Samvinnan - 01.12.1973, Síða 27

Samvinnan - 01.12.1973, Síða 27
Fyrstu íslenzku arkítektarnlr SAM: Nú held ég sé rétt við snúum okkur að samtimanum, og þá er þar fyrst til að taka að vinur Jóns, Guðjón Sam- úelsson, fer út til Danmerkur. Hörður: Við verðum að fara lengra aftur. Við megum ekki gleyma Rögnvaldi Ólafssyni. Það er dæmi um stöðuna hér heima á íslandi, að Rögnvald- ur Ólafsson, okkar fyrsti lærði arkitekt sem kemur til starfa hér heima, er algerlega óþekkt- ur maður. Hann á sín „ljóð“ ekki siður en Steingrímur Thorsteinsson eða Matthías Jochumsson, og þau standa hérna fyrir framan okkur. Það er gamli iðnskólinn i Reykja- vík, Kennaraskólinn gamli, Vifilsstaðir, Pósthúsið og ein- ar fjórar eða fimm villur við Tjörnina, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef við hefðum augun opin, þá sæjum við að þetta er arkitektúr. Hann hugsaði semsé einsog arkítekt á að gera, um notagildi og list og reyndi að bræða það saman. Jón: Þarna kemur fleira til á- lita. f fyrsta lagi nam hér eng- inn arkítektúr nema fyrrnefnd- ur Ólafur Ólafsson, sem sett- ist að í Noregi. Það var nátt- úrlega farið á sama hátt með íslendinga í þeim efnum eins- og öðrum. Það hefði enginn ís- lendingur fengið að teikna neitt sem bitastætt hefði ver- ið hér heima. Auðvitað voru það danskir arkítektar sem teiknuðu fyrir okkur. Við erum nú komnir á nákvæmlega sama stig og fyrir siðustu aldamót. Ef á að teikna eitthvað af viti hér, eitthvað af talsverðri stærðargráðu, þá dettur eng- um stjórnvöldum með viti i hug að leita til íslenzkra arkí- tekta, og eru þeir þó orðnir nokkuð margir. Hefur þetta nokkuð breytzt frá því á síð- ustu öld? Gísli: Er þetta nú rétt? SAM: Með fullveldinu færist frumkvæðið inni landið Jón: Annarsvegar er það valda- aðstaðan, ættasamböndin, klúbbasamböndin úti Kaup- mannahöfn og hinsvegar er afstaða hinnar dansksinn- uðu yfirstéttar embættis- mannanna. Ég býst við að það hafi verið huggulegra að rabba um það yfir sérriglasinu, að fenginn hefði verið danskur arkitekt heldur en íslenzkur. Hörður: Þarna er verið að bera saman tvennt ólíkt. Á þessum tima eru engir innlendir arkí- tektar til. Eftir að Rögnvald- ur Ólafsson kemur heim 1906 eða 1907, þá fellur honum ekki verk úr hendi allt til dauða- dags. Hann byggir fyrir Björn Ólafsson augnlækni, hann byggir fyrir Briemana, hann byggir fyrir yfirstéttina í Reykjavik. Jón: Ég er að tala um það, að Ólafur Ólafsson sá sér ekki fært að koma heim til íslands, eftir að hann var orðinn fullmennt- aður arkítekt. Hörður: Það er ofureðlilegt. Það er á 18. öld. Gísli: Mig langar enn að koma inná þetta, sem ég vék að áð- an: Það verða slit. Við fáum danskar eftirlíkingar eða verð- skrár (pöntunarlista) til að velja okkar byggingar eftir frá þvi snemma á 18. öld framtil þess að Rögnvaldur tekur við. Hörður: Þegar við tölum um eftirlíkingar frá Noregi eða Kaupm.höfn, þá verður að tala varlega. Einar Sveinsson sagði það um Búnaðarbanka Gunn- laugs Halldórssonar, að hann færi að tala dönsku inní hon- um. Stefán: Við hverju er að bú- ast? Auðvitað bera menn alltaf svip af sínum skólum og þvi umhverfi sem þeir þroskast í sem listamenn, enda finnst mér alltaf, að tala beri af varkárni um listir og landamæri. Góður HorniQ á Þingholtstrœti og Amtmannsstíg uppúr aldamótum. í litla húsinu t. v. fœddist Helgi Helgason, en að baki þess er Amtmannshúsið sem hann byggði og nýlega var rifið. Húsið á miðri mynd og bœði húsin lengst til hœgri eru sömuleiðis verk Helga Helgasonar. 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.