Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 25

Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 25
Sœluhús við gamla Hellisheiðar- veginn (síðan á móti) ber vitni keltneskum áhrifum. Dœmigert útihús (efri mynd t. v.) með stein- hlöðnum veggjum. Tyrfingsstaðir í Kjálka (neðri mynd t. v.) með dœmigerðri húsaskipan gamla sveitabœjarins. Glaumbœr í Skaga- firði (t. h.). SAM: Þú átt við að danskir kaupmenn eigi upptökin að burstabænum? Hörður: Þeir byrja að byggja timburhús, og íslendingum finnst það mjög fint. Síðan skrifar maður, sem ég kalla Corbusier íslendinga, Guðlaug- ur Sveinsson prófastur i Vatns- firði, grein í rit Lærdómslista- félagsins um 1790 og gefur ís- lendingum þrjú plön, og eitt planið er burstabærinn. Hann slær í gegn. íslendingar geta ekki byggt timburhús, en það er þó betra að hafa timbur- gafl heldur en ekki neitt. Þá snúa þeir skálanum og stofunni við og fá timburgaflana, og þetta verður tízkustefna sinn- ar tíðar. Það verður stöðutákn að eiga burstabæ einsog nú þykir fint að eiga Mercedes Benz, og því stærri og glæsi- legri sem burstirnar eru, þeim mun hærra er eigandinn settur i þjóðfélaginu. Guðrún: Er þetta ekki afleið- ing af þvi sem var að gerast i borgunum? Ef þú lítur á lóð- irnar i borgum meginlandsins, til dæmis Kaupmannahöfn, þá voru þær að jafnaði langar eða djúpar lóðir, og síðan framhús og bakhús. Hörður: Það var nóg pláss á íslandi. Guðrún: Það er rétt, en kemur ekki hugmyndin að utan, og er ekki hver bóndi þama að byggja sér upp sína litlu borg? Gylfi: Nú langar mig til að taka dálítið stórt stökk. Ef við förum og athugum, hvernig við byggjum blakkirnar í Breið- holti, þá kemur í ljós, að við erum með langt hús, og við byggjum þversum á grunninn veggi sem bera húsið uppi, síð- an steypum við plötur ofaná, og höldum svona áfram upp. Síðan setjum við hliðar utan- á húsin, sína hvorumegin, léttar eða þungar eftir atvik- um, en þær eru yfirleitt ekki berandi. Við gerum raunveru- lega það sama í islenzka bónda- bænum. Við erum með hús sem snýr á langveginn, skulum við segja, og við byggjum veggi þvert á grunninn; vegna vatns og snjóa verða þökin að vera dálitið brött, og við setjum burstir á bæinn. Milliveggirnir spara okkur fyrirhöfn og kostn- að, með þvi að við látum tvö þök hvíla á hverjum vegg. Bærinn verður helzt að vera reisulegur, og þessvegna er sett timbur framaná hann. Hörður: Þetta er tóm rómantik hjá þér, Gylfi. Gylfi: Ertu viss um það? Stefán: Svo ég leggi hér orð í belg, þá langaði mig til að spyrja Hörð í sambandi við burstabæinn, hvort þar sé ekki um að ræða hreinan „facade- arkítektúr" eða sýndarmenn- sku, og hvers virði er sá arki- tektúr? Hörður: Jú, einmitt, það var það sem ég átti við. Ég skal bæta því við, að fyrr en í dag hafa orðið kynslóðaskil á ís- landi, þvi að gömlu mennim- ir, sem voru vanir torfhúsun- um gömlu, voru síður en svo hrifnir af burstabæjunum. Torfhúsin, sem voru samsíða hlaði, voru hlý og notaleg, en stofurnar i þessum nýju hús- um, sem sneru timburgöflun- um útá hlað, voru svo kaldar og rakar, að það vildi enginn maður vera i þeim. Þetta voru bara Pótemkin-tjöld, leiktjöld. SAM: Það er þá semsé stað- reynd, að þessir burstabæir voru kaldir og óvistlegir og að því skapi ópraktiskir, en þeir urðu tizkufyrirbæri, og list- rænn smekkur íslendinga á þessum timum réð þvi, að svona var byggt, þó það væri mjög óhagkvæmt. Hörður: Fólki fannst það fal- legt. Jón: Þegar þú segir tízkufyrir- bæri, þá minnir mig að Frank Lloyd Wright heitinn — vin- ur minn — hafi sagt hérna á árunum, að tizka í byggingar- list væri nokkurskonar andlegt harðlífi, þannig að tízka vitn- ar ekki beinlínis um listrænan smekk. Hörður: Það er ekki von, að þú sjáir inní hausinn á mér, en þegar ég tala um tizku set ég orðið alltaf í gæsalappir. Jón: Það áttir þú að segja strax. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.