Samvinnan - 01.12.1973, Síða 53

Samvinnan - 01.12.1973, Síða 53
Halldór Sigurðsson: HORFUR SÓSIALISMANS í RÓMONSKU AMERÍKU Valdarán hersins í Chile og fall Allend- es var mál sem varðaði heimsbyggðina með öðrum hætti og í ríkara mæli en títt er um atburði sem gerast í hinum svo- nefnda 3. heimi. Jafnsundurleitir ein- staklingar og hreyfingar einsog Pompi- dou, Castro og Páll páfi sjötti, Kristilegir demókratar á ítalíu, sovézki kommúnista- flokkurinn og hinar tvær fjölmennu frí- múrarareglur í Frakklandi fordæmdu valdaránið. Mótmælaaðgerðir áttu sér stað með þjóðum um allan heim. í Frakk- landi lögðu verkamenn um land allt nið- ur vinnu í nokkrar klukkustundir til að gefa til kynna afstöðu sína. Aðeins frá tveimur löndum bárust fagnaðarboð vegna þess sem gerzt hafði: hernaðarein- ræðisríkjunum Spáni og Brasilíu. Allende forseti og „chilísk leið“ hans til sósíalismans höfðu á sérstakan hátt vakið áhuga og samúð í heimshlutum, þar sem fólk vissi naumast hvar Chile var að finna á landabréfinu áður en Allende kom til valda árið 1970. „Heimurinn hefur ekki orðið vitni að þolinmóðari og agaðri stjórnarleiðtoga en Allende," skrifaði Lundúna-blaðið „The Observer“ í leiðara sem bar yfirskriftina CHILE: VON SEM DÓ. „í stað þess að hagnýta ríkisvaldið í marxískum anda gegn andstæðingum sínum, kaus hann þvertámóti samninga í stað þvingunar.“ Þrjár veigamiklar spurningar Áhugi umheimsins á stjórn Allendes hvíldi á þrem stoðum: einni alheimslegri, annarri sem varðaði Rómönsku Ameríku og þeirri þriðju sem varðaði Chile. í fyrsta lagi vaknaði spurningin: Er hægt að koma á marxísku (nánast kommún- ísku plús vinstra-róttæku) stjórnarfari, sem virðir og heldur áfram að virða hin- ar lýðræðislegu leikreglur? Að því er varð- ar Rómönsku Ameríku, vaknaði spurn- ingin: Er hægt að koma á mikilvægum umþótum í álfunni án valdbeitingar? Að því er varðar Chile, vaknaði spurningin: Hversvegna féll stjórn Allendes fyrir of- beldi hersins í mesta lýðræðislandi Róm- önsku Ameríku? Þessar spurningar vöknuðu náttúrlega með hliðsjón af sérstöku eðli og tildrögum Allende-stjórnarinnar. Hún var fyrsta „marxíska“ ríkisstjórnin sem nokkru sinni hafði komizt til valda í fullkomlega frjálsum og lýðræðislegum kosningum, innan eða utan Rómönsku Ameríku. Erlendis var litið svo á, að tiltölulega varkár og samningafús stefna Allendes væri nátengd eða stafaði af samsteypu- stjórninni. Margir voru þeirrar skoðunar, að stjórnin í Chile væri ekki einungis fyrsta marxíska ríkisstjórn, sem komizt hefði til valda eftir lýðræðisleiðum, held- ur mundi einnig verða fyrsta marxíska stjórn sem af frjálsum vilja fengi völdin í hendur andstæðingum sinum eftir næstu kosningar, ef úrslit þeirra yrðu henni andstæð. „Tilraun“ Allendes í Chile var líka nefnd „annað módel sósíalismans" — sem öfugt við fyrsta módelið notaði ekki lögregluríki og fangabúðir til að sannfæra andstæðingana, heldur hag- nýtti þvertámóti þingræðislegar aðferð- ir. Stjórn Allendes var með öðrum orð- um staðfesting þess, að hægt væri að skapa „sósíalisma með mennskri ásjónu“ (svo gripið sé til orða Tékkans Alexand- ers Dubceks). Hann hafði aldrei neinn eiginlegan meirihluta En það voru tvennskonar aðstæður sem gerðu réttmæti þessarar ályktunar vafa- samt. Aðrar voru þær, að Allende hafði einungis hlotið 36% atkvæðamagnsins í forsetakosningunum sem færðu honum völdin; kosningabandalag hans, Unidad Popular, komst aðeins uppí 43% í þing- kosningunum í marz 1973 — hinir borg- aralegu andstöðuflokkar höfðu 57% at- kvæðamagnsins. Þetta merkir, að á þingi var aldrei neinn eiginlegur meirihluti sem styddi hinar umfangsmiklu umbóta- áætlanir hans, og það var augljósasta ástæðan fyrir reiði hinna borgaralegu þjóðfélagsstétta og herforingja yfir fram- ferði Allende-stjórnarinnar, sem var ekki ævinlega jafnfriðsamlegt. Hinar aðstæðurnar, sem gera ályktun- ina vafasama, voru fólgnar í því, að Unidad Popular („Þjóðleg eining“) sam- anstóð af tveimur stórum flokkum, Kommúnistaflokknum er fylgdi Moskvu- línunni og Sósíalistaflokki Allendes á- samt nokkrum smáflokkum, sem spönn- uðu bilið frá hinum sósíaldemókratíska Róttæka flokki til meira eða minna bylt- ingarsinnaðra vinstri-kaþólikka og marx- ista. Á sama tíma og kommúnistarnir studdu samningastefnu Allendes, var meirihluti Sósíalistaflokksins undir for- ustu flokksleiðtogans, Carlos Altamiranos, fylgjandi róttækari byltingarstefnu. Þessi hluti samsteypustjórnarinnar var ekki frábitinn því að beita valdi til að stuðla að því, að Allende næði því markmiði sínu að koma á verkamannalýðveldi. Samtöl við Castro Meðan stóð á mánaðardvöl Fidels Castros í Chile haustið 1971, þegar hann var opinber gestur ríkisstjórnarinnar, gafst honum færi á að gera samanburð á þeim tveim „byltingarferlum" sem áttu sér stað í einræðisrikinu Kúbu og lýð- ræðisríkinu Chile. Þessir gömlu vinir, Allende og Castro, áttu mörg samtöl við Eduardo Frei með frelsishetju Chile, Bernardo O’Higgins, í baksýn. morgunverðarborðið á einkaheimili for- setans, og einn morgun hóf Castro að rekja fyrir vini sínum hin mörgu mein lýðræðisskipulagsins, skýra fyrir honum hættuna á „fasískri gagnbyltingu", nauð- synina á ögun verkalýðsins o. s. frv. Allende sótti þá hlaða af pappírum og rétti vini sínum. Það voru gagnrýnar greinar úr hinum borgaralegu blöðum og lýsingar á ræðum sem leiðtogar stjórnar- andstöðunnar höfðu haldið. „Lestu þetta,“ sagði Allende, „og svo getum við talazt við aftur.“ Daginn eftir kom Castro að morgunverðarborðinu með skelfinguna uppmálaða í hvern andlitsdrátt. „Ef þú kemur þessum mönnum ekki undir aga,“ sagði hann ,„fær byltingin aldrei mögu- leika á að takast. Við höfum aldrei lent í neinu svipuðu þessu á Kúbu.“ Ekkert í öllum stjórnmálaferli Allendes bendir til þess, að hann hefði beitt valdi til að „koma þessum mönnum undir aga“, jafnvel þó hann hefði átt þess kost. En Chile er lika allt annað land en Kúba, sem hefur bæði fyrir og eftir valda- töku Castros einungis þekkt lögregluríki. Saka hefði mátt Allende um að gera hreina nauðsyn að dyggð: hann vissi vel, að hann gat reiknað með hollustu her- afla landsins meðan hann héldi sér inn- an ramma stjórnarskrárinnar, og að her- inn mundi líta á það sem skyldu sína að snúast gegn honum þegar hann gerði það ekki lengur. Vopnun verkamanna Ein af ástæðunum fyrir valdaráni hers- ins var hin örlagaríka fjárhagslega og fé- lagslega ringulreið sem smámsaman þró- aðist í landinu; E. Fajon, fulltrúi í stjórn- málanefnd franska kommúnistaflokks- ins, kom í ágúst heim úr mánaðarheim- sókn til Chile og hélt blaðamannafund 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.