Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 42
Septembermenn og nokkrir
fleiri komu fram á sjónarsvið-
ið, þá eru þeir sumir í læri hjá
Þorvaldi Skúlasyni og mála
mjög í hans stíl. Síðan taka
þeir breytingum, og ég veit ekki
betur en sumir SÚM-mennirn-
ir hafi verið í læri hjá okkur,
þó þar sé kannski ekki um að
ræða djúptæk áhrif.
Gylfi: Já, þetta er hárrétt.
Hörður: Þorvaldur Skúlason
eða einhver úr hans hópi
drekkur í sig afstraktlistina, en
fyrir í landinu eru landslags-
málarar. Þá finnst mönnum
Stefán: Að því er varðar ís-
lenzka listsköpun og erlend á-
hrif, þá held ég að það hljóti
að vera eðli málsins sam-
kvæmt, að þeir menn, sem hafa
menntað sig á þessum sviðum,
líti á viðfangsefni sín sem
vandamál. Þeir ráðast gegn því
með því að sundurgreina það
og skilgreina, brjóta það til
mergjar og reyna að byggja
upp eitthvað nýtt. Það verður
aldrei hjá því komizt, að stefn-
ur og straumar hafi sín áhrif,
en ég held að menn reyni að
gera nýja hluti, og þá eru þeir
íslenzkir um leið og íslenzkur
aðili stendur að þeim. Það má
kannski nefna, að nýlega hefur
verið gerð úttekt á húsgagna-
iðnaðinum, og meginniðurstaða
hennar er sú, að koma þurfi á
hagræðingu í öllum iðnaðinum,
en jafnframt að það kunni að
borga sig að fá svonefnd fram-
leiðsluleyfi leigð frá útlöndum.
Það á semsé ekkert að vera að
leggja í það erfiði að vekja
upp innlend hugverk. Þetta
verður að teljast heldur svona
hvimleitt viðhorf.
SAM: Er þetta útbreitt við-
horf ?
Stefán: Það eru nokkur fyrir-
tæki sem þegar hafa ráðizt í
þetta, en þetta er það nýtt af
SAM: Það virðist vera almennt
sjónarmið hér, að við höfum
yfir mjög miklum hæfileikum
þessi afstraktlist vera óskap-
lega óþjóðleg og andstyggileg
og ekkert í hana varið. Síðan
koma SÚM-mennirnir, og þá
er látið nákvæmlega eins við
þá. Þetta hefur alltaf verið
svona.
Gylfi: Með þeim mismun þó,
að markaðsmöguleikar fyrir
megnið af SÚM-listinni eru
alls ekki sjáanlegir.
SAM: Enda er sú list oft harla
forgengileg.
Gylfi: Það er rétt, hún er oft
mjög forgengileg.
nálinni, að maður veit ekki hve
útbreitt það er.
Hörffur: Þetta er nákvæmlega
sama tilhneigingin og kemur
fram í því, að það er sífellt ver-
ið að sækja erlenda sérfræð-
inga til að fjalla um alla hugs-
anlega hluti hérlendis. Þetta
getur verið hættuleg leið, sem
menn verða að vara sig á.
Það er ástæðulaust að vera að
sækja sérfræðinga til Noregs
eða Danmerkur, þó allt gott
megi um þá segja, þegar við
höfum í landinu hæfa menn til
að vinna þessi verk.
SAM: Stafar þessi tilhneiging
ekki af þvi, að hinir erlendu
sérfræðingar eru taldir þekkja
betur möguleikana á erlend-
um mörkuðum?
Hörffur: Gætu íslendingar ekki
fullt eins vel kannað þá mögu-
leika?
Stefán: Með þessu framferði er
verið að gera að engu mögu-
leika á að virkja þann mann-
afla sem fyrir hendi er og er
búinn að bíða eftir verkefnum
í 15 ár eða lengur.
Hörffur: Ef við ætlum að fara
að rækta með okkur nýlendu-
hugarfar, er eins gott að við
flytjumst til stóru landanna.
að ráða, sem ekki séu hagnýtt-
ir og fái ekki verkefni við sitt
hæfi. Þessvegna er þessi árátta
furðuleg. Hversvegna hafa ís-
lendingar ekki verið þjálfaðir
i markaðskönnun og þeim
greinum sem lúta að öflun er-
lendra markaða?
Stefán: Það liggur í eðli ís-
lendingsins, að hann þarf að
fá útlendinga til að segja sér
það sem hann veit þegar.
SAM: Við erum greinilega ekki
búnir að hrista af okkur und-
irlægjuhugsunarhátt danska
drottnunarskeiðsins.
Hörffur: Það má benda á mörg
dæmi um þetta. Ég nefni til
dæmis niðurstöðu Karstens
Rönnows um Bernhöftstorfuna,
sem var birt i 5. hefti Samvinn-
unnar 1972. Þetta er næstum
orði til orðs það sama og við
Þorsteinn Gunnarsson sögðum.
En það var bara ekkert að
marka það, afþví við sögðum
það.
Jón: Ég hef ævinlega hliðrað
mér hjá að láta uppi afstöðu
mina til Bernhöftstorfunnar,
þótt málið heldur broslegt, líkt
og óveður i undirskál: Hreyf-
ing í leit að hugsjón. En ég
hef leyft mér að halda því fram
og skal ítreka það hér, að hvert
það mál, sem tefur fyrir því,
að á þessum stað eða öðrum
rísi eitthvað frá skrifstofu
húsameistara ríkisins geti ekki
verið alrangt.
Guffrún: Varðandi spurning-
una um erlendu áhrifin vildi
ég aðeins segja, að é.g held við
séum alltaf háð þeim stað og
þeim aðstæðum sem við vinn-
um við, þannig að það er ó-
hjákvæmilegt, að viss aðlögun
eigi sér stað, hversu mikil sem
erlendu áhrifin eru. — Um
erlendu sérfræðingana langar
mig til að segja, að við erum
nákvæmlega i sömu aðstöðu og
aðrar stéttir. Éf á að gera eitt-
hvað stórt eða frábært á ís-
landi, þó það sé ekki annað en
semja verklýsingu fyrir ein-
hverja opinbera byggingu, þá
er strax rokið upp til handa og
fóta og fundinn einhver er-
lendur sérfræðingur, sem tal-
inn er geta leyst vandamálið
betur en íslenzkir fagmenn með
hliðstæða menntun. Þetta á
líka við um skipulag bæja og
borga, og þar má segja, að
erlendu áhrifin sem við höf-
um á vissan hátt unnið eftir,
séu sízt löguð að íslenzkum að-
stæðum. Við höfum tekið er-
lendar skipulagshugmyndir
hráar og notað þær án nokkurs
tillits til innlendra aðstæðna.
Þetta á kannski að einhverju
leyti rætur að rekja til þess, að
við höfum hér aðalskipulag
fyrir Reykjavík, sem gert er af
útlendum manni, sem vitan-
lega hafði sína forskrift ann-
arsstaðar frá og gat ekki fylli-
lega lifað sig inní okkar
vandamál. Það er alveg sama
hvaðan þessar hugmyndir eru
komnar. Niðurstaðan hefði orð-
ið sú sama og á sér stað með
erlenda sérfræðinga á öðrum
sviðum. Þeir geta aldrei fyllí-
lega náð valdi á íslenzkum
veruleik nema þeir búi hér. Ég
held við stöndum andspænis
því núna, að við erum að
byggj a eftir forskrift, sem mið-
uð er við stórborgir og stór-
þjóðir, og þar kemur það ekki
eins að sök, þó einhver mistök
eigi sér stað. Stórþjóðirnar
byggja hraðar og hafa meiri
möguleika á að leiðrétta mis-
tökin, en hér er þetta svo á-
takanlegt vegna þess að við
erum enn að byggja það sem
allir eru búnir að viðurkenna,
að sé bandvitlaust. Við erum
til dæmis að byggja svefnbæi,
sem er löngu úrelt viðhorf og
löngu búið að fleygja því fyrir
borð annarsstaðar. En hér
vinnum við eftir skipulagi, sem
vinnst miklu hægar, vegna þess
að við höfum kannski 15 ára
uppbyggingartima þar sem
aðrar þjóðir hafa 3 eða 4 ár. —
Þá má lika víkja að eignarfyr-
irkomulagi á íbúðum, sem
minnzt var á hér áðan. Þegar
þetta er borið saman við út-
hverfi Kaupmannahafnar, sem
mér finnst að mörgu leyti anzi
hreint misheppnuð, þá eru
Danir þó búnir að koma auga
á vitleysurnar. Þeir eru búnir
að byggja sinn Albertslund og
sjá, að þetta er ekki rétta leið-
in. Þá halda þeir ekki áfram
á sömu braut einsog við gerum.
Við erum jafnvel að basla við
að láta fólkið sjálft fjármagna
svona vitleysur. í Danmörku
eru það þó bæjarfélögin sem
hafa staðið að þessu og leigja
það út, þannig að fólk getur
farið þegar því sýnist. Hér eru
menn hinsvegar árum saman
að basla við að koma þaki
yfir kollinn á sér fyrir mikla
blóðpeninga, og búa síðan að
vitleysunni sjálfir árum eða
áratugum saman, kannski æv-
ina á enda. Þetta þarf allt að
taka til rækilegrar endurskoð-
unar. Við höfum ekki heldur
tekið mið af íslenzkum for-
sendum í sambandi við leik-
möguleika barna. Við erum að
lepja upp eitthvert leikvalla-
fyrirkomulag frá öðrum lönd-
um sem búa við allt aðra veðr-
áttu en við. Ég held að krakk-
ar hér vildu hafa þetta allt
Hvímleitt viðhorf
Oftrú á erlendum
42