Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 30

Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 30
Hörður: Ég veit ekki betur en Gísli reki eina stærstu og myndarlegustu auglýsingastofu í landinu á sama tíma og hann stundar kennslu. Menn þurfa ekki að vera alla daga í kennslu. Það er hægt að skipta verkefnum milli einstaklinga. Gísli: Ég veit ekki betur en það sé talið nauðsynlegt í öllum listaskólum, að það séu þessi tengsl við atvinnulífið, að kennarar taki beinan þátt i at- vinnulifinu. Jón: Auðvitað vilja skólarnir fá menn úr atvinnulifinu, en þeir vilja bara ekki koma inní skólana. Það er vandamálið. Gísli: Kennararnir við listahá- skólann, þar sem ég stundaði nám, voru meira og minna starfandi í sínum greinum. Þeir höfðu að vísu líka vinnuað- stöðu í skólanum. SAM: Mér skilst að sjónarmið Harðar sé það, að sú fjöl- breytni sem kemur inní land- ið með menntun manna í mörgum löndum hafi ruglað okkur í riminu og árangurinn sé lítið annað en ringulreið. Jón: Ég er hjartanlega ósam- mála þessu sjónarmiði. Ef nokkuð væri, ættu áhrifin að vera jákvæð. Séum við ruglað- ir í ríminu, er það ekki kenn- urum okkar að kenna eða kennaraskorti hérlendis, held- ur okkur sjálfum. Gísli: Ég held að þetta hafi valdið töluverðri ringulreið og við höfum ekki verið menn til að vinna úr þessari fjölbreyti- legu reynslu, og það stafi meðal annars af því, að við höfum enga stofnun til að vega og meta hér innan lands, miðað við íslenzkar aðstæður, það sem til okkar berst. Það á sér ekki stað nein skapandi um- ræða. Þegar Myndlista- og handíðaskólinn er stofnaður og hann fer að starfrækja sin- ar myndlistardeildir, fáum við hérlendis fastan punkt í lista- lífið, þar sem hægt er að vega og meta. Það skapast grund- völlur til að vinna hlutina á, til dæmis í sambandi við aug- lýsingadeildina eða listiðnað- ardeildirnar. Þetta vantar ís- lenzka arkítekta. Kreppu- og velmegunarár Gylfi: í sambandi við grund- völlinn undir því, sem hefur verið að gerast á undanförn- um tuttugu til þrjátíu árum, má benda á, að það myndast ákveðið ris í íslenzkri menn- ingu uppúr aldamótum sem helzt alveg framá kreppuárin, og í kreppunni, sem vitanlega setur sitt mark á fólkið i land- inu, er haldið áfram að vinna að menningarmálum. í mynd- list er verið að gera mjög merkilega hluti á íslandi á kreppuárunum, í byggingarlist- inni er fúnksjónalisminn kom- inn til sögunnar, og af honum eigum við mjög góð dæmi. Jón: Og þá er allt það byggt yfir rikið sem byggt hefur ver- ið, með og án vits. Gylfi: Alveg rétt. Og ef við lít- um á laun listamanna á þess- um tíma, þá eru þau margfalt hærri heldur en þau eru í dag. Það er ýmislegt svonalagað að gerast á erfiðum kreppuárum. Það er reisn yfir menningarlíf- inu. Siðan verður gífurleg 30 sprenging, og á þessum tíma hafa nokkurnveginn fylgzt að árafjöldinn og þúsundir manna i Reykjavík: árið 1940 eru um 40.000 manns í höfuðborginni. Alltieinu kemur erlendur her inní landið, viðtæku atvinnu- leysi er útrýmt á svipstundu og í einu vetfangi fyllist allt af peningum, menn vita vart aura sinna tal. Sprengingunni, sem þarna varð, er ekki lokið enn- þá. Við getum skoðað þetta stökk til dæmis í byggingarlist. Ef við förum inní Norðurmýri og skoðum húsin i henni norð- anverðri, þá sjáum við tiltölu- lega litlar ibúðir í parhúsum, þ. e. a. s. byggt í báðum endum á lóðinni. Þegar við komum að Flókagötunni er stríðið komið til íslands og reist eru geysi- stór hús, 120 fermetra íbúðir, sem var nálega óheyrt áður. Peningarnir flæða inn og verð- bólgan rís uppúr öllu valdi. Á þessum tíma gleymist æði margt i menningarmálunum. Ríkið hættir til dæmis að fjár- magna listamenn. Spurningin um framboð og eftirspurn verð- ur ríkjandi þáttur í skapandi listum. Síðan verður mikil breyting í myndlistinni á ár- unum 1947-52, sem við erum ennþá í, og skreytilistin fær yfirhöndina yfir hinni „efnis- kenndu“ list kreppuáranna, þar sem meiri áherzla var lögð á tengslin við umhverfið, lands- lag eða vinnustað. Sé haldið áfram, þá taka að verða alls- kyns slys hjá okkur. Ef við tök- um til dæmis Guðjón Samúels- son, þá lít ég á Hallgrímskirkju sem menningarlegt slys, og kannski verður hún síðarmeir táknið um þetta menningar- skeið og öll þau slys sem þá urðu. Ég held við förum ekki að átta okkur neitt að ráði fyrr en í kreppunni 1967-68. Þá skeður eitthvað. Þá fer fólk að flýja úr landi i svo stórum stíl, að það fara fjórir til fimm menn á degi hverjum i tvö ár samfleytt, semsé meðalfjöl- skylda daglega. Á þessum tíma byrjum við að átta okkur. Það verða ákveðnar hræringar, til dæmis i myndlist, sem mér finnst endurspegla vakninguna sem á sér stað. Ég held að það hafi orðið vísir að vakningu og að við séum á réttri leið, þó enn sé of snemmt að tala um raun- verulega vakningu. — Svo ég snúi mér aftur að byggingar- listinni, þá getum við tekið Breiðholt sem dæmi, afþví það hefur verið svo mikið á döf- inni að undanförnu. Það hafa orðið alvarleg slys eða harm- leikir i Breiðholtinu, og ég held að það sé dæmigert fyrir okk- ur, að það fyrsta sem fólki dettur í hug, þegar slikir at- burðir gerast, er að fá stærra lögreglulið, helzt 50 manns með vélbyssur. Þetta er bandaríska fyrirmyndin: að loka hverfinu og gæta þess. Enginn orðar þá sjálfsögðu hugsun að bæta um- hverfið á þessum stað, gera hverfið mönnum lífvænlegt. Þarna held ég komi til greina séríslenzkt fyrirbæri, sem ís- lendingar eru hreyknir af en ég held að sé mikil mistök, og það er eignafyrirkomulagið á íbúðunum. Ég er í mjög mikl- um vafa um réttmæti þess, vegna þess að það gerir hlutina svo óstjórnlega þunga í vöfum á allan hátt. Það kom til dæmis i ljós, þegar við fórum að at- huga gamalmennin, sem bjuggu í stóru íbúðunum, sem voru viðhaldslausar og kannski baðlausar og þar frameftir göt- unum. Gamalmennin áttu þess- ar ibúðir, en þau voru orðin döpur og slöpp og treystu sér ekki til að standa i því að fara að selja þær og kaupa sér aðr- ar hentugri. Umhverfið sem launamaðurinn uppí Breiðholti lifir í er þannig útbúið, að hús- in eru fjöldaframleidd af byggingameisturum og ákaf- lega ljót yfirleitt, þau eru seld hálfköruð, fólkið flytur inni þau staurblankt, jafnvel með plast í gluggum, með ómálaða veggi og lánaðar klósettskálar í hurðarlausum íbúðum. Inní þessari íbúð verður fólkið að treysta á verðbólguna, til að geta staðið straum af skuldum sínum. Hjónin fara bæði að vinna, og eiginmaðurinn fær sér að auki næturvinnu. Þau mega hvorki vera að því að sinna börnum né menningu. Þannig skapast umhverfið sem börnin og unglingarnir alast uppi. Afþví íbúðirnar eru seld- ar hálfkaraðar, eru vitanlega lóðirnar líka ófrágengnar, sem- sagt það er allt í ólagi sem getur verið í ólagi. Gísli: Ég veit ekki, hvers glæp- ur Breiðholtið er, hvort það er glæpur arkítekta eða borgar- yfirvalda, en þegar fjallað er um það, hvernig við skipuleggj - um og reisum okkar byggða- kjarna — og Breiðholtið er ekkert einsdæmi — þá er það viðtekin regla að sinna ekki þessum félagslegu þörfum, sem þurfa að vera fyrir hendi i byrjun. Við erum á eftir með alla þessa þætti: skóla, barna- heimili, verzlanir, þjónustu- miðstöðvar hvaða nafni sem þær nefnast. Göturnar eru ó- frágengnar, sími er ekki til í hverfinu, og vitanlega er engin löggæzla þar heldur. Kópavog- ur er með svipaða ibúatölu og Breiðholt, og þar er búið að ganga frá þessum hlutum fyrir löngu. Andlegt tómarúm Stefán: Við vorum fyrir skömmu að tala um skólana og að hve miklu leyti væri æski- legt að fá menntun arkítekta, hönnuða og listamanna yfir- leitt inni landið. Það var talað um að þá fyrst gætum við skil- ið okkur sjálf. Mér finnst aft- urámóti, að einmitt með því að fara útfyrir landsteinana fái menn fyrst tækifæri til að skoða þetta þjóðfélag okkar i L.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.