Samvinnan - 01.12.1973, Síða 61

Samvinnan - 01.12.1973, Síða 61
Þórarinn Eldjárn: TVÖ BÓKMENNTALEG KVÆÐI jónatan livingston mávur jónatan mávur játa þína sekt ég sé gegnum blöffið augum skýrum jónatan mávur mig færðu ekki blekkt þú vekur bæði fólsku og fyrirtekt og félagsskít í mönnum jafntsem dýrum jónatan mávur játa þína sekt þú fíflar hina miklu mávaslekt margháttaðri vél og orðum hýrum jónatan mávur mig færðu ekki blekkt en ei var mávum andleg gefin spekt — inní hausnum lýstur saman vírum — jónatan mávur játa þína sekt og þroska nær því aðeins mávsins mekt að mat hann fái og hafni draumum rýrum jónatan mávur mig færðu ekki blekkt orðum sagt, væri staða þeirra alltraust, ef þau gætu uppfyllt eftirfarandi skil- yrði: 1. Til er kerfisbundin tækni til að öðlast raunsanna reynslu af uppsprettu hugsunar í vitundinni. Án kerfisbund- innar tækni er vísindasamfélaginu al- mennt ógjörningur að festa hendur á þesskonar reynslu. Skoðarar skýra annað hvort frá þvi, að þeir hafi orðið fyrir reynslunni eða þeir verði einskis varir. í fyrra tilvikinu verður myrkrið hlutskipti annarra skoðenda, hvað snertir þessa dularfullu reynslu. í hinu síðara tilviki, sem tekur yfir nútímahugsuði upp til hópa, eru yfir- lýsingar þeirra um, að þeir finni hana hvergi, harla léttvægar á móti tilvist hennar. Ef ekki væru til kerfisbundn- ar rannsóknaraðferðir, er hætt við að hlutir eins og bakteríur, útvarpsbylgj - ur og aragrúi annarra óvefengjanlegra fyrirbæra hefði aldrei litið dagsins Jean-Paul Sartre. lát því af með hjal þitt hættulegt um himnavist með slöppum auðvaldsspírum jónatan mávur játa þína sekt jónatan mávur mig færðu ekki blekkt palli var einn í heiminum úr blárri rekkju reistu að morgni dags hjá rauðum kolli, fíl og gulum skóm er gólfið straukstu fótum fannstu strax að fólkið það var horfið — löndin tóm þú hentist um á vökrum brunabíl þú barst mjög á — þú lifðir hátt og flott þú fyrirleist hinn leiða og heimska skríl sem loksins hafði kvatt og var á brott þú undir páll minn einn við leik og störf en allt er hverfult: von um líf og tal þú fylltist, páll, og félagslegri þörf við för þína í hinn dimma bíósal ó palli minn, í dauðum hlutaheimi þú hringlaðir á tilgangslausu sveimi ljós. Því geta vísindi, sem fjalla vilja um uppsprettu hugsana í vitundinni, ekki látið sér nægja að vitna til ein- hvers slangurs af fólki, sem í raun og sannleika hefur reynslu af vitund- inni í sjálfri sér, heldur verða þau að gefa kost á kerfisbundinni aðferð, sem einnig gæti leitt aðra einlæga rannsakara til reynslu þessarar. 2. Reynsla af uppsprettu hugsunar er bundin einskonar innsæi, óháðu tíma og rúmi, þar eð táknmál tíma og rúms nær ekki til hennar. Það er að segja, þetta er reynsla af einhverju, sem er „handan við“ reynslu tíma og rúms; í henni hefði táknmál tima og rúms ekkert gildi. Þar væri um að ræða aðra tegund innsæis en hina venjulegu, sem tengd er tima og rúmi. Hvað er átt við með reynslu óháðri tíma og rúmi? f því fælist að tákn- mál tíma og rúms væru ekki í neinu innra sambandi við vitund í sjálfri Brœðurnir Henry og William James um 1902. sér, á svipaðan hátt og táknmál lita (í rúmi) er án tengsla við (tíma- bundna) reynslu af hljóði. Rökin, að þessi tegund innsæis sé „ómöguleg“, eru í rauninni ekkert annað en þrástögun á þeirri stað- reynd, að innan takmarka reynslu tíma-rúms sé reynsla óháð tíma og rúmi ómöguleg. Kant varaðist þessa villu og lét nægja ábendingu um, að innsæi óháð tíma og rúmi væri óskilj- anlegt þeim, sem eingöngu hrærðist í reynslu tíma og rúms. Þannig er allur knýjandi kraftur úr þeim rök- um, að reynsla vitundar í sjálfri sér sé ómöguleg með tilvísun til þess, að okkur sé ekki gefin nein tegund reynslu óháð tíma og rúmi. 3. Satt er það, að reynsla vitundar í sjálfri sér hefur ekkert afmarkað innihald. Það er að segja, i þessari reynslu koma ekki fyrir neinir litir, hljóð, bragð, ilman, tilfinning eða aðrir aðgreinanlegir frumþættir bundnir tíma og rúmi. Þetta er ein- faldlega meðvituð „er-und“. Engu að síður verður hún á augabragði greind frá meðvitundarleysi með þvi unnt er að muna hana, sem ekki er hægt um meðvitundarleysið. Þar sem þessi tæra vitund er á engan hátt afmörkuð, er ekkert í henni, sem farið geti í bága við neina sértekna reynslu. Samt sem áður táknar sú staðreynd, að hún er óafmörkuð, engan veginn að hún fyr- irfinnist ekki. 4. Vísindalegum þankagangi stafar eng- in hætta af þeirri staðreynd, að til sé reynsla, sem eyðir mörkunum á milli huglægni og hlutlægni, þvi að sú reynsla er algjörlega einstök: Aðeins þegar hugurinn öðlast reynslu af sjálfum sér hverfa öll merki um að- greiningu hugar og hlutar. Reynsla af öllum öðrum hlutum lýtur eftir sem áður lögmáli vísindalegrar aðgrein- ingar á huglægni og hlutlægni. Athugun frekari andmæla Þetta voru rökin, sem ætla mætti að fullburða vísindagrein sköpunargáfunn- ar gæti gefið við hefðbundnum andmæl- um áhrifaríkra vestrænna hugsuða. Eftir er að fást við þá tegund vandamála, sem sett eru fram af nútímaheimspekingum, málfarslega sinnuðum. Enda bótt þeir hafi enn lítil áhrif í þeim skilningi að eiga beinan þátt í skoðanamyndun upp- lýsts fólks almennt, verður að taka fullt tillit til rannsókna þeirra, ef unnt á að vera að taka athuganir á uppsprettu hugsunar í vitundinni alvarlega sem vísindi. Heimspekingar nú á dögum ein- beita sér mjög að merkingum. í þessu sambandi spyrja þeir, hvort „vitund í sjálfri sér“ og „uppspretta hugsunar í vit- undinni“ séu ekki merkingarlaust orða- gjálfur. Ef ekki er vegur að nefna þetta aðaláhugamál okkar hlutlægt, vísa til þess eða tala um það, þá eru fræðikenn- ingar um uppsprettu meðvitaðrar hugs- unar út í hött. Af þeim sökum er okkur gert að bæta fimmtu andbárunni við hinar fjórar, sem sagt þeirri, 5. að ekki sé unnt að skírskota með 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.