Samvinnan - 01.12.1973, Page 37

Samvinnan - 01.12.1973, Page 37
alls ekki vel í þessum nýju hverfum. Enn ein ástæðan gæti verið efnahagsleg, sem sé að þetta lélega húsnæði er ódýr- ara. En í sambandi við gæða- matið er vert að hafa í huga, að með seinni heimsstyrjöld verður grundvallarbreyting á íslenzka bændaþjóðfélaginu, því breytingin varð ekki fyrr. Sveitamennirnir voru að vísu fluttir í bæinn fyrr, en foreldr- ar okkar urðu í rauninni aldrei bæjarbúar, afþví þeir voru ald- ir uþp í sveit og mótaðir af því uppeldi. Við getum kallað Gísli: Ég ætlaði að víkja ör- litið nánar að því sem Stefán var að ræða hér áðan í sam- bandi við samstarfið eða rétt- ara sagt, hvað vantar til að hægt væri að koma hlutum á framfæri. í fyrsta lagi vantar félagslegan skilning á þessu vegna þess að þessi þáttur er algerlega vanræktur af skóla- kerfinu. Vegna þessa ástands á sér stað mjög lítil umræða, og það er kannski alvarlegast, og hana vantar til dæmis bæði í fjölmiðlum og í sjálfum hönn- unarstéttunum. Ýmsum ná- grannaþjóðum okkar hefur tekizt að vekja þessa umræðu. í Finnlandi á sér til dæmis stað mikil og víðtæk umræða, að því er mér skilst. Þar er samstarf, þar eru skólar sem láta sig þessi mál skipta, þar taka fjölmiðlar virkan þátt i umræðunni. Þetta hlýtur að vera að einhverju leyti lifandi þáttur í fræðslukerfinu og stjórnmálunum. Jón: Finnar leggja þjóðarstolt sitt, sem er ekkert smásmíði, i sína list á öllum sviðum, ekki sízt byggingarlist. Finnar telja það aðal sitt að vera menn- ingarþjóð á háu listrænu plani. Gísli: Kannski er ástandið eitt- hvað að breytast hér. Hver veit nema sé að verða möguleiki á hálfgerðu samsæri, ef svo má orða það. Það er hægt að efna til samsæris um að koma þess- um stéttum örlítið lengra á- leiðis og koma þessum viðhorf- um til almennings, og þá jafn- framt búa til hluti sem eru eitthvað hlutgengari bæði á erlendum og innlendum mark- aði. Forsendan er áreiðanlega aukinn áróður í fræðslukerf- inu. Það var haldin ráðstefna í fyrra á vegum menntamála- ráðuneytisins og Myndlista- og það fornar dyggðir eða gamalt gæðamat á hiutunum, sem var rikjandi framað seinni heims- styrjöld, en í stríðinu forskrúf- ast þetta alltsaman. Snobbið og peningamatið kemur til sög- unnar, og þá breytist raun- verulega gæðamat íslendinga á öllum sviðum. Að listamenn skuli hafa notið þess, að verk þeirra voru keypt, er hrein til- viljun. Það stafaði sennilega af því, að menn héldu að mál- verkakaup væru góð fjárfest- ing eða það væri fínt að hafa málverk uppá veggjum. handíðaskólans, þar sem á- kveðnar niðurstöður fengust og vísbendingar til þjóðfélags- ins um, hvað gera þyrfti til að koma þessum málum í viðun- anlegt horf. Myndíðakennsla kemur til dæmis ekki til skjal- anna i skólakerfinu fyrr en börn eru orðin 10 ára, og þá ákaflega takmörkuð og jafn- vel borin upp af aðilum sem ekki hafa notið grundvallar- menntunar í þessum greinum. í gagnfræðaskólum og mennta- skólum er engin listasaga kennd og ekki einusinni í Há- skóla íslands. Sagnfræðingar, félagsfræðingar og menn sem eru að kanna þjóðfélagshætti vita ekkert um listasögu, svo dæmi séu nefnd. Ef við eigum að vekja almenna umræðu um þessi efni, verðum við að ráðast á þennan garð. Spurningin er, hvenær gerum við það og hvernig förum við að því? Hörður: Þetta er í rauninni brennipunkturinn í umræðu okkar. Stefán: Mig langar að halda örlitið áfram i sama dúr. Fyrir þremur árum var hönnun og allt henni viðkomandi afskap- lega vinsælt og öllum mjög hjartkært umræðuefni í fram- leiðslustétt. Þá skildist manni að hönnun væri lausnarorð fyr- ir islenzkan iðnað. Við færum bara að flytja út vörur í stór- um stíl eftir nokkra mánuði. Ég held það hafi verið farið ákaflega illa með þá hvatningu sem þarna kom raunverulega fram. Við höfum ekki gripið tækifærin, og aðilar, sem hefðu átt að vera vakandi fyrir þessu, til dæmis hálfopinber stofnun einsog Útflutningsmiðstöð iðn- aðarins, hafa ekki fylgt þeirri stefnu í þessum málum, sem eðlileg hefði mátt teljast. Út- flutningsmiðstöðin hefur til dæmis ekki, svo mér sé kunn- ugt, í neinu tilfelli lagt mat á, hvað hún væri að sýna, hvað hún væri að auglýsa erlendis sem islenzkar vörur. Hvaða framleiðandi sem er hefur get- að komið vöru sinni á sýningu hjá henni. Það hefur semsé verið meginsjónarmið Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar, að engu máli skipti hvernig vara liti út, ef hún reyndist vera söluhæf. Þarna er verið að auglýsa ís- land, og með þessu áframhaldi er kannski verr af stað farið en heima setið. Samvinna milli útflutningsiðnaðarins og hönn- uða hefur ekki verið eins mikil eða náin og æskilegt hefði ver- ið. Það er til dæmis ekki fyrir hendi neitt eftirlit eða listrænn dómur með neitunarvaldi. Gísli: í stjórn Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins eða stjórn- um þeirra fyrirtækja, sem eiga aðild að henni, er ekki einn einasti hönnuður eða einstakl- ingur með menntun á því sviði. Gylfi: Ef við förum alltíeinu að einblína á hönnun og leit- SAM: Kallarðu þetta sósíal- isma? Öllu má nú nafn gefa! J ón: Rannsóknarrétturinn píndi margan manninn í nafni Krists! Hörður: Það sem ég var að koma að er þetta: Þegar við erum að tala um vandamál samtíðar og framtíðar, miðum við alltaf við neyzluþjóðfélagið. Ég er ekki frelsaður marxisti og túlka þvi ekki þessa hluti útfrá því sjónarmiði. Ég er einungis að reyna að gera grein fyrir því, að einn góðan veðurdag gæti það hugsazt, að neyzluþjóðfé- lagið væri búið að vera, ein- faldlega vegna þess að við horfum framá þá staðreynd, að auðvaldsþjóðfélagið hefur ver- ið svo frekt að það er búið að éta upp allar sínar auðlindir, þannig að fólk verður alltíeinu að temja sér nýja lifnaðar- hætti. Mér finnst, að það verði að koma inní þá mynd, sem við gerum okkur af framtíðinni, að þessi kostur er hugsanlegur, þó við miðum umræðu okkar fyrst og fremst við hið kapítalíska markaðskerfi. Og þá komum við að niðurstöðu þessarar frægu skýrslu frá Massachus- um orsaka þeirrar vakningar, sem átti sér stað fyrir nokkrum árum, þá varð hún á þessum kreppuárum, þegar við vorum búnir að drepa alla síldina og verðfall varð á þorskblokkinni í Bandaríkjunum. Þá ranka menn alltíeinu við sér og segja: „Við verðum að finna eitthvað nýtt til að flytja út.“ Það held ég sé orsök þessarar skyndilegu vakningar. Hörður: Mér finnst ástæða til að koma að einu atriði í þessu sambandi. Ég lít ekki svo á, að þessi svokallaða hönnun, sem ég tel vera einn þátt i listamenntavakningu þjóðar- innar, eigi einungis að vera fyrir útlendinga. Vitanlega á hún að vera fyrir okkur sjálf. Við eigum fyrst og fremst að mennta okkar eigin þjóð. —• En svo reynt sé að horfa til fram- tíðarinnar, þá blasir sú stað- reynd við okkur, þegar litið er yfir veröld samtímans, að sósíalisma hefur verið komið á í Sovétrikjunum, Austur- Evrópu og Kína, og það er ver- ið að stefna að honum víða annarsstaðar. etts Institute of Technology, sem Magnús Kjartansson vitn- aði til í sinni ágætu ræðu á Laugarvatni, að þau siðgæðis- legu markmið, sem mannkynið yrði að setja sér vegna ört minnkandi hráefnisforða, væru til dæmis þær góðu dyggðir sem forfeður okkar lifðu eftir, svosem sparneytni og iðkun andlegs lifs einsog gert var á miðöldum. Við getum hugleitt okkar nánasta umhverfi ó- keypis. Þetta er ekki langt undan, og þessvegna verðum við að hafa það á bakvið eyrað í þessari umræðu. Stefán: Verðum við samt ekki að reikna með þessu kapítal- íska markaðskerfi, einsog Hörð- ur nefnir það? Annars er ekki til neins að vera að þessu. Jón: Gleymum því ekki, að það er líka til sósíalískur markað- ur. Spyrjið bara Bandarikja- menn, sem eru að selja hveiti til Sovétríkjanna. Hörður: Ég vil þá bæta því við sem listamaður, að ég er mjög uggandi útaf sósíalismanum, einsog hann hefur hagað sér, því hann hefur bælt frjálsa Samsæri Þriðji kostur? 37

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.