Samvinnan - 01.12.1973, Síða 18

Samvinnan - 01.12.1973, Síða 18
Hringborðsumræður þær, sem birtust f síðasta hefti Sam- vinnunnar og birtast f þessu hefti, voru upphaflega teknar uppá band að tilhlutan tímaritsins „Atlantica & lceland Review", og blrtust úrdrættir úr þelm f 10 ára afmælishefti rltsins á liðnu sumrl. Samvinnan blrtir hinsvegar umræð- urnar f heild, enda eiga þær ekki siður erindi við Islendinga en erienda lesendur, og margt í þeim raunar beinllnis stílað uppá fslenzka les- endur. I fyrri umræðunni um (slenzka menningu f fortfð, samtfð og framtfð var vfða komið við, enda af miklu að taka, og hún virðist hafa vakið talsverða athygli, þó kannskl hefði hún mátt vera hnitmiðaðrl og „þrengrl". Umræðunni um sjónmenntlr á Islandi f þessu hefti er markað miklu þrengra svið og þvf farið ýtarlegar útí einstök atriði. Ætlunln var að fjalla um allar greinar sjónmennta, enda er það vlssulega gert, en meginhluti umræðunnar snerlst um fslenzka byggingarlist fyrr og sfð- ar, og má kannskl hafa það til marks um vaxandl áhuga hérlendis á byggingarlist og ekki síður hitt, að minna hefur verið um hana fjallað á opinberum vettvangi en flestar aðrar llstgreinar. Það kann elnnlg að hafa ráðið nokkru um gang umræðunnar, að annar listmálaranna, sem til leiks voru kvaddlr, er fróðastur Islendinga um sögu Innlendrar byggingarlistar, þannlg að varla gat farið hjá þvf, að hann og arkí- tektarnir ættu ýmislegt vantalað. Vegna þeirrar stefnu, sem umræðan tók, var horfið að þvf ráði að blnda myndskreytinguna við byggingar- list, þareð hið merkilega myndasafn Harðar Ágústssonar veltti fágætt tækifæri til að bregða upp allglöggri mynd af þróun íslenzkrar bygg- ingarlistar frá upphafi framá þennan dag. Myndirnar einar segja mlkla og merkilega sögu. Þó vissulega sé mikill og vaxandi áhugl á sjónmenntum í landinu, sem kemur ekki sízt fram í þvf, að nú er farið að fela innlendum lista- mönnum að myndskreyta bækur f verulegum mæll (sbr. til dæmls hina merkilegu þjóðsagnaútgáfu Helgafells f smáheftum), þá verður þvf varla neitað að þessi mikilsverðl þáttur almennrar menntunar hefur verlð stórlega vanræktur í skólakerfi landsins, og eiga bæði sjónmenntlr og tónmenntir sammerkt um það, að þær eru nánast hornrekur f mennta- kerfinu, hvað sem ilður lögum og reglugerðum. Er hreint ekki vanza- laust, hve Iftlll gaumur þessum meginþáttum hefur verið geflnn af for- ráðamönnum menntamála. Engar handhægar eða nothæfar kennslu- bækur eru tll á fslenzku f almennrl listasögu, myndiistarsögu, bygg- Ingarlistarsögu, listlðnaðarsögu eða tónlistarsögu. Þessl örbirgð verð- ur vart skýrð með öðru en ómenguðu tómlæti eða áhugaleysi um al- menna uppfræðslu þjóðarinnar. Hvað væri tll dæmis eðlilegra en að Menningarsjóður hefðl forgöngu um útgáfu slíkra rita, og vissulega hefði það verið verðugt og viðeigandi verkefni á þjóðhátíðarári að efna f myndarlega alhliða íslenzka llstasögu. Elnsog málum er háttað, má það helta tllvlljun eða jafnvel slys, ef langskólagengnir menn hafa nokkra viðhlítandl hugmynd um menningararf þjóðarlnnar annan en bókmenntaarfinn. Á þessari ófremd verður að ráða bót hið bráðasta, ekkl sfzt þegar þess er gætt að myndin verður æ snarari þáttur f allri menningu og daglegu Iffl þjóðarinnar, jafnt f dagblöðum, tfmaritum sem sjónvarpl. Með síðastnefnda fjölmiðlinum er komið hið ákjósanlegasta tæki tll að sjónmennta þjóðina, en alllr vlta hvernig sjónvarpið okkar rækir það frumhlutverk sitt. Er þessi sofandaháttur þeim mun furðulegrl sem myndlistir standa með tlltölulega miklum blóma í landinu, að mlnnsta- kostl málaralist og höggmyndalist. Um það þarf vfst engum blöðum að fletta, að þráttfyrlr fallegar há- tfðaræður og hástemmt hjal stjórnmálamanna á tyllidögum um þúsund ára mennlngu þjóðarinnar, vantar hér tiltakanlega ábyrga og markvlssa opinbera menningarstefnu, sem tryggl að hinlr fjölskrúðugu og miklu skapandi kraftar, sem með þjóðinnl búa, fál notið sfn til elnhverrar hlftar. Það er segln saga, að menningarmálin eru ævinlega látln sltja á hakanum á Alþingi (sbr. frumvörpln um Þjóðleikhús og aimennings- bókasöfn), en tfml þingmanna fer meira og minna f einskisvert arga- þras um aukaatrlðl. Það er ekkert annað en tröllkvennaleikur með fjöregg þjóðarinnar að láta menningarmálin llggja f láglnni meðan hégómamálln rlða húsum hjá æðstu valdastofnun landsins. Sú tfð er liðin, að einstakllngar á borð við Ragnar f Smára geti af eigln ramm- lelk haldið llfl f mennlngunni og átt frumkvæðl að nýjum menningar- fyrlrtækjum. Til þarf sameiginlegt átak forráðamanna á öllum svlðum þjóðlffsins, og þar mættu fjöldahreyfingar á borð við verkalýðssamtök- In og samvinnuhreyfinguna gjarna leggja hönd á plóginn. Afrek Islend- Inga á kreppuárunum sanna, svo ekki verður um deilt, að það er ekkl fjárskortur sem hamlar menningarsókn og þjóðlegri reisn, heldur sú nýríka vllla, að gljáfægður ytri rammi nægi til að skapa þjóðlnni mann- sæmandi Iff, og sá nýlenduhugsunarháttur, að ailt sem nýtilegt sé verðl að koma að utan, ýmist með svokölluðum erlendum sérfræðingum eða með sultarkostl bandarísku menningarmlðstöðvarinnar á Miðnes- heiði. I þessu sambandl og f tllefnl af upprennandi þjóðhátfðarári er ekki úr vegl að rlfja upp hln fleygu orð Jóns prófessors Helgasonar: Sú þjóS, sem veit sér ekkert æSra mark en aurasníkjur, sukk og fleSulæti, mun hljóta notuS herra sinna spark og heykjast lágt í vergangsmanna sæti. Sú þjóS, sem dottar dáSlaus, viljasljó, og dillar þeim er Ijúga, blekkja, svíkja, skal fyrr en varir hremmd í harSa kló. Hægt er aS festast, bágt mun úr aS vikja! Að endlngu skal þess getlð að beiðni íþróttafulltrúa rikislns, að Sáttmáll almannafþrótta Evrópu, sem birtur var f 4. heftl Samvinnunnar á þessu árl, var þýddur á fslenzku af Ritverkl hf. á vegum mennta- málaráðuneytislns, en Samvlnnan tók sér það bessaleyfl að færa þýð- inguna til betri vegar á nokkrum stöðum þar sem hún var lltt eða ekkl skiljanleg. s-a-m
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.