Samvinnan - 01.02.1972, Page 67

Samvinnan - 01.02.1972, Page 67
— Og hvar eru Egyptarnir? — Þeir drukknuðu allir. Hogarth hafði málað andlits- mynd af aðalsmanni, sem var svo lík fyrirmyndinni, að aðalsmaðurinn var sárlega móðgaður og neitaði að taka við eða greiða málverkið. Þá sagði Iíogarth: — Ef þér hafið ekki látið sækja málverkið innan þriggja daga, þá mála ég á það skott og læt selja það undir heitinu „Hærða manndýrið“. Daginn eftir var myndin borguð, sótt og — eyðilögð. Oliver Wendell Ilolmes (1841 —1935), hinn nafntogaði bandaríski lögfræðingur og hæstaréttardómari, var eitt sinn þegar hann var á áttug- asta og sjötta aldursári á gangi niðureftir Pennsylvania Ave- nue ásamt yngri starfsbróður sínum og var djúpt sokkinn í samræður. Skyndilega stanz- aði öldungurinn í miðri setn- ingu og starði orðlaus á gull- fallega unga stúlku sem var að ganga yfir götuna. — Æ, bara að maður væri nú orðinn áttræður aftur, muldraði hann og varp önd- inni. Formaður í einhverju félagi sneri sér til Holmes og spurði, um hvaða efni gamli maður- inn kynni að geta hugsað sér að tala í félagi hans og hvaða borgun hann mundi fara framá. — Ráði ég sjálfur efninu, sagði Holmes, — tek ég 150 dollara, en velji félagið það, tek ég 250 dollara; í báðum til- vikum verður um sama fyrir- lestur að ræða. Þegar Holmes var kominn yfir nírætt, lækkaði Banda- ríkjaþing — af einhverjum flokkspólitískum ástæðum — eftirlaun gamla mannsins. I þessu sambandi skrifaði Hol- mes vini sínum bréf: „Ég hef ævinlega verið spar- samur maður, og af þeim sök- um mun lækkunin, sem sam- þykkt var, ekki snerta mig. En mér gremst eigi að síður, að nú get ég ekki lengur lagt jafn- mikið fyrir til elliáranna.“ David Hume (1711—1776), enski heimspekingurinn, hafði um 1000 sterlingspunda árs- tekjur, að nokkru leyti í eftir- laun og að nokkru fyrir vís- indastörf sín. Hann var oft- sinnis hvattur og jafnvel var hans freistað til að halda áfram með hina stóru Eng- landssögu sína, þannig að hún næði framtil samtímans. En Hume afsakaði sig stöðugt með eftirfarandi hætti: — Tilboð yðar er ákaflega skjallandi og freistandi, en ég get fært fram fjórar röksemdir fyrir því að skrifa ekki meira: 1) ég er of gamall, 2) of feitur, 3) of latur og 4) of ríkur! Dag nokkurn, þegar Hume var á leið yfir Ermarsund, skall á mikið óveður. Hefðarfrú ein, lafði Wallace, leitaði huggun- ar lijá heimspekingnum, sem lýsti því yfir áhyggjulaus, að brátt yrðu þau bæði tvö fiski- fæða. — Og hvort okkar verður þá étið fyrst? spurði lafði Wallace. — Atvöglin munu háma mig í sig, en sælkerarnir munu sjá u m yður. Thomas Huxley (1825— 1895), enski náttúruvísinda- maðurinn sem var samstarfs- maður Darwins og eldheitur varnarmaður framþróunar- kenningarinnar, kom fram með þá óvæntu kenningu, að Eng- land gæti þakkað piparmeyj- um fyrir sína heilbrigðu og þróttmiklu íbúa. Röksemda- færsla hans var svona: „Enska þjóðin sækir þrótt sinn í kjötið af hinum frábæra nautpeningi landsins. En gæði nautpeningsins velta á því, að hann sé fóðraðnr með rauð- smára. Rauðsmárinn getur hinsvegar því aðeins dafnað, að býflugurnar stundi sína ó- þreytandi iðju scm postillons d’amour (boðberar ástarinn- ar). En því miður sitja haga- mýsnar um líf býflugnanna. Og hver er það sem étur haga- sunna 1 ferðaskrifstofa bankastræti7 símar 16400 12070 i j Q Almenn travel ferðaþjónusta FeríSaþjónusta Sunnu um allan heim fyrir hópfa, fyrirtaeki og einstaklinga er viðurkennd af þeim fjö|mörgu er reyr.t hafo. Reynið Telex ferðoþjónustu okkar. Aldrei dýrori en oft ódýrari en annars stoðor:_______________ sunnal __________________ ierdirnar sem íólkid velnr Utanlandsferðir með íslenzkum fararstjórum 1972 1. Mallorca/London 19 dagar. Brottför hálfsmánaðar- lega frá 29. marz. Verð frá kr. 11.800,00 Mallorca 3 vikur, ágúst og september. 2. Kaupmannahöfn 8 til 28 dagar. Brottför vikulega frá 29. júní — 21. sept. Verð frá kr. 9.950,00. 3. París, Sviss, Rínarlönd. Brottför 29. ágúst. 16 dagar. 4. Norðurlandaferð, Kaupmannahöfn/Rínarlönd, Kaupmannahöfn - Róm - Sorrento, 2—3 vikur, — júní, júlí, ágúst. Verð frá kr. 22.500,00. 5. Sigling með glæsilegu skemmtiferðaskipi í gríska hafinu. Brottför 7. sept. Verð frá kr. 34.700,00. 6. Austurlönd fjær. Brottför 27. október. Verð kr. 67.600,00. FJÖLDI ANNARRA UTANLANDSFERÐA. SkrifiS eða hringið og biðjið um ferðaáætlun. ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 Einstaklingsferðir .Höfum ó boðstólum og skipuleggjum einstoklingsferðir um ojlan heim. Reynið Telex ferðaþjónustu okkar. örugg ferðaþjónusta: Aldrei dýrari enoft ódýrari en annars staðar ferðirnar sem fólkið velur 63

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.