Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 40
lengj a greinina um of. Enda
könnunin fyrst og fremst hugs-
uð og unnin sem gagnasöfnun
fyrir leikvallanefnd.
Skortur sérmsnntaðs
starfsliSs
Eins og ég hef þegar nefnt,
hefur leikvallanefnd jafnan
verið það ríkt i huga að leik-
vallardvölin mætti vera börn-
unum, sem þangað leituðu, já-
kvæð í uppeldislegu tilliti. Þar
kemur vissulega margt til
greina. Þó er það vafalaust
þyngst á metunum, að til gæzlu
veljist sem hæfast starfsfólk. í
leikvallastarfinu ríkir algjör
skortur á sérmenntuðu fólki. Að
vísu hafa fáeinar fóstrur ráð-
izt til starfa á gæzluvöllum, en
í alltof litlum mæli. Leikvalla-
nefnd hefur reynt að bæta úr
þessu að nokkru með námskeið-
um. Nú siðast i vetur standa
yfir 3ja mánaða námskeið (64
tímar) fyrir starfandi gæzlu-
konur, þar sem kennt er 5 daga
vikunnar, 2 tíma í senn. Það
er þó ljóst að slík skammtíma
námskeið eru ekki fullnægj-
andi. Lengri kennsla þyrfti til
að koma, þar sem tækifæri væri
til að fara ýtarlegar i náms-
efnið. Erlendis, t. d. á Norður-
löndum, tekur nám slíkra tóm-
stundastarfsmanna, „fritids-
pedagóga", 2 ár, talið sam-
bærilegt við fóstrunám. Er það
eðlilegt þar sem störfin eru
mjög hliðstæð, þó að unnin séu
við dálítið ólíkar aðstæður.
Eitt er víst, að það er ekki
minni vandi að vera góður
„leikleiðbeinandi“ á leikvelli
en að vera góð fóstra eða góð-
ur kennari — öll eru störfin
þýðingarmikil fyrir þá ófull-
veðja einstaklinga, sem látnir
eru í forsjá þessa fólks, — öll
þýðingarmikil, þjóðfélagslega
séð.
í nágrannalöndum okkar eiga
sér nú stað miklar umræður um
leikaðstöðu utanhúss. Hér er
ekki tækifæri til að fara langt
út í þá sálma, en það sem ég
hef séð ber því vitni, að málið
allt er nú skoðað í stærra sam-
hengi en fyrr. Þýðing þess
verður æ ljósari, og miklar
framfarir eru að verða í þess-
um efnum. Danir munu hafa
orðið fyrstir þjóða til að setja
löggjöf um leikvelli og útivist-
arsvæði. Bein framlög ríkisins
til allra framkvæmda á þessu
sviði eru lögboðin þar í landi.
Svíar eru um þessar mundir að
fá eða hafa þegar fengið svip-
aða löggjöf. Það hlýtur að líða
að því, að við gerum einnig
svipaðar kröfur til ríkisins,
bæði varðandi menntun starfs-
fólks og þátttöku í beinum
kostnaði við framkvæmdir. Við
íslendingar (Reykjavík og
nokkrir aðrir kaupstaðir) höf-
um nokkra sérstöðu í þessu sem
fleiru. Smábarnagæzluvellir
munu hér almennari en annars
staðar. Við höfum þar tals-
verða reynslu og þurfum að
hagnýta hana. Ekki einungis
að auka hana, með nýjum og
nýjum gæzluvöllum með sama
sniði, heldur að átta okkur á,
hverju við þurfum og eigum
að breyta.
Það sem okkur skortir aðal-
lega er að skapa betri skilyrði
fyrir eldri börnin, sem nú
sækja gæzluvellina, og aldurs-
hópana þar fyrir ofan. Enginn
vafi er á því, að koma þarf upp
hinum svonefndu starfsvöllum
í síauknum mæli. Hver nýr völl-
ur kostar hins vegar mikla
peninga og tekur auk þess
langan tíma að koma honum í
gagnið. Það og skortur á sér-
hæfðu starfsfólki verða okkur
mestur Þrándur í Götu.
Blöndun aldursflokka
Mér finnst einsýnt, að jafn-
framt því sem við bætum við
nýjum starfsvöllum eftir þvi
sem ástæður leyfa ættum við
að huga vel að því hvort ekki
er hægt að nota gömlu vellina
til sameinaðrar starfsemi fyrir
yngri og eldri börnin. Leikvell-
irnir eru mjög misstórir, sá
minnsti er 500 fermetrar, sá
stærsti rösklega 2300 fermetrar.
Flestir eru 1000—1500 fermetr-
ar.
Ljóst er að yngstu börnin
(2ja til 4ra ára) þyrftu afdrep.
En það þyrfti ekki að vera mjög
stórt. Hreyfileiki þeirra er á-
berandi minni en eldri barn-
anna. 200—400 metra land-
svæði, þar sem komið væri fyrir
leikföngum við þeirra hæfi,
myndi að mínu viti ná tilgangi
sinum. Ekki væri ósanngjarnt
að takmarka heimsóknir þess
aldurshóps við annan hluta
hins daglega starfstíma vallar-
ins, öðru hvoru megin við há-
degið. Komi sama barn aftur á
völlinn sama dag, væri það ekki
til dvalar á smábarnagæzlu-
velli, heldur i fylgd með sér
eldra barni eða með fullorðn-
um — því ekki það? — t. d.
eldra fólki, sem liti eftir barn-
inu. Slík blöndun aldurshópa er
viðurkennd uppeldislega heppi-
leg. Þann hluta vallarins, sem
á þennan hátt sparaðist, mætti
nota til margháttaðrar starf-
semi með og fyrir börnin, til
frjálsrar aðsóknar barna á öll-
um aldri. Þá kæmi einnig til
greina að hafa vellina lengur
opna, t. d. eftir kl. fimm. Það
er reynslan á Norðurlöndum,
að þeir vellir, sem eru opnir
eftir þann tíma, eru bezt sóttir.
Og líklegt þykir mér að sú yrði
einnig raunin hér á landi.
Nánari samvinna
Aðstaða til smíða, teikninga
og fleira föndurs, ásamt tæki-
færum til að þróa ýmsa ímynd-
unarleiki, er því miður hverf-
andi lítill þáttur í okkar leik-
vallastarfsemi. Þetta þarf að
breytast, og það eru engar ó-
yfirstíganlegar hindranir í veg-
inum — það þurfum við að gera
okkur Ijóst. Engar óyfirstígan-
legar hindranir nema þá veðr-
áttan okkar. Hún er okkur
vissulega talsvert erfið. Ekki af
því að hún sé svo hörð, heldui
af því að hún er svo ótrygg og
umhleypingasöm. Til þess að
sjá við henni þurfum við að fá
stærri skýli á vellina. Skýli sem
geta verið börnunum afdrep,
þegar ekki er hægt að vera úti
nema stutta stund. Og skýli
með meira geymslurými. Sem
sagt stærri skýli.
Eins og ég hef áður drepið á
eru engin gjöld greidd fyrir þá
þjónustu, sem leikvellirnir
veita. Ekki myndi ég telja æski-
legt að því yrði breytt. Annað
mál væri, að mínum dómi, að
foreldrar tækju nokkurn þátt
í verkefnakaupum, legðu t. d.
fram, þegar barn þeirra (eða
börn, jafnt hvort um fleiri eða
færri væri að ræða) byrjar að
sækja leikvöllinn, einföldustu
verkefni, s. s. litakassa og leir-
klump, og létu leikvellina njóta
verðlausra umbúða og fleira,
sem til fellur á hverju heimili,
t. d. notaðra, ónýtra flika o. fl.
Slíkt myndi fáu eða engu heim-
ili vera tilfinnanlegt, en væri
leikvöllum mikils virði. Yfir-
leitt sýnist nánari samvinna
heimilanna við sinn hverfis-
leikvöll ekki aðeins æskileg,
heldur nauðsynleg. Hér ætti að
vera kjörið verkefni fyrir for-
eldrafélög eða hverfasamtök.
Fyrst og fremst skipulagsmál
Þó að ég hafi hér dvalið við,
hvernig hægt væri að breyta
nokkuð um starfshætti og nýt-
ingu gæzluvallanna, sem við
þegar höfum, er mér ljóst að
þar er aðeins rætt um nærtæk-
ustu verkefnin. Framtíðin mun
gera ólíkt stærri kröfur en þær,
sem við sættum okkur við.
Leikvellir eru í grundvallarat-
riðum fyrst og fremst skipu-
lagsmál. Leikvallaþörfinni verð-
ur ekki mætt nema arkitektar,
verkfræðingar og skipulags-
fræðingar reikni með þeim í
upphafi við skipulag bæja og
bæjarhverfa. Ennþá hefur lítið
farið fyrir því í okkar landi.
E. t. v. vegna þess að lítið fer
ennþá íyrir grundvallarskipu-
lagi almennt. En það væri ef til
vill ekki til of mikils mælzt, að
húsameistarar, minnugir þess
að það mun vera kvöð á ibúum
fjölbýlishúsa að koma upp
leiktækjum fyrir börn á lóðum
sínum, gerðu ráð fyrir útgangi
úr hverjum stigagangi beint út
á lóðina, svo að ekki þyrfti að
vísa börnum, sem eru að byrja
að ganga, út í umferðarhætt-
una, sem af bílaumferðinni
leiðir. Það væri strax ofurlítill
vottur þess, að þeir vissu að
börn eru til í þessari borg.
Margrét Sigurðardóttir.
36