Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 67

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 67
— Og hvar eru Egyptarnir? — Þeir drukknuðu allir. Hogarth hafði málað andlits- mynd af aðalsmanni, sem var svo lík fyrirmyndinni, að aðalsmaðurinn var sárlega móðgaður og neitaði að taka við eða greiða málverkið. Þá sagði Iíogarth: — Ef þér hafið ekki látið sækja málverkið innan þriggja daga, þá mála ég á það skott og læt selja það undir heitinu „Hærða manndýrið“. Daginn eftir var myndin borguð, sótt og — eyðilögð. Oliver Wendell Ilolmes (1841 —1935), hinn nafntogaði bandaríski lögfræðingur og hæstaréttardómari, var eitt sinn þegar hann var á áttug- asta og sjötta aldursári á gangi niðureftir Pennsylvania Ave- nue ásamt yngri starfsbróður sínum og var djúpt sokkinn í samræður. Skyndilega stanz- aði öldungurinn í miðri setn- ingu og starði orðlaus á gull- fallega unga stúlku sem var að ganga yfir götuna. — Æ, bara að maður væri nú orðinn áttræður aftur, muldraði hann og varp önd- inni. Formaður í einhverju félagi sneri sér til Holmes og spurði, um hvaða efni gamli maður- inn kynni að geta hugsað sér að tala í félagi hans og hvaða borgun hann mundi fara framá. — Ráði ég sjálfur efninu, sagði Holmes, — tek ég 150 dollara, en velji félagið það, tek ég 250 dollara; í báðum til- vikum verður um sama fyrir- lestur að ræða. Þegar Holmes var kominn yfir nírætt, lækkaði Banda- ríkjaþing — af einhverjum flokkspólitískum ástæðum — eftirlaun gamla mannsins. I þessu sambandi skrifaði Hol- mes vini sínum bréf: „Ég hef ævinlega verið spar- samur maður, og af þeim sök- um mun lækkunin, sem sam- þykkt var, ekki snerta mig. En mér gremst eigi að síður, að nú get ég ekki lengur lagt jafn- mikið fyrir til elliáranna.“ David Hume (1711—1776), enski heimspekingurinn, hafði um 1000 sterlingspunda árs- tekjur, að nokkru leyti í eftir- laun og að nokkru fyrir vís- indastörf sín. Hann var oft- sinnis hvattur og jafnvel var hans freistað til að halda áfram með hina stóru Eng- landssögu sína, þannig að hún næði framtil samtímans. En Hume afsakaði sig stöðugt með eftirfarandi hætti: — Tilboð yðar er ákaflega skjallandi og freistandi, en ég get fært fram fjórar röksemdir fyrir því að skrifa ekki meira: 1) ég er of gamall, 2) of feitur, 3) of latur og 4) of ríkur! Dag nokkurn, þegar Hume var á leið yfir Ermarsund, skall á mikið óveður. Hefðarfrú ein, lafði Wallace, leitaði huggun- ar lijá heimspekingnum, sem lýsti því yfir áhyggjulaus, að brátt yrðu þau bæði tvö fiski- fæða. — Og hvort okkar verður þá étið fyrst? spurði lafði Wallace. — Atvöglin munu háma mig í sig, en sælkerarnir munu sjá u m yður. Thomas Huxley (1825— 1895), enski náttúruvísinda- maðurinn sem var samstarfs- maður Darwins og eldheitur varnarmaður framþróunar- kenningarinnar, kom fram með þá óvæntu kenningu, að Eng- land gæti þakkað piparmeyj- um fyrir sína heilbrigðu og þróttmiklu íbúa. Röksemda- færsla hans var svona: „Enska þjóðin sækir þrótt sinn í kjötið af hinum frábæra nautpeningi landsins. En gæði nautpeningsins velta á því, að hann sé fóðraðnr með rauð- smára. Rauðsmárinn getur hinsvegar því aðeins dafnað, að býflugurnar stundi sína ó- þreytandi iðju scm postillons d’amour (boðberar ástarinn- ar). En því miður sitja haga- mýsnar um líf býflugnanna. Og hver er það sem étur haga- sunna 1 ferðaskrifstofa bankastræti7 símar 16400 12070 i j Q Almenn travel ferðaþjónusta FeríSaþjónusta Sunnu um allan heim fyrir hópfa, fyrirtaeki og einstaklinga er viðurkennd af þeim fjö|mörgu er reyr.t hafo. Reynið Telex ferðoþjónustu okkar. Aldrei dýrori en oft ódýrari en annars stoðor:_______________ sunnal __________________ ierdirnar sem íólkid velnr Utanlandsferðir með íslenzkum fararstjórum 1972 1. Mallorca/London 19 dagar. Brottför hálfsmánaðar- lega frá 29. marz. Verð frá kr. 11.800,00 Mallorca 3 vikur, ágúst og september. 2. Kaupmannahöfn 8 til 28 dagar. Brottför vikulega frá 29. júní — 21. sept. Verð frá kr. 9.950,00. 3. París, Sviss, Rínarlönd. Brottför 29. ágúst. 16 dagar. 4. Norðurlandaferð, Kaupmannahöfn/Rínarlönd, Kaupmannahöfn - Róm - Sorrento, 2—3 vikur, — júní, júlí, ágúst. Verð frá kr. 22.500,00. 5. Sigling með glæsilegu skemmtiferðaskipi í gríska hafinu. Brottför 7. sept. Verð frá kr. 34.700,00. 6. Austurlönd fjær. Brottför 27. október. Verð kr. 67.600,00. FJÖLDI ANNARRA UTANLANDSFERÐA. SkrifiS eða hringið og biðjið um ferðaáætlun. ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 Einstaklingsferðir .Höfum ó boðstólum og skipuleggjum einstoklingsferðir um ojlan heim. Reynið Telex ferðaþjónustu okkar. örugg ferðaþjónusta: Aldrei dýrari enoft ódýrari en annars staðar ferðirnar sem fólkið velur 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.