Samvinnan - 01.12.1973, Síða 27
Fyrstu íslenzku
arkítektarnlr
SAM: Nú held ég sé rétt við
snúum okkur að samtimanum,
og þá er þar fyrst til að taka
að vinur Jóns, Guðjón Sam-
úelsson, fer út til Danmerkur.
Hörður: Við verðum að fara
lengra aftur. Við megum ekki
gleyma Rögnvaldi Ólafssyni.
Það er dæmi um stöðuna hér
heima á íslandi, að Rögnvald-
ur Ólafsson, okkar fyrsti lærði
arkitekt sem kemur til starfa
hér heima, er algerlega óþekkt-
ur maður. Hann á sín „ljóð“
ekki siður en Steingrímur
Thorsteinsson eða Matthías
Jochumsson, og þau standa
hérna fyrir framan okkur. Það
er gamli iðnskólinn i Reykja-
vík, Kennaraskólinn gamli,
Vifilsstaðir, Pósthúsið og ein-
ar fjórar eða fimm villur við
Tjörnina, svo nokkur dæmi séu
tekin. Ef við hefðum augun
opin, þá sæjum við að þetta
er arkitektúr. Hann hugsaði
semsé einsog arkítekt á að gera,
um notagildi og list og reyndi
að bræða það saman.
Jón: Þarna kemur fleira til á-
lita. f fyrsta lagi nam hér eng-
inn arkítektúr nema fyrrnefnd-
ur Ólafur Ólafsson, sem sett-
ist að í Noregi. Það var nátt-
úrlega farið á sama hátt með
íslendinga í þeim efnum eins-
og öðrum. Það hefði enginn ís-
lendingur fengið að teikna
neitt sem bitastætt hefði ver-
ið hér heima. Auðvitað voru
það danskir arkítektar sem
teiknuðu fyrir okkur. Við erum
nú komnir á nákvæmlega sama
stig og fyrir siðustu aldamót.
Ef á að teikna eitthvað af viti
hér, eitthvað af talsverðri
stærðargráðu, þá dettur eng-
um stjórnvöldum með viti i
hug að leita til íslenzkra arkí-
tekta, og eru þeir þó orðnir
nokkuð margir. Hefur þetta
nokkuð breytzt frá því á síð-
ustu öld?
Gísli: Er þetta nú rétt?
SAM: Með fullveldinu færist
frumkvæðið inni landið
Jón: Annarsvegar er það valda-
aðstaðan, ættasamböndin,
klúbbasamböndin úti Kaup-
mannahöfn og hinsvegar er
afstaða hinnar dansksinn-
uðu yfirstéttar embættis-
mannanna. Ég býst við að það
hafi verið huggulegra að rabba
um það yfir sérriglasinu, að
fenginn hefði verið danskur
arkitekt heldur en íslenzkur.
Hörður: Þarna er verið að bera
saman tvennt ólíkt. Á þessum
tima eru engir innlendir arkí-
tektar til. Eftir að Rögnvald-
ur Ólafsson kemur heim 1906
eða 1907, þá fellur honum ekki
verk úr hendi allt til dauða-
dags. Hann byggir fyrir Björn
Ólafsson augnlækni, hann
byggir fyrir Briemana, hann
byggir fyrir yfirstéttina í
Reykjavik.
Jón: Ég er að tala um það, að
Ólafur Ólafsson sá sér ekki fært
að koma heim til íslands, eftir
að hann var orðinn fullmennt-
aður arkítekt.
Hörður: Það er ofureðlilegt.
Það er á 18. öld.
Gísli: Mig langar enn að koma
inná þetta, sem ég vék að áð-
an: Það verða slit. Við fáum
danskar eftirlíkingar eða verð-
skrár (pöntunarlista) til að
velja okkar byggingar eftir frá
þvi snemma á 18. öld framtil
þess að Rögnvaldur tekur við.
Hörður: Þegar við tölum um
eftirlíkingar frá Noregi eða
Kaupm.höfn, þá verður að tala
varlega. Einar Sveinsson sagði
það um Búnaðarbanka Gunn-
laugs Halldórssonar, að hann
færi að tala dönsku inní hon-
um.
Stefán: Við hverju er að bú-
ast? Auðvitað bera menn alltaf
svip af sínum skólum og þvi
umhverfi sem þeir þroskast í
sem listamenn, enda finnst mér
alltaf, að tala beri af varkárni
um listir og landamæri. Góður
HorniQ á Þingholtstrœti og Amtmannsstíg uppúr aldamótum. í litla húsinu t. v. fœddist Helgi Helgason, en að baki þess er Amtmannshúsið
sem hann byggði og nýlega var rifið. Húsið á miðri mynd og bœði húsin lengst til hœgri eru sömuleiðis verk Helga Helgasonar.
27