Samvinnan - 01.12.1973, Síða 59

Samvinnan - 01.12.1973, Síða 59
Jonathan Shear: Uppspretta hugsunar í YÍtundinni DESCARTES, KANT (t.h) Öll hugsum við. Daglega skýtur þús- undum hugsana upp í hugann, flestum þeirra okkur alveg að óvörum. Að sjálf- sögðu erum við í góðum kunningsskap við hugsanir okkar og finnst að jafnaði sem við vitum harla vel hvað við hugs- um. En þekking á hugsunum okkar getur verið með mörgu móti. Ekki er einungis unnt að gera sér grein fyrir hugsununum með merkingarlegum samanburði, held- ur einnig með hliðsjón af sameiginlegu upphafi þeirra. Komi mér hugsun, hvern- ig verður hún þá til með mér? Hvers virði er hugsunin lífi mínu? Hvað er ég, að ég geti framkallað eða móttekið þess konar hugsun? Þvílíkra spurninga hafa leitendur vizkunnar spurt um aldir. Við- fangsefnið fólst í því að brjótast gegnum ytra gervi hugsananna og komast að veruleikanum, sem lá þeim að baki. Lítum þetta nú stuttlega í sögulegu samhéngi. Grikkir í vestrænni menningararfleifð er venjulega litið á Sókrates sem hinn dæmigerða heimspeking, ástmög vizk- unnar og leitanda. í Varnarræðunni seg- ir Platon frá því, að meðan Sókrates var enn ungur maður hafi véfréttin í Delfí lýst því yfir, að enginn væri vitrari en Sókrates. Þetta ruglaði Sókrates í riminu, og hann tók að prófa hvern þann, sem virtist geta gert ærlegt tilkall til að vera álitinn vitur — embættismenn, hugsuði, skáld og handverksmenn. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að menn þessir, jafn- vel trúuð skáld innblásin af guðdómin- um, væru allir í raun og veru vizku- snauðir, þar eð þeir hugðu sig hafa vís- dóm, sem þeim var ekki tiltækur. Hver var sú vizka, sem þessa lærðu íbúa hinnar sögufrægu Aþenu skorti? Platon kennir, að vitur sé sá, sem meðal annars geti gert grein fyrir hugsun sinni. Sú greinargerð felst ekki aðeins í því að geta útskýrt merkingu hugsunar, heldur einnig að þekkja innsta kjarna hennar. Vitneskja um kjarna hugsunar krefst kunnugleika á henni í stigvaxandi óhlutlægum myndum, unz hún að lok- um stendur í ljósi uppruna síns. Þekk- ing á uppruna hugsunar er í augum Platons það sama og að þekkja hið góða, uppsprettu allrar tilvistar.i Ætti maður að geta talizt sannvitur, varð hann að sjá sérhverja hugsun sína í ljósi hins algjöra. Platon líkti þeim, sem var ó- kunnugt um hið algjöra, við blindingja. Platon gat dirfzt að bregða lærðum mönnum á Grikklandi gullaldar um blindu, þar sem hann þóttist ráða yfir aðferð til að öðlast beina innsýn í hið algjöra. í Lýðveldinu, frægustu bók sinni, dregur hann upp leiðina til þess- arar þekkingar.3 Hann segir, að rétt eins og sólin sé uppspretta sjáanlegs ljóss og sjónskynjunar, fyrirfinnist einnig upp- spretta andlegrar orku og vitundar, sem er hið góða. Hið góða er altækt upphaf andlegs ljóss, en í því greinir andlega augað hugmyndir sínar. Til að öðlast milliliðalausa reynslu af því var nauð- synlegt að þjálfa fyrst líkama sinn og síðan huga í meira en áratug, þar til vakandi tilfinning samræmis hafði verið rækilega grundvölluð. Þá gat maður tekið að iðka rökleiðslu3 með þvi að leyfa huganum að draga sig til baka úr venju- legum brennidepli og fylgja hugmynd- unum eftir til frumhugmyndanna, sem þær byggðust á, unz altæk uppsprettan birtist að lokum í beinni óskýranlegri uppljómun.4 Iðkun þessa kvað Platon vera „rauða þráðinn“ eða „mæniásinn" í heimspek- inni. Við framkvæmd hennar hverfur at- hyglin frá öllum tilfinningum og síðan frá öllum hugmyndum tilfinningalegs eðlis, þar til hún að lokum kemst á þau svið hugans eða sálarinnar, sem eru ó- breytileg, eilíf og skyldust hinu algjör- lega góða.s Eitthvað nálægt þessu fór skilningur ýmissa heimspeki- og trúarskoðana á Platoni í meira en sex aldir eftir dauða hans. En rökleiðslutækni hans, hver sem hún hefur verið, týndist í aldanna flaumi. í afturelding nýrra tíma mátti heimspekin byrja á nýjaleik. Descartes Nútímaheimspeki hefst með Descartes, sem um það bil tvö þúsund árum eftir daga Platons tók á ný að skerpa sjónir í leit að einhverri altækri þekkingu. Hann gerði sér grein fyrir, að þekking, sem tekur mið af tilfinningum, er oft á tíðum meingölluð og gefur alltaf ein- hvern höggstað á sér. Hann leitaði því einhvers algjörlega stöðugs i huganum, leitaði að Arkimedesarpunkti fyrir hugs- anaganginn. Descartes einsetti sér, að svo miklu leyti sem í hans valdi stæði, að gefa tilfinningum sínum og við- kvæmum hugsunum engan gaum, þar til hann hefði fundið eitthvað, sem hann þyrfti ekki að vera í neinum vafa um. Hann komst að sínu fræga cogito, þar sem hann sló því föstu, að ekki væri unnt að draga eðli hans sem vitundar- veru í efa. Vitund hans og tilvera væri óaðskiljanleg: svo lengi sem hann hafði rænu, var hann.° Descartes komst að þeirri niðurstöðu, að sjálf hans eða hug- ur væri hugsandi vera, stöðugt upptekin af hugsunum, rökfærslu, vilja, skynjun eða annarri starfsemi. Þrátt fyrir að Descartes gerði sér ljóst, að hugurinn gæti orðið óháður sérhverri stefnubundinni hugsun, virtist hann ekki gera ráð fyrir þeim möguleika, að hugurinn gæti verið óháður öllum hugs- unum í einu. Descartes gefur okkur eng- ar bendingar í þá átt. Hvergi eru leiddar að því líkur, hvað hugurinn að baki allra þessara hugsana geti verið. Hver er innsti kjarni hugans, handan allrar starfsemi? Hvergi bólar á svari. Rökkur hvílir enn yfir upptökum hugsananna. Spurningunni i miðpunkti heimspekinn- ar er enn ósvarað. Brezkir raunsæismenn Við snúum okkur að skoðunum brezku raunsæisstefnunnar og finnum fyrir John Locke, yngri samtíðarmann Descartes, sem fellst á, að tilvera sjálfsins sé óve- fengjanleg. Locke leiddi rök að því, að sjálfið væri einskonar samfella vitund- ar, sem yrði mönnum ljós í reynslu og minningum. En hann getur sér ekki til um það, hvað vitundin í sjálfri sér kunni að vera, né heldur á hverju hún hvíli, utan að hún virðist óháð efnislíkömum og ekki áþreifanleg. Efahyggja Humes er endanlegri. Hann spyr, hvar það sé þetta sjálf, sem þeim Descartes og Locke virtist liggja svo í augum uppi. Hvernig sem Hume rýndi inn á við gat hann aldrei fundið annað en ákveðin hughrif. Hvergi bar á neinu allsherjar yfirgnæfandi sjálfi; í reynslu sinni kom hann ekki auga á neitt stöðugt upphaf. Þar fyrirfundust einungis síbreytileg hughrif. Hume gat ekki annað en dregið þá ályktun, að utan þessa hughrifabúnts levndist ekkert sjálf. Hvernig mátti það, sem fyrir hughrifunum varð, birtast sjálfu sér? Hugurinn hlaut að vera vefur af hughrifum, samfélag samtvinnaðrar reynslu, líkt og leiksýning án samastað- ar, án nokkurs leikhúss. Hume sjálfum fundust þessar skýr- greiningar heldur ófullnægjandi. Hann gaf upp alla von um ráðningu þeirrar gátu, hvað sameinar skynj anirnir, hvað gerir sjálf að sjálfi. Hann setti fram efa- blandnar skýrgreiningar sínar og and- bárur við innsæi, lét í ljós óánægju, sagð- ist vona að aðrir yrðu til að leysa vand- ann, og varpaði honum frá sér. 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.