Samvinnan - 01.12.1973, Page 35

Samvinnan - 01.12.1973, Page 35
ers. Hin er sú, að arkítektúr falli inní náttúruna; það er hugmynd Franks Lloyds Wrights. Þetta eru bara tvö sjónarmið. Jón: Það er ekki rétt, að Frank Lloyd Wright hafi viljað láta arkítektúr falli inní náttúruna, heldur falla aff henni, og á því er reginmunur. Hörffur: Ég veit ekki við hvað er átt, þegar talað er um islenzkan arkítektúr, nema ég lít svo á, að sé hægt til dæmis að gera góða mynd á íslandi, þá er hún jafngóð þar einsog einhversstaðar annars, og þá Gylfi: Jæja, við erum búin að tala um arkítektúr nálega frá upphafi, þó ætlunin væri að tala um sjónmenntir almennt, en það er eitt sem mér finnst við hafa vanrækt i þessari um- ræðu, og það er þessi íslenzka manneskja, sem býr inní kass- anum, sem er kannski mismun- andi ljótur eða fallegur, en hún á að njóta sjónmennta, hún á að kaupa sér húsgögn eða gagnsmuni, sem eru á ein- hvern hátt hannaðir. Allt sem er i kringum hana á að vera til marks um, að sæmilegur smekkur ráði gerð og vali hlut- anna. Hún kaupir sér myndlist á stofuveggina og annað slíkt. Hvernig verður þessu háttað í framtiðinni? Ætlum við til dæmis að halda áfram með kerfi framboðs og eftirspurnar á myndlist, svo að það ráði hverjir verða myndlistarmenn? Hvernig ætlum við í framtíð- inni að framleiða húsgögn og gagnsmuni handa fólkinu? Hörffur: Það sem Gylfi nefnir hér er í rauninni sama vanda- málið og Jón er að tala um í sambandi við arkítektúrinn. Ef stjórnmálamennirnir skipu- leggja það þannig, að þeir deila út styrkjum og verkefn- um til myndlistarmanna eftir einhverjum leiðum, sem við þekkjum ekki, þá erum við komnir á þetta sama plan, sem Jón var að tala um. Stefán: Mig langar fyrst til að taka undir það sem Hörður sagði, að ef maður gengur um bæinn, þá má finna góða ein- staka hluti, sem alls ekki njóta sín í þessu skipulagsöngþveiti, sem við erum kannski búin að skiptir engu máli hvort hún er íslenzk í þeirri merkingu að hún spegli Esjuna. SAM: Kaktus fer illa í íslenzkri náttúru, þó hann eigi prýði- lega við landslagið í Mexíkó, þar sem hann stendur uppúr nöktum og þurrum sandauðn- unum. Á sama hátt finnst mér sum hús vera fáránleg í ís- lenzku umhverfi, þó þau gætu verið ágæt í Arabíu eða Norður- Afríku, til dæmis Háteigskirkj a, og mér finnst i rauninni fár- ánlegt að trúa því, að lista- verk geti verið gott ánþess að spegla umhverfi sitt á einhvern hátt, jafnvel líka afstraktlist. tala nóg um. Mér finnst til dæmis, að yngri arkítektar hafi sýnt einhverja tilhneig- ingu til þess að meðhöndla steinsteypu á skynsamlegan hátt, en henni hefur verið mis- þyrmt hér árum saman, sam- anber til dæmis Hlíðarnar og fleiri hverfi. Gylfi: Mér finnst hafa verið undarlega mikil þögn um ís- lenzka húsgagnahönnun. Það er viðburður ef maður sér eitt- hvað skrifað um hann. Hvað er að gerast núna á þeim vett- vangi? Nú hefur ekki, ef ég man rétt, verið haldin hús- gagnasýning árum saman. Gísli: Það eru tvö-þrjú ár síð- an. Stefán: Það hafa verið haldn- ar hér á löngu tímabili fimm eða sex sýningar, sú fyrsta 1960, síðan 1961. Svo kemur langt bil. Næsta sýning er 1968. Þessar þrjár sýningar voru haldnar að tilhlutan húsgagna- hönnuðanna, og síðan hafa framleiðendur haldið tvær sýn- ingar. Það sem er að gerast þarna held ég sé örlítil vakn- ing, einhver vonarglæta urn, að þessir blessaðir teiknarar eða hönnuðir fái aðgang að fyrir- tækjunum sem framleiða hús- gögn. Mér finnst það allt standa til bóta. Jón: Vandamálið er náttúrlega smæð markaðarins. Ég held að viðhorfið sé: „Við höfum því miður ekki efni á að fram- leiða þetta hérna. Þetta er anzi fallegt og frumlegt. Við höfum ekki séð þetta í neinum er- lendum blöðum. En kæri vinur, við getum ekki framleitt það. Þetta er svo lítill markaður, og það verður of dýrt.“ Er ekki eitthvað til í þessu? Stefán: Jú, kannski, en svo er aftur spurningin, hvað sé frum- legt og hvað ekki. Jón: Auðvitað er ekkert nýtt undir sólinni; það vitum við úr Biblíunni. Stefán: Ég held að þetta slag- orð, sem hefur verið notað svo mikið hér á landi í sambandi við hugsanlegan útflutning, að það eigi að búa til eitthvað með islenzkum séreinkennum, sé dálítið hættulegt. Hvað eru þessi íslenzku séreinkenni í okkar hugum? Það er eitthvað bölvað húmbúkk, eitthvað sem er nógu afkáralegt til að geta ekki verið annað en íslenzkt. Jón: Já, að það sé svo lélegt, að það hljóti að vera héðan komið! SAM: Þetta er spurning sem vissulega er vert að velta betur fyrir sér. Nú er það staðreynd, að við höfum flest okkar mjög Stefán: Ég held það sé aug- ljóst mál, að húsgagnahönnuð- ir hafi ekki komizt að hjá okk- ur, og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að opinber- ir aðilar hafa rekið algerlega óábyrga, ef nokkra, stefnu í sambandi við hönnun og listir á öllum sviðum. Það er spurn- ing hvort fyrst þurfi ekki að koma til ábyrg opinber stefna, til dæmis með reglum um að búa opinberar byggingar hlut- um sem hannaðir hafa verið hérlendis, og þar er yfirleitt að ræða um svo mikið magn, að kostnaðarhliðin á ekki að þurfa að vera neitt vandamál. í þessu efni gætu arkítektarn- ir kannski rétt okkur hjálpar- hönd. Jón: Mætti ekki i leiðinni ræða málaralist og yfirleitt aðrar myndlistargreinar í arkítekt- úr? Stefán: Auðvitað hangir þetta allt á sömu spýtu. Hörffur: Mér finnst hefðin vera mikið atriði í sambandi við listiðnina, og þá á ég ekki við falska hefð, heldur lifandi hefð, og hana vil ég skilgreina svo, að þeir sem gáfaðastir eru ákveðnar hugmyndir um til dæmis finnskan arkitektúr og finnska hönnun á gagnsmun- um. Við sjáum strax að þetta er finnskt. Þarna er með öðr- um orðurn eitthvað sem þeir hafa skapað sjálfir og er ein- kennandi fyrir þá, ánþess að um húmbúkk sé að ræða. Stefán: Ég held að þetta sé ekki alveg rétt, vegna þess að góð hönnun ber ekki endilega með sér, hvaðan hún er. Og þegar maður hefur góða hönn- un, þá spyr maður ekki, hvað- an hún sé. Gísli: Það eru til ákveðnar stefnur og straumar, sem eiga upptök sín á ákveðnum stöð- um. Menningarleg hefð, bygg- ingarefni og margt fleira vekja slíka strauma. Hörffur: Mér finnst mergurinn málsins vera sá, að stefni menn að því að gera góða list, þá er sú viðleitni jákvæð, en séu menn að stefna að því að gera þjóðlega list, þá er að mínum dómi komin til sög- unnar firring. á hverjum tima miðli annað- hvort sjálfir eða með verkum sínum til þeirra sem eru efni- legastir i næstu kynslóð á eftir. Þetta er hin raunverulega hefð. Hin falska hefð er fólgin í því, að menn sem nenna ekki að leggja það á sig að fylgjast með list, stilla upp einhverri for- múlu um, hvernig hefðin sé, og endurtaka hana síðan, af- því það er svo auðvelt. í sam- bandi við listiðnað eigum við mjög gamla hefð í landinu þar sem eru saumur, vefnaður og silfursmíði. Hinsvegar eigum við enga hefð i leirmunagerð. Þegar ég tala um hefð, á ég ekki við það að konur fari uppá Þjóðminjasafn, einsog nú er lenzka, og stæli mynstur sem voru i tízku á miðöldum, og þegar ég tala um tízku á ég við raunverulegar listastefnur. Þessi svokallaða þjóðlega list er ekkert annað en speglun á því sem var að gerast í útlönd- um á miðöldum. Það er ekkert þjóðlegt við það að taka upp gamlar listastefnur, sem voru við lýði fyrir 4-500 árum. Þeg- ar ég fer með mína nemend- ur uppá Þjóðminjasafn, þá tala ég við þá um það, að í þess- um gömlu verkum er ákveðin Húsgagnahönnun Oáhyrg opinber stefna 35

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.