Samvinnan - 01.12.1973, Síða 44

Samvinnan - 01.12.1973, Síða 44
öðruvísi ef þeir mættu ráða. Sömuleiðis held ég að við verð- um í okkar skipulagi að taka tillit til margs annars en bíls- ins, sem hér er allsráðandi. Við höfum þessar akbrautir og heimkeyrslur að húsum, og það er svosem gott og blessað, en við hugsum ekki um neitt ann- að. Hérna höfum við til dæmis hestinn og hesthús í næsta ná- grenni Reykjavíkur. Það mætti áreiðanlega nýta þennan möguleika miklu betur, til dæmis með því að fá reið- stiga inní hverfin. Sé minnzt á hjólreiðastíga, er engu likara en menn fái krampa. „Hver heldurðu að hjóli í Reykjavík?“ er spurt. Vitanlega er ekki hjólað í Reykjavík, einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt: það má ekki hjóla á gangstétt- Stefán: Er ekki einn þáttur þessa vanda sá, að hér á landi hefur aldrei mátt eyða tíma eða peningum i neina for- vinnu? Það þykir til dæmis alveg fráleitt að borga manni fyrir það eitt að sitja og hugsa í nokkra daga. Guðrún: Við borgum erlendum sérfræðingum fyrir það, og þessvegna þurfum við ekki að hugsa sjálf. Jón: Ég las ekki alls fyrir löngu úrval enskra ritgerða frá sið- ustu fimm öldum um „göfgi at- hafnaleysisins", sem leiddi mér fyrir sjónir hve við eig- um langt í land á þessu sviði. Skurðgraftarsjónarmið íslend- inga er fjarri því að vera horf- ið. Að liggja í láréttri stellingu sem er einsog allir vita eina stellingin sem er manninum eðlileg — til að hugsa og jafn- vel til fleiri þarfra hluta — er okkur að mestu framandi. Við erum alls ekki komnir yfir púlsvinnuviðhorfið. Ekki hefur þessi stórkostlegi aðskilnaður vísinda í raunvísindi og hug- vísindi bætt úr skák. Orðin skýra sig sjálf og þar kemur fram þessi umræddi klofning- ur. Annarsvegar er það púls- vinnusj ónarmiðið: Grefurðu nógu langan og djúpan skurð á svo og svo löngum tíma? Eða geturðu reiknað það út í prós- entum, hvort heiðargæsin flytji sig eða flytji slig ekki? Ef blessuð heiðargæsin tæki uppá því að deyja út, þá er við eng- an að sakast, vegna þess að bú- um og stórhættulegt að hjóla á akbrautum. Það eru ótal slík atriði sem við höfum ekki á nokkurn hátt tekið til sjálf- stæðrar yfirvegunar, heldur höfum við bara sagt: „Svona er þetta gert erlendis, og þá hlýtur það að vera í lagi hér.“ Gylfi: Má ég skjóta að einu jákvæðu atriði í þessu sam- bandi? Á síðastliðnu ári fékk þó einn íslenzkur myndlistar- maður hálfs árs starfsstyrk til að skipuleggja barnaleikvelli, og það virðist benda til að við séum rétt aðeins að vakna. Guðrún: Það er alveg rétt. Magnús Tómasson fékk þenn- an starfsstyrk, og ég vona bara að hugmyndum hans verði hrundið í framkvæmd. ið var að reikna út, að hún dæi ekki út, og við trúum allir því, sem búið er að reikna út. Aðal- skipulag Reykjavikur er að því leyti merkilegt plagg, að þetta er i fyrsta skipti sem íslenzk skipulagsmál eru tekin fyrir sem viðfangsefni. í annan stað er það aðalskipulag, sem liggur þarna fyrir, tæknileg vinna, þar sem reiknað er út meðal annars hversu margir bilar aka eftir röngu umferðarkerfi frá einum stað til annars. Af þeim niðurstöðum, sem þannig fást, á maður að setja saman annað kerfi, en það er enginn kominn til með að segja, að þau hlut- verk sem áður voru á þessum stað ættu ekki að vera annars- staðar. Það sem hér um ræðir er að rannsaka rangar for- sendur og byggja á þeim í stað þess að spyrja, hverju eigi að breyta. Það er til dæmis ekki spurt, hvort hægt væri að breyta kerfinu i miðbænum, meðal annars með varðveizlu miðbæjarins fyrir augum. Ég veit að danski sérfræðingurinn, Bredsdorff, sagðist ekki vera kominn til að sýna okkur nein- ar lausnir, heldur til að gera það sem við vildum að hann gerði. Enda hlógu kollegar min- ir, jafnvel þeir dönsku, að ráðningunni. Þessvegna datt mér í hug, hvort við hefðum til dæmis ekki getað byggt hærra í gamla miðbænum. Það skipt- ir engu máli i byggingu með góðri lyftu á hvaða hæð skrif- stofa er. Miðað við þau hús, sem rétt væri að fjarlægja til að halda miðbænum lifandi, hefði þetta verið fær leið. Það er alger óskhyggja frá Jót- landsheiðum að halda að hægt sé að flytja fólk og umbreyta lífi þess. Sálrænt séð er mið- bærinn hjarta borgarinnar, og við getum aldrei flutt hjarta borgarinnar útí einhvern ann- an likamshluta. Þetta er dæmi um neikvæð erlend áhrif. Skipulagið hér er undir dönsk- um áhrifum og þeim ekki góð- um. En ég er ekki sammála Herði um erlend áhrif í íslenzk- um arkítektúr. Ég sakna þess- ara áhrifa. Við vitum, að á hvaða sviði lista sem er á mað- ur að hafa fyrirmynd — það er forsenda þeirra tengsla milli kynslóðanna sem talað var um hér áðan. Hafi maður ekki fyr- irmynd, hefur hann enga hug- sjón og enga skoðun á því, hvernig hlutirnir eiga að vera. Síðan koma til hæfileikar, geta, kraftur einstaklingsins, sem skera úr um það, hvenær hann hættir að líkja eftir fyrir- myndinni og fer að vaxa sjálf- ur uppúr þessum áhrifum. Þessvegna sakna ég góðra og heilbrigðra áhrifa, og það sem skiptir kannski mestu máli er, að menn velji sér góða fyrir- mynd til að vaxa frá. Við sjá- um ekki á íslenzkri byggingar- Jón: Þú ert auðheyrilega upp- frædd i Danmörku. Norðmenn voru mjög framarlega á kreppuárunum fyrir seinni heimsstyrjöld með Ove Bang, Kosmo og fleirum, en síðan hafa komið fram margir á- hrifamiklir menn eftir stríðið. Vitanlega eru til góðir menn bæði i Svíþjóð og Danmörku, og þó fleiri í Danmörku, en það undraverða er breiddin í Finn- landi, þessar sterku, stóru lin- ur sem ekki er hægt að kalla tízku, heldur fela í sér ákveðin viðbrögð við vandamálum. Við vitum að ekki er með góðum árangri hægt að nálgast neitt vandamál nema með auðmýkt, afþvi okkur eru ljósar tak- markanir okkar og getum aldrei náð því sem við ætlum okkur, og það verður efalaust alltaf gert betur en við gerum. En það er þó einhver stefna, einhver vilji bakvið það sem vel er gert, og það á við um Finnland. Einsog ég sagði fyrr, þá leggur þjóðin stolt sitt í arkítektúr, og ekki aðeins list i dag, að þar séu einhver sterk áhrif frá einhverjum til- teknum meistara. Maður sér ákveðin drög að þessu hér og þar, hluta af byggingu eða eitt- hvað þvíumlíkt, ákveðna kæki sem eru mörgum eiginlegir, en að um sé að ræða sterk áhrif, hvort sem er amerísk, evrópsk, finnsk, norsk, frönsk, það held ég sé misskilningur. Mergurinn málsins er sá, að við erum ekki búnir að finna sjálfa okk- ur, við erum allir leitandi, en mér finnst ekki vera hægt að tala um íslenzkan arkítektúr í þeim skilningi, að hann hafi einhvern sameiginlegan heild- arblæ einsog til dæmis spænsk- ur arkitektúr, þó hann sé und- ir geysisterkum márískum á- hrifum. Sænskur arkitektúr hefur varla nokkur sérein- kenni. Norskur arkítektúr hef- ur afturámóti sín sterku sér- einkenni, þegar hann er bezt- ur, að ekki sé talað um finnsk- an arkítektúr. Það er einhver höfuðlína sem einkennir arkí- tektúr hvers lands. Guðrún: Það er ekki fyrr en á síðustu árum sem nokkuð verulega hefur kveðið að norsk- um arkitektúr. hann, heldur lika í hönnun og listir almennt. Hún tekur þessa hluti framyfir stálverksmiðj- urnar og skipasmiðastöðvarn- ar og trjávinnslustöðvarnar, þó hún skammist sín hreint ekki fyrir þær, en þessu er öfugt farið um íslendinga. Meðan við búum við þessi viðhorf ráðamanna, sem eru að sjálf- sögðu aldir upp við menntun- arleysi og upplýsingaskort skól- anna í þessum greinum, þá vantar þann skilning sem er nauðsynleg forsenda þess, að hér verði til arkitektúr í þeirri merkingu sem ég legg í það hugtak. — Ég verð að játa, að ég hef lúmskan grun um, að nú sé verið að gabba okkur einsog hér um árið, þegar talað var heil ósköp um rjúpuna, meðan verið var að svíkja i landhelgismálinu. Meðan núna er verið að rífast útaf Bern- höftstorfunni, þá er haldið á- fram að eyðileggja alla bovg- ina, teikna og reisa eina stór- bygginguna á fætur annarri, hvort sem hún heitir Þjóðar- A5 fá tíma til að hugsa Hryðjuverkin framin í kyrrþey 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.