Samvinnan - 01.12.1973, Page 11

Samvinnan - 01.12.1973, Page 11
göngu niður á einstakling- unum eptir rjettu hlutfalli. 4. Fjelagið hefur í öllrnn at- riðum eins góða afstöðu og í sumum betri til þess að út- gjörðin beri sig vel heldur en nokkur kaupmaður, þeg- ar það um leið er kaupfje- lag. 5. Trygging fyrir góðri fisk- verkun er fengin. En vaxi nú svona fjelagi fiskur um hrygg, getur það enn meira. Það getur stutt góð skip- stjóraefni til lærdóms og menn- ingar; það getur með litlum kostnaði, en góðri samvinnu, stutt að menningu og siðprýði allra háseta. Sú sjálfsmeðvit- und, sem hluttakan í svona fyr- irtæki hlýtur að vekja hjá flest- um fjelagsmönnum, er ótvíræð menningarhvöt, og kappsmun- ir hljóta að vakna hjá mörg- um til þess að auka hluteign sína í fjelaginu, og verða þeir þá sparsamari og ráðsjálli. Því verður nú ef til vill svarað, að mjög margir hásetar sjeu svo fátækir, að þeir geti ekki keypt hlut í svona fyrirtæki, þótt smár sje. Þegar svo stendur á, finnst mjer mega haga því svo, að lofa þeim að greiða hlutinn smátt og smátt af vinnuhlut- deild sinni. En sje ókleyft að fá næga háseta með því móti, þá brýtur auðvitað nauðsyn lög. En vil jeg nefna einn kost, sem fylgir þessu fyrirkomulagi. Jeg hef heyrt þess getið, að nýkeypt þilskip hafi sumstaðar orðið að standa uppi sökum mannleysis, og einnig hef jeg heyrt þess getið, að miklir þil- skipaeigendur hafi orðið að senda af örkinni nokkurskon- ar agenta til að safna fóiki á skip sín, og hafi smalar þessir að sögn líka aðferð og embætt- isbræður þeirra frá Vestur- heimi. Hjer er auðsætt, að þil- skipaeignin hefur ekki mynd- azt af eðlilegri þörf þeirra, sem lifa á sjávarútveginum; hefur því vaxið óeðlilega og getur því orðið til ruglings í atvinnuveg- unum. En með því fyrirkomu- lagi, sem jeg hef bent á, er engin hætta á slíku. Þar skap- ast þilskipaeignin eðlilega og af verulegri þörf, og má meta það mikinn kost. Því miður er jeg allt of ó- kunnugur til þess að geta gizk- að á allar þær mótbárur, sem koma kunna fram gegn þessari hugmynd. En hversu margar sem þær kunna að vera, þá er jeg handviss um, að hugmynd- in er framkvæmanlegri til sannra framfara fyrir sjávar- útveginn en aðrar aðferðir, sem kunnar eru, ef menn skortir ekki fjelagsanda, en fjelags- andann geta menn veitt sjer sjálfir, ef menn vilja; hann kostar ekki peninga og ekki taka botnverpingar hann frá oss, þó að þeir fiski í land- helgi. Það er einmitt vonandi að þeir brýni hann, brýni svo deigt járn, að það bíti. Þótt jeg hafi miðað þetta hugsaða samvinnufjelag við þilskipaútgjörð til fiskveiða, þá segir sig sjálft, að það getur átt við fleiri veiðiútgjörðir, og þar á meðal við bátaveiðina. Báta- útgjörðarmenn hafa engu síður hvöt til samtaka í fiskverkun, í sameiginlegum saltforða, i fisk- sölunni og reglulegum kaupf je- lagsskap. Hásetar á bátum hafa einnig hvöt til að vera meðeigendur í bátaútgjörðinni. — O — Greinarkom þetta hafði jeg skrifað áður en jeg kom á þing næstl. sumar. En þegar þar kom fræddist jeg um það, að trúin á þilskipaútveg er ekki eins örugg og almenn og jeg hafði hugsað. Ýmsir, sem jeg talaði við, hjeldu því fram, að þil- skipaútvegur borgaði sig yfir- leitt illa fyrir aðra en kaup- menn, en þeir einmitt næðu sjer niðri á verzlun sinni við háseta þá, sem þeir hefðu á skipum sínum. En fái nú háset- ar þeirra, eins og ætla má, þol- anlega atvinnu að öllu sam- töldu og athuguðu, og kaup- mennirnir hagnað, þá er það heildin öll, sem fær hagnað, og mundi ekki síður verða þótt heildin, útgjörðarmenn (þ. e. kaupmenn) og hásetar, væri samvinnufjelag með því fyrir- komulagi, sem jeg hef bent á, og þeim mun betur sem góð samvinna bæri meiri ávexti. Jeg get nú annars vel trúað því, að þilskipaútvegur borgi sig ver og komi ver við fyrir fjölskyldumenn heldur en báta- útvegur, þar sem hann er eins auðsóttur og áreiðanlegur að jafnaðl og t. d. við ísafjarðar- djúp. En annaðhvort eru það öfgar, að botnverpingar sjeu búnir að ryðja mönnum af bátamiðum víðsvegar, ellegar þilskipaútvegur ætti að borga sig fyrir þá, sem fyrir því hafa orðið. Og sannist það, að þil- skipaútvegur borgi sig ver fyrir oss íslendinga heldur en út- 'lendinga við vorar eigin NÝTT Á ÍSLANDI: Spéfrítt PILKINGTON FLOTGLER er gler, sem allir húseigendur óska í hús sín. Húseigendur, athugið að láta framleiða einangr- unargler í yðar hús úr PILKINGTON FLOTGLERI. POLARIS H.F. Austurstrætl 18 - Reykjavlk - Slmar 21085 og 21388. auk heilsutjóns? Ef þú leggur andvirði eins sígarettupakka á dag inn í bankabók, þá átt þú næga peninga fyrir ferð til útlanda, eftir eitt ár, eða nýjum bíl eftir 10 ár. HasassKiíEö n

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.