Samvinnan - 01.12.1973, Page 45

Samvinnan - 01.12.1973, Page 45
bókhlaða, Borgarleikhús, Tann- garður, Landsspítalaviðbót, nýtt útvarps- og sjónvarpshús, skipulag borgarinnar í heild. Öll stóru mannvirkin gleymast afþví við erum alltaf að deila um Bernhöftstorfuna. Hörður: Þetta er rétt að vissu marki, en ég vil alls ekki við- urkenna það að ég sé að búa til eitthvert rjúpumál þegar ég berst fyrir því, að húsin í Bern- höftstorfunni séu varðveitt. Jón: Ég er ekki að gagnrýna viðhorf verndunarmanna, held- ur spyr ég hvort stjórnmála- mennirnir okkar séu ekki al- sælir með, að hægt sé að rifast um þetta mál, meðan þeir fremja hryðjuverkin í kyrrþey. Hörður: Þau voru flest framin áður en Bernhöftstorfan kom til. Hörður: í framhaldi af þessu vil ég loka hringnum með því sem ég byrjaði með: Til þess að íslendingar fái raunverulegan áhuga á sjónmenntum, verða þeir að gera sér grein fyrir því, að þeir eigi eitthvað sjálfir frá fortiðinni. Við eigum það, en því hefur alls ekki verið kom- ið á framfæri. Þessvegna álit ég að fræðslan um það sem við höfum átt sé mjög mikilvæg, en ég vil ekki bara horfa til baka, heldur líka fram. Við verðum að byrja á því að skrifa íslenzka listasögu, íslenzka byggingarlistasögu og islenzka listiðnaðarsögu, svo hægt sé að vekja stolt þjóðarinnar yfir því sem við eigum. Endaþótt rifizt sé um stefnur og strauma i bókmenntunum, módernisma, atómskáldskap og svo fram- vegis, þá er raunverulegur bók- menntaáhugi meðal íslend- inga, afþví þeir vita að þeir hafa átt markverðar bók- menntir. Annað brýnt fram- tíðarverkefni er að fá innlend- ar stofnanir í öllum þessum SAM: Hvað vilduð þið segja um íslenzka höggmyndalist? Hvar er hún á vegi stödd? Hörður: Ég held hún sé í svip- aðri stöðu og aðrar listgreinar. Jón: Ég er alls ekki að ásaka friðunarmenn, en reyna að lita á málin frá sjónarhóli póli- tíkusanna, sem leiða ykkur á eftir gulrótinni. Hörður: Sálrænt séð er þetta auðvitað alveg rétt athugað. Eftir því sem svikin verða stór- kostlegri, þeim mun meira ríf- umst við um smáatriðin. Stefán: Er ekki kjarni málsins sá, að það sem við þurfum að gera er að auka virðingu lands- manna fyrir þessu formlista- fólki öllu saman? Það er tal- að um að arkítektar teikni ó- hæf þök sem ekki haldi vatni, og um það hugsar fólk. Allir þeir kraftar, sem við höfum yfir að ráða, verða okkur ó- nýtir, ef við fáum ekki ein- hvern myndugieik til að hag- nýta þekkingu okkar. formgreinum. Nú er það mikil tízka og ég finn það ekki sízt hjá nemendunum, að ekki megi vera nein miðstjórn, heldur skuli framkvæmdavaldi og frumkvæði dreift sem víðast, og árangurinn hefur orðið sá, að ekkert hefur verið gert, enda vilja þeir ekki einusinni hafa félög i skólanum. Ég er það hlynntur miðstjórnarvaldi, að ég vil koma hér upp fræðslu- miðstöðvum og fræðslustofn- unum. Alveg einsog við höfum Alþingi, menntamálaráðuneyti og aðrar slíkar stofnanir, vil ég koma hér á fót sérstakri Sjón- menntastofnun, þar sem starf- semin er þannig skipulögð, að á einum geira eru listiðnaðar- mennirnir, öðrum arkítektarn- ir, þriðja frjálsmyndlistamenn- irnir, en vinni saman og verði áhrifaafl í þjóðfélaginu, sem tekið er tillit til. Jón: Það er semsé Bauhaus- hugmyndin. Hörður: Já, það er rétt. Það er ofurlítill skyldleiki með arkítektum og myndhöggvurum að því leyti, að þeir þurfa að fá stór verkefni og geta ekki með góðu móti unnið i litlum form- um einsog málararnir. Til stórra verkefna þarf fjármagn, en það hefur lítið verið hugsað fyrir því, þannig að mynd- höggvarar hafa í vissum skiln- ingi verið i svelti. Aukþess er miklu erfiðara að stunda högg- myndalist, það þarf meira þrek í það, og þarafleiðandi leggja færri útá þá braut, þannig að við höfum átt miklu færri myndhöggvara en málara. SAM: En teljið þið ekki að okkar beztu myndhöggvarar séu hlutgengir hvar sem er? Hörður: Þeir eru á alveg sama plani og málararnir. Ég get ekki gert uppá milli þeirra. Jón: Þeir fá bara alltof, alltof fá tækifæri til að spreyta sig. Hugsið ykkur til dæmis þessa hugsýn Ásmundar Sveinssonar að búa þessar tröllvöxnu skess- ur og þjóðsagnapersónur til í viðeigandi stærð, ekki neinni postulinshundastærð, láta þær standa yfir götu, einsog hann hefur til dæmis hugsað sér Helreiðina. Hversvegna ekki? Við þurfum endilega að láta gamla manninn geyspa gol- unni, og þá verður eflaust rok- ið upp til handa og fóta til að hrinda hugmyndum hans í framkvæmd. Gylfi: Mér finnst við hafa átt mjög góða menn í höggmynda- list, bæði Sigurjón Ólafsson, Ásmund Sveinsson og fleiri. Af- því minnzt var á tækifæra- skortinn, sem þessir menn búa við, vil ég benda á Jón Gunnar Árnason, sem er að mínu mati mjög mikill listamaður. Á öll- um sínum ferli hefur honum Gylfi: Það er ein spurning sem mér liggur á hjarta: Er ís- lenzkt þjóðfélag og umhverfi hvatning myndlistarmönnum, hönnuðum og arkitektum? Stefán: Með umhverfi er átt við landslagið og fólkið, eða hvað? Gylfi: Já, og þjóðfélagið. Jón: Það væri kannski nær sanni að kalla það ögrun. Gylfi: Ég held að menn stæðu einusinni veitzt tækifæri til að búa til sæmilega stórt verk, það var á Hagatorgi fyrir framan Háskólabíó í sambandi við Listahátíðina 1970, og það var gert til bráðabirgða. Hann varð að standa í þrasi til að fá örlitla hækkun á þóknuninni vegna þess að hann vildi ganga sóma- samlega frá verkinu. Önnur tækifæri hefur þessi listamaður tæplega fengið. Reyndar var honum falið að gera handrið fyrir norðan nú nýlega, það er að segja gagnsmun sem hann breytti reyndar í listaverk. Svo er hitt, að þessir myndhöggvar- ar, sem hér hafa starfað, hafa gert mjög stóra hluti, og ég hef í rauninni ekkert við það að athuga, en nú er skúlptúr- inn að taka á sig allt önnur form. Hann er að verða miklu smágerðari. Menn einsog Magnús Tómasson og fleiri vinna i smáum formum, en verk þeirra teljast samt skúlp- túr. Margir þessara hluta hefðu engan ávinning af þvi að vera stækkaðir. Annað sem ég vildi benda á í sambandi við islenzka myndlist er það, að hún hefur verið alltof mikið bundin við olíumálverk. Hún hefur fyrst og fremst verið olíumálverk. Þeg- ar nú er lagt útá nýjar braut- ir, er fólk svo óvant þessu, að það tekur alls ekki við sér. Hörður: Það er meira að segja þannig, að ekki þýðir einusinni að bjóða því teikningu. Gylfi: Það er satt. Ég þekki það nú manna bezt. Jón: Grafík hefur alltaf verið útundan hjá okkur. ekki í þessu striti, ef umhverf- ið væri ekki hvetjandi. Stefán: Er ekki til einhver lög- gjöf, sem kveður svo á, að verja skuli ákveðnum hundraðshluta af byggingarkostnaði hins op- inbera til myndlistarsköpunar? Hörður: Það tekur einungis til skólabygginga, og það er alger- lega háð samþykki hlutaðeig- andi skólanefndar. Gylfi: Ég hef það eftir góð- um heimildum, að einar fimmtán byggingar hafi átt Sjónmenntastofnun Höggmyndalistin Er umhverfið listhvetjandi? 45

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.