Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 44
hættu. — Flestu heilbrigðu fólki er ásköpuð þörf fyrir að vernda og hlúa að afkvæmi sínu og forða því frá sjúkdóm- um og öðrum misfellum i líf- inu. Matvælaframleiðendur víða um heim ákalla sektar- kennd mæðra ef þær þrjózkast við að gefa ungviðinu þennan vísindalega samsetta barna- mat, sem ekkert jafnast á við. Hvaða móðir getur lifað með slíka sektarkennd að ala barn- ið á annars flokks fæðu, sem á annað borð vill því vel? Sama má segja um fleiri vörutegund- ir ætlaðar börnum. í nútíma- þjóðfélagi allsnægta og efnis- legra gæða hefur eignarþörfin dafnað vel og dyggilega. Þörf einstaklingsins fyrir að geta eignazt sem allra mest má segja að sé nokkurskonar upDistaða neyzlusamfélagsins. Framleið- endum e: ekki ókunnugt um þennan veikleika mannskepn- unnar og kunna þvi að snúa snældunni til að koma fram- leiðslunni út. Væri þessi þörf ekki jafnalmenn og útbreidd og raun ber vitni, myndu fyrir- tækin varla skila miklum arði. Að sjálfsögðu er eignarþörfin ekki ásköpuð einstaklingnum, heldur tilbúin af öðrum í þess- um ákveðna tilgangi. Auglýsingaáróðurinn höfðar því til þarfa einstaklingsins til að upphefja sig í samfélaginu og vera ekki minni en aðrir, helzt meiri. Honum er talin trú um, að lííið verði honum marg- falt ánægjulegra og frami hans skjótari, ef hann klæðist föt- um með ákveðnu sniði eða reyki sérstaka tegund vindl- inga, aki í nýjustu gerð bif- reiða, svo dæmi séu nefnd. Hann á að eyða sumarleyfi sínu á vissum stöðum, og ótal margt fleira verður einstaklingurinn að gera til að teljast gjaldgeng- ur á markaðstorgi samfélags- ins. Staðreynd er að ungir sem aldnir falla unnvörpum fyrir áróðri af þessu tagi. Frá sál- fræðilegu sjónarmiði er skýr- ingin að einhverju leyti fólgin í dulinni vanmáttarkennd. Ein- staklingnum finnst staða sín ótrygg og reynir að styrkja hana með hlutum, sem honum er innprentað að séu eftirsókn- arverðir og muni afla honum álits og viðurkenningar frá öðrum. Þannig hefur tekizt að gera einstaklinginn háðan hin- um efnislegu hlutum, vegna þess að þeir eru honum (og um leið öðrum) tákn um stöðu hans í samfélaginu. Ótti og hatur Eftir er að drepa á áróður, sem einkum er ætlað að skír- skota til tilfinninganna. Vita- skuld fléttast tilfinningarnar inn i viðbrögð einstaklingsins, þótt höfðað sé til annarra sál- rænna eiginleika, en hér er átt við hið ráðandi afl sem stjórn- ar viðbrögðunum fremur en annað. Ein eðlislæg tilfinning mannsins er óttinn. Naumast þarf að fjölyrða um hversu langt er hægt að ganga í sefj- un með því að ákalla þessa til- finningu. Þessu vopni hefur verið beitt vægðarlaust á ýms- um sviðum og er gert enn. í trúmálum var þetta ríkur þátt- ur, samanber óttann við eilífa útskúfun og refsingu, ef breytn- in var ekki samkvæmt kenn- ingunni. Stjórnmálaleiðtogar víða um heim notfæra sér þessa aðferð til að styrkja sig í sessi. Ósjaldan er reynt að höfða til óttans með því að halda skoð- unum að fólki um aðsteðjandi hættu, t. d. að rikinu sé hætta búin vegna óvina, sem vilji ná völdum og yfirráðum, eða á- herzla er lögð á önnur atriði, sem jafnframt því að vera óttavekjandi ógna öryggi ein- staklingsins. Þetta er gert í þeim tilgangi að fá fólk til að þjappa sér meira saman um þá stefnu, sem boðuð er. Á sama hátt og hægt er að skapa þarfir er einnig hægt að skapa vissar tegundir tilfinn- inga, ef „rétt er að farið“. Eitt áþreifanlegasta og jafnframt ægilegasta dæmi um slíkt er áróður nazistanna í síðari heimsstvrjöld varðandi gyð- ingaofsóknir. Með þrotlausum áróðri tókst að skapa slíkt botnlaust hatur, að heil þjóð lét sefjast til að framkvæma ódæðisverk, sem vart á sér samanburð í mannkynssögunni. En sefjun af svipuðum toga á sér enn stað víða í veröldinni, aðeins í annarri mynd. Fólki er sumsstaðar beinlínis kennt að líta á annað fólk sem óvini. Dæmin eru óteljandi úr hvaða heimshlutum sem vera skal. Önnur tilfinning, sem unnt er að skapa og fer oft samhliða hatrinu, er ættjarðarástin. Oft er einmitt jafnframt höfðað til þessarar tilfinningar og reynt að magna hana á alla lund. Víða virðist tiltölulega auðvelt að sefja fólk til að líta á það sem eina af hinum göfugustu hugsjónum að leggja allt í söl- urnar fyrir fósturjörðina, jafn- vel berjast til síðasta blóð- dropa. Þessi dæmi verða látin nægja, þótt hægt væri að tína til fjölmörg í viðbót. Vitnað í Fromm Sem einskonar undirstrikun á það sem nú hefur verið sagt um áróður og sefjun langar mig að vitna í bókina „Escape from Freedom", sem félagsfræðing- urinn Erich Fromm ritaði fyrir fáum árum. Þar segir: „f nútíma verzlunar- og við- skiptalífi höfðar auglýsinga- áróðurinn meira eða minna til tilfinninga, en ekki skynsemi. Þessi tækni er af sama toga og dásefjun, þar sem reynt er að ná valdi yfir einstaklingnum með skírskotun til tilfinninga hans. Áhrifin segja til sín, þeg- ar skynsemi hans og sjálfstæð hugsun þokar fyrir ofurmætti og þrýstingi áróðursins. Aug- lýsingamáti af þessu tagi beitir ýmsum brögðum til að ná markmiði sínu, m. a. síendur- teknum slagorðum, notkun á frægum persónum sem almenn- ingur dýrkar á hverjum tíma, hagnýtingu á kvenlegum kyn- þokka. Með fjölmiðlana sem hjálpartæki hefur árangurinn verið ótrúlegur. Á lævísan hátt er ýtt undir ýmiskonar draum- óra neytandans; hann er full- vissaður um að hamingjan sé á næsta leiti og öll vandamál úr sögunni, kaupi hann á- kveðna vörutegund; en þetta getur einnig átt við ferðalög, tryggingar, happdrætti og margt fleira. Allt auglýsinga- skrum af þessu tagi segir lítið sem ekkert um raunverulegt notagildi og gæði, þaðan af síð- ur verðleika. Tilgangurinn er að sljóvga heilbrigða dóm- greind neytandans og sjálf- stæða gagnrýni á svipaðan hátt og gerist í sefjun eða við lang- varandi eiturlyfjanotkun." Á öðrum stað í sömu bók ritar Fromm ennfremur: „Stjórn- málaáróður er í eðli sínu hlið- stæður skrumauglýsingum varðandi áhrifin á einstakling- inn. í báðum tilvikum er leitazt við á markvissan hátt að lokka hann til fylgis með látlausri mötun sömu atriða, sem sjaldn- ast eiga sér stoð í raunveru- leikanum. Það má teljast til undantekninga, ef pólitískur áróður er settur fram á þann hátt, að hann ýti undir sjálf- stæða gagnrýni kjósandans og skoðanamyndun byggða á hans eigin dómgreind og mati. And- spænis risaveldi stjórnmála- flokkanna og hinu öfluga áróð- urskerfi getur hinn einstaki kjósandi vart komizt hjá því að finna til smæðar sinnar og vanmáttar. Tilraunir hans til að komast að sannleikanum renna út í sandinn, og með uppgjöf sinni lætur hann í raun og veru aðra um að taka ákvarðanirnar. Eitt af tæknibrögðum áróð- ursins, hvort heldur er á sviði stjórnmála eða viðskipta, er að undirstrika aldrei ljóslega veik- leika einstaklingsins. Þvert á móti er reynt á ísmeygilegan hátt að dylja áróðurinn með fagurgala og smjaðri fyrir per- sónufrelsi einstaklingsins og yfirlýsingum um að það sé á valdi hans eins að velja og hafna að eigin ósk. Þetta á að draga úr tortryggni og andúð og gabba hann til að trúa því, að ákvarðanir taki hann sjálf- ur á eigin spýtur.“ Niðurstöður Fromms eru á þá lund, að skefjalaus áróður nú- tímasamfélags bæli niður hæfi- leikann til sjálfstæðrar hugs- unar og skoðanamyndunar. Slíkt er hættulegra lýðræðinu en opinskáar umræður og gagnrýni. Hann telur einnig, að hin ópersónulegu utanaðkom- andi öfl, sem fara sívaxandi um heim allan, nái æ meiri tökum á manneskjunni. Þau vekja með henni kennd tilgangsleys- is og tómleika ásamt óttanum við einmanaleikann, sem stafar af minnkandi félagstengslum manna almennt. Flestir vilja flýja einmanaleikann, kunna ekki að notfæra sér frelsið; því láta margir sefjast og berast með straumnum, verða fórnar- lömb allskyns áróðurs, sem fleytir þeim æ lengra á haf hillinga og skynvillu. Þessar niðurstöður ber ekki að taka þannig, að þær séu ein- hlítar eða fullnægjandi. Af framanskráðu ætti að vera ljóst, að viðfangsefnið sem hér hefur verið fjallað um er of margþætt og viðamikið til þess að því verði gerð tæmandi skil í fáum orðum. Ætlunin var öðru fremur að vekja máls á efni, sem varðar okkur ekki sið- ur en aðrar þjóðir, þótt allt sé vitaskuld smærra í sniðum. Hinir máttugu fjölmiðlar nú- tímans þrengja áhrifum sínum í vaxandi mæli inn á vitundar- svið fólks almennt og móta við- horf til hinna ólíkustu hluta. Hvernig sú mótun tekst, fer að miklu eftir þeim boðskap, sem fluttur er hverju sinni. Ekki fer milli mála, að nú á tímum er sjónvarpið máttugast og á- hrifamest allra fjölmiðla, enda af mörgum talið stærsta und- ur á því sviði síðan Gutenberg fann upp prentvélina fyrir nokkur hundruð árum. Sá hóp- ur, sem sennilega verður fyrir mestum og varanlegustum áhrifum, eru börn á ýmsum aldri, og vissulega er það nægi- legt tilefni íhugunar. Margrét Margeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.