Samvinnan - 01.12.1973, Page 32

Samvinnan - 01.12.1973, Page 32
uppmælingar, sem gerðar eru hér, og margt í þeim dúr. Það er til geysimikið úrvinnslu- efni. Stefán: Úrþví farið er að tala um rætur, þá held ég að allri list í landinu væri meiri greiði ger með því að reyna að koma þessari fræðslu inní kerfið miklu fyrr, í stað þess að byrja í efstu lögunum. SAM: Nú væri fróðlegt að heyra i framhaldi af því, sem sagt hefur verið um hefð, æski- legar stofnanir og framtíðar- verkefni, hvort þið teljið að til sé einhver íslenzkur nútíma- arkítektúr sem standi undir nafni. Guðrún: Ég tel að til sé i viss- um skilningi íslenzkur arkí- tektúr, en ég ætla ekki að láta í ljós neina skoðun á gæðum hans. Ef við tölum um íslenzk- an arkítektúr, þá finnst mér allt sem gert er hér vera sama marki brennt og það sem Guð- jón Samúelsson gerði, það er þessi óskaplegi mónúmental- ismi: „Hér kem ég, og það þarf að vera pláss fyrir mig, því ég er sko listamaðurinn.“ Mér finnst vanta vissa auðmýkt í íslenzkan arkitektúr. Mér þykir skorta mikið á fjölbreytni í sambandi við efnisval. Við ein- skorðum okkur raunverulega við örfá byggingarefni, og ann- að er bara tabú, forboðið. Arkí- tektarnir eiga auðvitað sína sök á þessu, en sé talað við hinn almenna borgara, þá skynjar hann ekkert annað byggingarefni en steinsteypu og bárujárn á þakið. Sé það fengið, er allt öruggt og í lagi. Ég held að mikið af okkar ó- gæfu í sambandi við nýju hverfin í Reykjavík stafi af þessari einhliða skoðun á því hvað sé bygging. Þegar talað er um, hvað og hvemig byggt er á íslandi nú, þá verðum við líka að gera okkur ljóst, að það eru alls ekki arkítektarnir sem sitja hér við völd. Það eru bara allt aðrir menn, það eru byggingameistararnir. Það eru þeir sem eru að byggja Breið- holt, en ekki arkítektarnir. Gísli: Arkitektamir teikna hús- in. Guðrún: Okkur er kennd is- lenzk bókmenntasaga frá ung- um aldri. Við lesum ljóð ár eftir ár. Hörður: Ég er sammála Stef- áni, en þessi menntun fæst ekki tekin inní skólakerfið fyrr en stofnanirnar eru komnar. Hvaða stofnun er það sem miðl- ar bókmenntum í barnaskóla og gagnfræðaskóla? Það er Há- skóli íslands. Guðrún: Teikna húsin? Guð minn almáttugur hjálpi þér! Þeir teikna í mesta lagi 10% af því sem byggt er. Ef við förum svo að hugleiða hvað er leyfilegt að byggja í Reykjavík nú, þá er það algerlega ófor- svaranlegt hvað hægt er að byggja. Það er hægt að byggja íbúðir, sem eingöngu hafa glugga i norður, þannig að þangað kemur aldrei sólar- glæta. Ég tel glæpsamlegt að setja fólk inní slikar einhliða íbúðir, sem fá bara birtu úr einni átt. Jón: Það ætti að vera brot á heilbrigðissamþykktinni. Guðrún: Já, það er rétt, en henni er bara alls ekki fylgt eftir. Svona eru óteljandi at- riði, sem fólki er boðið uppá. Það segir ekkert við þessu. Hvernig er með nýtingu á þess- um svokölluðu plönum? Það er kastað milljónum í einhver plön, og svo fer kannski stór hluti íbúðar í eitthvert rými sem enginn getur haft not af. Það hefur ekki verið gerð nein úttekt á þessu. Það hefur bara enginn haft orku til þess, en vitanlega þyrfti þetta rann- sóknar við. SAM: Þú ert á því að bygg- ingameistararnir ráði þessu? Guðrún: Já, þeir ráða þessu, og nýjasta dæmið er það, að byggingameistarar vilja nú fá að ákveða lögun á húsum í sambandi við skipulagsverkefni hér í Reykjavík. Þeir segja: „Það er ákveðin lögun á hús- um, ákveðið þakform, ákveðin dýpt, ákveðin stærð, sem er hagkvæmast fyrir okkur að byggja.“ Það er semsé gróða- sjónarmiðið eitt sem ræður. Allt annað, sem við arkítektar teljum kannski vera til bóta fyrir fólkið, er hunzað. Þeir segja við okkur og ég hef ný- legt bréf uppá það, að við sjálft liggi að innfæddir Reykvíking- ar verði að flytjast burt úr borginni vegna allskyns heimsku í arkítektum, sem séu að bera fram fáránlegar kröf- ur á borð við það, að íbúðir eigi að hafa birtu úr tveimur áttum og annað þessháttar. SAM: Ástandið stafar semsé af því, að arkítektar fá ekki að ráða? Guðrún: Það er ég ekki að segja, en hitt legg ég áherzlu á, að arkitektar hafa ekki tæki- færi til að beita sér einsog til dæmis Guðjón Samúelsson, þó honum væru vissulega mis- lagðar hendur. Kannski eiga arkítektar sök á ófremdinni, en það eru ekki þeirra verk sem verið er að byggja. Auðvitað hefðum við átt að hafa miklu hærra. Við höfum bara þag- að, en hefðum vitaskuld átt að halda uppi gagnrýni, því aðr- ir virðast ekki ætla að gera það. SAM: Enda stendur það ykkur næst. Guðrún: Já, það stendur okkur næst. SAM: Þú gagnrýndir tilhneig- ingu til mónúmentalisma í is- lenzkum arkítektúr, Guðrún. Stefán: Mér finnst einhvern- veginn að arkítektar hafi ver- ir duglegastir i því að kveða niður allar umræður um arkí- tektúr. Guðrún: Það er alveg laukrétt, því einn arkítekt hefur aldrei mátt gagnrýna annan ánþess allt færi i bál og brand. SAM: Jæja, Jón, þú getur víst trútt úr flokki talað. Jón: Ég verð nú að segja, að ég þykist hafa gagnrýnt ýmis- legt og þarámeðal ýmsa starfs- bræður mína, en mér hefur Eru einhver séríslenzk ein- kenni á þessu fyrirbrigði? Guðrún: Já, ég held þau séu fyrir hendi, en ég er ekki reiðu- búin að svara þessu. Það eru einhverskonar ýkjur sem mér geðjast ekki að. Það hefur ein- hver tengsl við nýríkan hugs- unarhátt íslendinga. Það er einsog menn geti aldrei nóg- samlega sýnt veldi sitt. Jón: Eigandans eða arkítekts- ins? Guðrún: Beggja. Það einfalda og látlausa á ekki uppá pall- borðið hjá fslendingum. Hörður: Það eru bannorð á ís- landi. Guðrún: Við getum tekið gamalt dæmi, og með því er ég ekki að kasta neinni rýrð á umrætt hús. Við getum borið saman hús Thors Jensens við Fríkirkjuveg og Bernhöftstorf- una við Lækjargötu, Bakara- húsið. Annarsvegar hús með miklu prjáli, hinsvegar einfalt hús. íslendingum finnst prjál- húsið fallegt og fínt. Hörður: Ég vil nú ekki kalla það prjálhús. Guðrún: Jú, það er prjálhús í vissum skilningi. Það er fullt af dóti í því, sem er til skrauts. Ég er ekki að halda þvi fram, að þetta sé slæmt hús, langt frá því. Hitt húsið er einfalt og yfirvegað, hlutföllin falleg, en um það talar enginn á ís- landi. aldrei verið svarað opinberlega. Það sem ég birti til dæmis í Samvinnunni sumarið 1970 var þess eðlis, að í hvaða landi öðru en íslandi hefði verið krafizt rannsóknar á atferli þeirra opinberu embættis- manna sem ég bar á sakir — náttúrlega með réttu: ég hafði rök og ég hafði sannanir. Þeg- ar þessi glæpastarfsemi er af- hjúpuð, er íslenzka aðferðin einfaldlega sú að svara ekki. Mér finnst ekki fyllilega rétt hermt, að arkitektarnir kveði niður allar umræður, en það svarar bara enginn gagnrýni, nvorki arkítektar né opinberir embættismenn. Byggingameistarar Að þegja gagnrýni í hel 32

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.