Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 18
sínar. Vitaskuld hefur borgar- lífið margt jákvætt í för með sér, sem okkur ber að meta að verðleikum. Það hefur á vissan hátt frelsað menn undan oki siðareglna og gert þá frjálsari, en jafnframt hafa rýrnað hin þýðingarmiklu félagstengsl manna, sem skópust í sameig- inlegu lífi og starfi fólksins. Hvað getur komið í stað þess, sem er horfið? Á hvern hátt get'um við brugðizt við breyt- ingunum og fundið lausnir, sem henta iðnaðarþjóðfélaginu? Við getum hvorki stöðvað þróunina né snúið henni við, né heldur getum við yfirfært samfélags- skipan fyrri tíma á nútíma- samfélag. Hitt er annað mál, að við gætum ef til vill haft til hliðsjónar sumt af því, sem líf genginna kynslóða mótaðist af, og samræmt það nútímaborg- arlífi. Hver veit nema slíkt gæti komið í veg fyrir ýmis sjúk- dómseinkenni velferðarríkisins og um leið veitt þegnunum betri lífsskilyrði en áður hafa þekkzt. Til þess að mönnum geti liðið vel þarfnast þeir fremur lifandi umhverfis en háhýsa, sem frá fagurfræðilegu sjónarmiði eru rétt staðsett. Menn hafa búið til lífeðlisfræðilegt umhverfi, grundvallað á hugmyndum um, hvernig mannlegu lífi verði bezt borgið. Skipulag af þessu tagi stuðlar ekki að auknum samskiptum manna, þegar íbúðahverfi eru þannig úr garði gerð, að hver fjölskylda býr ein og út af fyrir sig, um- lukt veggjum íbúðarinnar. Ekk- ert ætti að vera því til fyrir- stöðu að byggja þannig, að fólk ætti greiðari aðgang til að kynnast og umgangast á eðli- legan máta. Sameiginleg við- fangsefni úti eða inni með þátttöku allra hefðu hvetjandi áhrif í þessu skyni. Hér er rétt að skjóta inn stuttri athugasemd. Það er al- kunna að viðhorfin hafa breytzt gagnvart kunningsskap við nágrannana. Það er ekki lengur talinn sjálfsagður hlut- ur að nágrannar þekkist. Það eru með öðrum orðum fleiri ljón á veginum en múrarnir, sem aðskilja. Þvi er með nokkr- um rétti hægt að tala um, að viðhorfsbreyting þurfi að eiga sér stað, sem þó getur reynzt torveld, nema því aðeins að sá þátturinn verði tekinn inn í skipulagið. Fólk þarf að læra nýja umgengnishætti, sem henta sambýlisformi borgar- innar. Fólk þarfnast fræðslu um mannlega eiginleika og gildi félagslegra tengsla, m. a. til að eyða tortryggni og mis- skilningi og gera lífið um leið ánægjulegra. Við þurfum ekki að gera því skóna að samskonar tegund fé- lagsskapar og fyrr var geti átt sér stað nú á dögum. En þar sem flestum virðist eðlislægt að vilja „festa rætur“, er þeim nauðsyn að geta samsamað sig einhverjum hópi og umhverfi, sem skapar visst öryggi og til- finningu um að tilheyra. Þess- ari félagslegu þörf fyrir frum- hóp reynir einstaklingurinn oft að fullnægja á öðrum vett- vangi, t. d. á vinnustað, í stjórnmálaflokki eða í íþrótta- félagi. En þangað komast ein- ungis hinir útvöldu. Ef aftur á móti íbúðahverfin væru opnari og betur skipulögð, þyrfti eng- inn að verða utanveltu. Væri slíku komið í kring styrkti það aðstöðu þeirra barna, sem koma frá heimilum, sem einhverra orsaka vegna rækja ekki hlutverk sitt sem skyldi. Þessi börn hefðu meiri stuðning nágranna með aukn- um tengslum manna á milli. Hversu lengi á sú skoðun að ríkja, að allir foreldrar séu góð- ir uppalendur, þegar ótal dæmi sýna hið gagnstæða? f hinu lokaða kerfi skipulagsins eiga þessi börn mjög erfitt upp- dráttar, þar eð þau hafa enga von um hjálp og aðstoð ná- granna. Hugmyndir um skipulag Vandamál íbúðahverfanna og borgarinnar í heild verða ekki slitin úr samhengi. Hér að framan hefur verið leitazt við að benda á hvernig skipulag borgarinnar hefur áhrif á fjöl- skyldulíf. Með því að skipu- leggja sérstök svæði fyrir íbúðahverfi og önnur einvörð- ungu fyrir atvinnurekstur er ýtt markvisst undir þróunina, sem aðskilur heimili og vinnu- stað. Hversvegna þarf endilega þessi einstrengingslega svæða- skipting að vera svo ríkjandi sem raun ber vitni? Spámenn 3ja og 4ða áratugarins í skipu- lagsmálum fundu ýmsar lausn- ir, sem hentuðu borginni frá framkvæmdalegu sjónarmiði, en tóku ekki mið af mannleg- um þörfum. Höfum við ekki látið blekkjast nógu lengi af röksemdafærzlu þeirra? Það er óskemmtilegt að gera úttekt á afrekum þeirra; auk þess felst engin lausn í því. Afleiðingarnar komu ekki í ljós fyrr en eftir á. Menn lifðu í sælli trú á, að Móðir og Barn myndu þrífast vel í „búrinu sínu“, vernduð frá öllum ys og skarkala atvinnulífsins. Þetta hefur brugðizt, og nú ber okkur skylda til að læra af reynslunni og skipuleggja á annan hátt. í þessu sambandi hefur gagn- rýnin beinzt sérstaklega að út- hverfum borga, eins og fyrr var drepið á. Þótt ýmsum sýnist einbýlishúsahverfin meira freistandi til búsetu heldur en sambýlishúsin, er munurinn samt harla lítill hvað áhrærir athafnamöguleika fyrir unga sem eldri. Væri ekki betra að taka þann kostinn að dreifa at- vinnufyrirtækjunum, ýmsum þjónustufyrirtækjum og öðru, sem setur svip á umhverfið og gerir það lifandi og ríkara að tilbreytni? Væri þessu blandað meir saman í einstökum borg- arhlutum, gæti augað haft meira til að gleðjast við, og það er ekki þýðingarlítið atriði. f eldri hverfum borga er því þannig farið, og vafalaust er það ástæðan fyrir því að fólk sækist eftir að vera þar. Bæði fullorðnir og börn sækjast eftir að vera í umhverfi, sem býr yfir fjölskrúðugu lífi. Viðhorfið til manneskjunnar Það er síður en svo nýtt af nálinni, að vankantar skipu- lagsmála séu dregnir fram í dagsljósið. Hitt er annað mál, að alltof lítið hefur verið gert til að fara inn á nýjar brautir í þessum efnum. Ugglaust á það rót að rekja til þeirrar fals- kenningar, að maðurinn hafi ótakmarkaða aðlögunarhæfni. Eru ekki geðrænar truflanir í samfélagi nútímans órækasti votturinn urn að kenningar af því tagi hafa ekki við rök að styðjast? Er ekki kominn tími til að endurskoða kenninguna um sveigjanleik manneðlisins? Er ekki kominn tími til að byggja fyrir lifandi fólk, en ekki fyrir hugarfóstur? Margrét Margeirsdóttir þýddi og endursagði. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.