum sérhæft starfslið, er annist dagleg störf í umboði hennar, svo og annað starfsfólk. Barnavcrndarráð skal beita sér fyrir athugun á því, hvort kleift sé að ráða sérhæfða starfsmenn, er séu til ráðuneytis barnaverndarnefndum innan tiltekinna umdæma, t. d. fjórðunga eða smærri umdæma. 11. gr. Um störf og starfsháttu fer að öðru leyti eftir IV. kafla þessara laga. III. KAFLI Um barnaverndarráð. 12. gr. Ráðherra skipar fimm manna barnaverndarráð til 4 ára í senn. Skal það hafa aðsetur í Reykjavík. Formaður ráðsins skal vera embættisgengur lögfræðingur. Ráðherra skipar á sama hátt jafnmarga varamenn. Barnaverndarráðsmaður má ekki veita forstöðu uppeldisstofnun samkvæmt lögum þessum. Gerðir ráðsins skulu skráðar í fundabók. Barnaverndarráð skal ráða í þjónustu sína sérfróðan mann um uppeldismál, er annist framkvæmdir og eftirlit á vegum þess, enn fremur annað starfsfólk við hæfi. Ráðherra ákveður laun barnaverndarráðsmanna, og greiðast þau úr ríkissjóði ásamt öðrum kostnaði við ráðið. Um störf og starfsháttu barnaverndarráðs fer eftir V. kafla þessara laga. IV. KAFLI Um störf og: starfsháttu barnaverndarnefndar. 13. gr. Barnaverndarnefnd er ályktunarfær, þegar fullur helmingur nefndarmanna situr fund, enda sé formaður eða varaformaður á fundi. Nú á embættisgengur lögfræðingur ekki sæti í nefndinni, og skal héraðsdómari (í Reykjavík borgardómari) þá taka sæti í nefndinni sem meðlimur hennar með fullum réttindum og skyldum, ef fjalla á um töku barns af heimili, sviptingu for- eldravalds, kröfu um, að barn skuli flutt frá fósturforeldrum, eða kröfu um, að felld- ur sé niður úrskurður um töku barns af heimili eða sviptingu foreldravalds. Ályktan- ir um þessi málefni fá ekki gildi, nema 2 fundarmenn hið fæsta af 3, 3 af 4, 4 af 5 eða 6, 5 af 7 og 6 af 8 gjaldi þeim jákvæði. Nú hamlar nauðsyn barnaverndarnefndarmanni fundarsókn, og skal hann þá gera formanni viðvart með fyrirvara, ef unnt er. Boðar þá formaður varamann í hans stað. 14. gr. Um vanhæfni nefndarmanna til meðferðar einstakra mála gilda ákvæði 36. gr. laga nr. 85/1936, eftir því sem við getur átt. Ollum meiri háttar málum, er varða ráðstafanir gagnvart börnum eða forráða- mönnum þeirra^ skal ráðið til lykta með úrskurði. Úrskurður skal vera skriflegur og rökstuddur. Úrskurð skal tilkynna með ábyrgðarbréfi eða á annan jafntryggilegan hátt, og skal vekja athygli á, að heimild sé til málskots, sbr. 56. gr., ef því er að skipta. Um starfsháttu barnaverndarnefnda, þ. á m. um boðun funda, bókun fundargerða og boðun varamanna, skulu sett nánari ákvæði í reglugerð, er menntamálaráðherra setur. I reglugerð má einnig kveða á um verkaskiptingu innan hinna fjölmennari nefnda svo og um starfsmenn og ráðunauta barnaverndarnefnda. 15. gr. Ef bráðan bug þarf að vinda að ráðstöfun, sem ber undir barnaverndarnefnd, getur formaður — eða fulltrúi í umboði hans — framkvæmt hana, en leggja skal málið til fullnaðarákvörðunar fyrir barnaverndarnefnd svo fljótt sem kostur er. 16. gr. Við úrlausn barnaverndarmáls skal kosta kapps um að afla sem gleggstra upplýs- inga um hagi barna eða ungmenna, sem í hlut eiga, tengsl þeirra við foreldra eða aðra forráðamenn og aðbúð þeirra á heimili, skólagöngu þeirra og hegðun á heimili og utan þess, svo og andlegt og líkamlegt ásigkomulag þeirra. Skal leita aðstoðar sérfræðinga, eftir því sem þörf krefur. Um öflun upplýsinga utan umdæmis nefndar gilda ákvæði 17. gr. Barnaverndarnefnd eða þeim barnaverndarnefndarmönnum, fulltrúa nefndarinnar, starfsmönnum hennar eða öðrum, sem hún kann að fela það sérstaklega, er heimilt að fara á einkaheimili og barnaheimili til rannsóknar á högum barns og ungmennis, taka skýrslur af foreldrum eða forráðamönnum þess og kveðja fyrir sig til yfir- heyrslu hvern þann í umdæmi hennar, er um kann að bera. Svo getur hún og krafizt vitnaleiðslu fyrir dómi til skýringar máli. Þegar barnaverndarnefnd leysir úr máli, skal jafnan það ráð upp taka, sem ætla má að barni eða ungmcnni sé fyrir beztu. Nefndinni ber jöfnum höndum að hafa hliðsjón af því, hvort dvöl barns á heimili kunni að hafa skaðlegar afleiðingar fyrir önnur börn, sem þar vistast. Enn fremur ber að forðast að sundra systkinahópi. 17. gr. Barnavcrndarnefnd, þar sem barn er dvalfast, á úrlausn um málefni þess, sbr. þó 37. gr. 3. málsgr. Nú flyzt barn úr umdæmi nefndar, eftir að nefnd hefur tekið mál til meðferðar, og skal barnaverndarnefnd á hinu nýja heimili barnsins fjalla til fullnaðar um málið, en barnaverndarráð getur þó ákveðið, að nefnd sú, sem fyrst fjallaði um málið, ráði því til lykta. Barnaverndarnefndir skulu veita hver annarri atbeina til skýringar málum og í framkvæmd hvers konar barnaverndarráðstafana. 18. gr. Ef opinber starfsmaður verður í starfa sínum var við misfellur á uppeldi og aðbúð barna eða ungmcnna, er honum skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. Sérstak- lega er kennurum, prestum, læknum, ljósmæðrum, hjúkrunarkonum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum og þcim, sem fara með framfærslumál, skylt að fylgjast eftir föng- um með hegðun og uppeldi barna og ungmenna og hafa náið samstarf við barna- verndarnefnd. Um tilkynningarskyldu annarra manna fer svo sem segir í 48. gr. 19. gr. Skylt er löggæzlumanni að aðstoða barnaverndarnefndir og gera þeim viðvart, ef hann verður þess vís, að ábótavant sé framferði, uppeldi eða aðbúð barns eða ung- mennis. Ef brot eru framin, sem börn eða ungmenni innan 18 ára eru viðriðin, ber lög- gæzlumanni og dómara þegar í stað að tilkynna það barnaverndarnefnd og veita henni þess kost að fylgjast með rannsókn máls og láta nefndarmenn, fulltrúa eða annan starfsmann vera viðstaddan yfirheyrslu. Getur dómari krafizt þess, ef honum þykir þörf. 20. gr. Áður en meiri háttar barnaverndarmáli, sbr. 13. gr., er ráðið til lykta, ber að veita foreldrum eða öðrum forráðamönnum barns kost á að tjá sig um málið, munn- lega eða skriflega, þ. á m. með liðsinni lögmanna, ef því er að skipta. Að jafnaði ber að veita barni eða ungmenni kost á að koma á fund barnaverndarnefndar, þegar svo stendur á. 21. gr. Barnaverndarnefnd skal fylgjast sem bezt með framferði, uppeldi og aðbúð barna og ungmenna í umdæmi sínu og hafa stöðugt samband við aðra þá aðila, sem stöðu sinnar vegna öðlast vitneskju um þessi efni. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.