Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 52
eftirliti og veita eftirlitsmanni fœri á að rannsaka börn og ungmenni, sem þar eru vistuð, húsakynni þeirra, þrif, heilsufar, matarœði, aðbúnað og þroska, veita honum aðgang að skýrslum, bókum cg: reikningum stofnunarinnar o. s. frv. Tálmanir gegn framkvæmd eftirlits varða refsingu að lögum, sbr. 3. gr. og 49. g:r., 3. mgr. 56. gr. Foreldrar eða aðrir forsjármenn barns svo og: aðrir þeir, sem hagsmuna eiga að gæta vegna ráðstafana barnaverndarnefnda, geta borið mál undir barnaverndarráð til fullnaðarúrskurðar. Er ráðinu skylt að taka málið til skjótrar meðferðar og úr- lausnar. Akvæði 14., 15., 16. og 20. gr. eiga hér einnig við, og getur barnaverndar- ráð mælt fyrir um formlegan málfutning fyrir ráðinu. Málskot til barnaverndarráðs frestar ekki framkvæmd ákvörðunar barnaverndar- nefndar. Þegar sérstaklega stendur á, getur barnaverndarráð þó ákveðið, að fram- kvæmd ályktana barnaverndarnefndar skuli frestað, unz ráðið hefur fellt úrskurð sinn. Skal barnaverndarráð þá hraða störfum svo sem framast er unnt. Barnaverndarráð getur metið að nýju bæði lagahlið málsins og sönnunargögn þess. Það getur ýmist staðfest úrskurðinn að niðurstöðu til eða hrundið honum að nokkru eða öllu, þar á meðal mælt fyrir um aðrar ráðstafanir en barnaverndarnefnd. Þá getur ráðið cinnig vísað málinu til nefndarinnar til meðferðar að nýju, svo og aflað gagna sjálft eða fyrir atbeina barnaverndarnefnda eða með öðrum hætti, ef því er að skipta. Nú verður barnaverndarráð þess áskynja, að barnaverndarnefnd hafi gert ráð- stöfun andstætt lögum, og ber barnaverndarráði þá að láta mál til sín taka, þótt því hafi ekki verið skotið til ráðsins. 57. gr. II reglugerð, er menntamálaráðherra setur, skulu sett nánari ákvæði um starfs- háttu barnaverndarráðs, þ. á m. um boðun funda, bókun fundargerða, boðun vara- manna svo og um verkaskiptingu innan ráðsins, um starfsmenn ráðsins og ráðu- nauta, svo og skrifstofuhald ráðsins. VI. KAFLI Um skoðun kvikmynda. 58. gr. Enga kvikmynd má sýna börnum innan 16 ára aldurs, nema að undangenginni at- hugun, sem framkvæmd sé af þar til hæfum mönnum. Ráðherra tilnefnir, að fengn- um tilögum barnaverndarráðs, sérstaklega þar til hæfa menn til fimm ára í senn til að annast skoðun kvikmynda. Skoðunarmenn skulu meta, hvort mynd geti haft skaðsamleg áhrif á siðferði eða sálarlíf barna eða á annan hátt. Skulu þeir hverju sinni ákveða, hvort mynd sé óhæf til sýningar börnum innan 16 ára eða á tilteknum aldursskeiðum innan þess aldurs. Ekki aflar það barni innan ákveðins aldurs hcimildar til aðgangs að kvikmynda- húsi, þar sem sýnd er mynd, sem bönnuð er börnum á þess aldri, að það sé í fylgd með fullorðnum eða þeim, sem heimild hafa til að sjá viðkomandi kvikmynd. Nú hefur kvikmynd, önnur opinber sýning eða skemmtun verið bönnuð börnum innan tiltekins aldurs samkvæmt 2. málsgrein þessarar greinar eða 1. málsgrein 43. greinar, og bera þá dyraverðir og eftirlitsmenn samkomustaðar ásamt hlutaðeigandi forstöðumanni ábyrgð á framkvæmd bannsins. Þegar slík sýning hefur verið bönnuð börnum, eru dyraverðir og eftirlitsmenn viðkomandi skemmtistaðar skyldir að láta þau börn, sem eftir útliti og vexti gætu verið yngri en tilskilið er, sanna aldur sinn með framvísun nafnskírteinis, þá er þau æskja aðgangs að sýningunni. Nafnskírteini er því aðeins fullnægjandi sönnunargagn um aldur í þessu sambandi, að á því sé mynd skírteinishafa með embættisstimpli lögreglustjóra og dagsetningu. Skoðun kvikmynda fer fram í Reykjavík, og skal trvggja skoðunarmönnum við- unandi aðstöðu til starfsins. Heimilt er þó ráðherra að ákveða, að skoðun fari fram utan Reykjavíkur, þar sem aðstaða er fyrir slíka skoðun að mati hans. Urskurður skoðunarmanns skal fylgja hverri mynd, og gildir hann hvarvctna á landinu. Tveir skoðunrmrnn hið fæsta skulu skoða hverja mvnd. Greini þá á, skal hinn þriðja kveðja til, cftir því sem nánar verður ákvcðið í reglugerð, og ræður þá meiri hluti, hvort banna á mynd eða ekki. Sá, er skoðunar beiðist, skal greiða kostnað við hana, þar á meðal þóknun til skoðunarmanna, eftir ákvörðun ráðherra. Barnaverndarnefndir á viðkomandi stöðum skulu hafa eftirlit með, að aðeins séu þar sýndar börnum kvikmyndir, sem kvikmyndaeftirlitið hefur leyft. Um starfshætti kvikmyndaeftirlitsins og starfsemi þess skulu sett nánari ákvæði í reglugerð, er ráðherra setur. Ef forráðamaður kvikmyndahúss brýtur gegn ákvæðum þessarar greinar eða ákvæðum reglugerðar, settum samkvæmt henni, varðar það allt að 15000 kr. sektum, nema þyngri refsing liggi við að lögum. Ríkisútvarpið annast skoðun kvikmynda, sem það sjónvarpar. VII. KAFLI Niðurlagsákvæði. 59. gr. Um rannsókn og meðferð brota, sem refsing er lögð við í lögum þessum, fer að hætti opinberra mála. Robert Lowell: Nærsýni um nótt Sverrir Hólmarsson þýddi í rúminu gleraugnalaus og allt er skakkt, skælt og afskræmt augum nærsýnum einungis fet í burtu. Ljósið er kyrrt eitt andartak. Hér inni eru bókakilir I móðu, hér sýnast bækurnar bláar hæðir, brúnir og grænir akrar, eða litir. Þetta er brottfararstaðurinn braut draumsins. Hver lagði hana lét eftir sig tölur, orð og örvar? Örlögin hafa kvatt hann brott í skyndi. Ég sé dapurlegt framandi herbergi hibýli þekkingar minnar hvítt, lífgað hvltum rörum múrbrjótum gufu ... ég heyri einmana málminn anda og eins og hóstahryglu. Og augu mln forðast samt þetta herbergi, þarflaust er að skoða þarflaust að vlta að ég hafði vonað að þessi hvlta alsnauða auðn brenndi móðuna burt er skilningarvit mln fimm nístu tönnum, hugsun þræddist á hugsun eins og um auga nálar . .. Nú lít ég morgunsins stiörnu ... Hugsið um hann í garðinum, hann sem var vizkunnar sæði og Evu táldró, troðinn og belgdur af spillingu manna, að springa af sigurgleði Satan í Edensgarði sigrihrósandi! En á örskotsstund breyttist öll þessi blindandi blrta í höggorm og lá og engdist um á kviðnum. 60. gr. Barnaverndarráði er heimilt að stofna til námskeiða og fyrirlestra fyrir meðlimi barnaverndarnefnda og starfsmenn þeirra, svo og ef þörf krefur fyrir starfsmenn hvers konar barnaheimila og uppeldisstofnana. Ráðinu er enn fremur heimilt að stofna til námskeiða eða annarrar fræðslustarfsemi fyrir foreldra og uppalendur. Þá skal barnaverndarráð gefa út handbækur fyrir barnaverndarnefndir. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði. 61. gr. Lög þessi taka gildi þegar í stað, og eru þá numin úr gildi lög nr. 29 9. apríl 1947, um vernd barna og ungmenna, svo og lög nr. 20 16. apríl 1955 og lög nr. 58 18. apríl 1962, um breytingar á þeim lögum, og önnur þau lög, er fara í bága við þessi lög. Menntamálaráðhcrra skipar etfir gildistöku laga þessara kvikmyndaeftirlitsmenn, um samkvæmt ákvæðum laga þessara, og er kjörtími þeirra það, sem eftir er af kjörtímabili hreppsnefndar, er kaus nrfndina, en barnaverndarnefnd gegnir þó störf- um, unz ný nefnd hefur verið kosin. Barnaverndarnefndir þær, er nú starfa, halda áfram störfum til þess tímamarks, er grcinir í 7. gr. Mcnntamálaráðuneytið hlutast til um, að barnavcrndarráð sé skipað samkvæmt ákvæðum 12. gr. svo fljótt sem föng eru á, cnda fellur niður umboð núverandi barnavcrndarráðs, er hið nýja ráð er fullskipað. Menntamálaráðherra skipar eftir gildistöku laga þessara kvikmyndaeftirlitsmenn, sbr. 58. gr., enda fellur þá niður umboð núvcrandi kvikmyndaeftirlitsmanna. Hvað hefur truflað tilveru mína? Aðeins feti fjær felast kunnugleg andlit móðu. Um fimmtugt svo fjarska brothætt fjöður llkast ... Fyrirburðir augans eru liðnir, Á svartri upplýstri skífu standa grænleitar tölur nýs tungls — eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm, sex! Ég anda og fæ ekki sofið. Unz morgunnlnn kemur og segir: ,,Slfk var þín nótt“. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.