Samvinnan - 01.12.1973, Qupperneq 62
neinni merkingu til uppsprettu hugsunar
i vitundinni. Eftir fara þrenn skyld sjón-
armið, sem varpa ljósi á þá skoðun, að
umsögnin „reynsla vitundar i sjálfri sér“
sé rökvilla.
a) Ef vitund í sjdlfri sér, uppspretta allrar
meðvitaðrar reynslu, er til staðar sem einn
þáttur SÉRHVERRAR reynslu, þá er ekki
til sú reynsla sem er án hennar. Hvernig
vœri þá unnt að skírskota til hennar sér-
staklega, þegar alstaðarnálœgð hennar í
sérhverri reynslu mundi útiloka að nokk-
ur sú reynsla fyrirfyndist, sem ekki gœti
einnig kallazt vitund í sjálfri sér? Sé ekki
hœgt aö segja ranglega um neina reynslu
„hér er vitund í sjálfri sér“, virðist ógjörn-
ingur að vílja greina þetta frá flaumi
þeirrar reynslu sem orðatiltœkið „vitund
í sjálfri sér“ œtti við um.
b) Nú á dögum eru sannar staðhœfingar á-
litnar af tvennum toga: rcekar (contin-
gent) eða þrástœðar (tautological). Rœk-
ar fullyrðingar taka yfir staðreyndir, sem
reynsla getur leitt í Ijós aö séu annað
hvort réttar eða rangar, en þrástœð
sannindi eru sönn i krafti auðsœis síns. All-
ar staðreyndir, sem leiddar eru í Ijós við
reynslu, teljast rœkar. Rökrétt er því
unnt að villast á reynslu og raunveru. Á
fagmáli eru allar fullyrðingar um
reynslu, þ. e. allar rœkar staðhœfingar,
rengjanlegar. Ætíð er hugsanleg sú
reynsla, sem brjóta mundi í bág við
hverja rœka fullyrðingu. Af því leiðir, að
sé engin reynsla möguleg, sem hinn
reynandi hugur eða vitund í sjálfri sér
er ekki í, þá er ekki unnt að reyna vit-
undina á rœkan hátt. En þar eð SÉR-
HVER reynsla er rcek, eru ekki tök á
neinni órœkri (non-contingent) reynslu
og „reynsla vitundar í sjálfri sér" er
merkingarlaus hártogunM
c) Enn ein velþekkt rökfœrsla fjallar um
persónulegt einkaeðli sjálfsskoðunar. Sam-
kvœmt því sjónarmiði er ekkert til, sem
við sjálfsskoðun vœri unnt að þekkja
undir nafninu „vitund í sjálfri sér“ eða
„hugur í sjálfum sér“. Það stafar af því,
að í orðatiltœkjunum „sýn í sjálfsskoðun'‘
og „þekking af sjálfsskoðun“ felst rugl-
ingur. Hugtökin „sýn“ og „þekking“ eru
tengd athöfnum, sem unnt er að rannsaka
hlutlœgt. Til dœmis er álitið, að svokölluð
„sýn“ í draumi eigi ekkert skylt við sýnir
séðar hlutlœgt með vakandi augum. í
draumi er þess vegna ekkert „séð“. Af
því leiðir, að hvorki er kleift að sjá né
reyna sjálfið eða vitund í sjáljri sér við
neina sérstaka tegund sjáljsskoðunar. Sér-
hver reynsla er hlutlœg og almenn; mað-
urinn REYNIR ekkert sjálfhverft ástand,
drauma eða vitund.
Tjáningarmáttur tungunnar grundvall-
ast á því, að hún haldi sig við hugtök al-
menns eðlis. „Vitund" og „ég“ verða að
hafa almennt sannleiksgildi, ef þeim er
yfirleitt œtlað að skírskota til nokkurs
hlutar. Enda þótt viðurkennt sé, að „ég“
virðist fylgja mœlandanum eins og skuggi,
er álitið að tilvísun til þess sé í raun og
veru nákvœmlega jafnhlutlœg og ef um
vœri að rœða „hann", „hún" eða „það“.
„Ég“ getur ekki skírskotað til neins innri
einkaþáttar af reynslunni. Sjálfinu er ein-
ungis fœrt að kynnast sjálfu sér og vísa
til sín á sama veg og það kynnist og
skírskotar til annarra.
í knappri endurtekningu hljóða þessar
þrjár andbárur þá þannig, að „vitund í
sjálfri sér“,
(a) skírskotar óaðgreinanlega og er því
merkingarlaus,
(b) skírskotar órækt og verður því ekki
reynd,
(c) skírskotar eingöngu sjálfhverft og
hefur því ekkert almennt sannleiks-
gildi.
Andbárunum svarað
Þegar við brjótum til mergjar þessar
rökfærslur nútíma málfarsheimspekinga,
verðum við að hafa í huga skýran grein-
armun tveggja sviða. Annars vegar er
svið tungumálsins og hins vegar svið þess,
sem hugtökum tungunnar er ætlað að
skírskota til. Þegar heimspekingar færa
fyrir því málfarsleg rök, að einhver á-
kveðin tegund reynslu sé ómöguleg, felst
styrkur rökfærslunnar í því, að hvað sem
gerist geti það aldrei nefnzt þessu nafni.
Öllu fremur en að setja fastar reglur
um mögulega margbreytni vökuvitund-
ar, sem væri fáránlegt, takmarka þeir
sig við að skilgreina hugsanlegar leiðir
til að samræma og lýsa í samhengi því
sem fyrir okkur ber. Rök þeirra sem slík
fást ekki svo mjög við möguleikann á
stakri tilfinningu eða vökuvitund, en
taka miklu fremur til meðferðar mögu-
leikann á að mynda um hana fræðisetn-
ingar. Ef „vitund í sjálfri sér“ er óhjá-
kvæmilega me’-kingarlaust orðagjálfur,
ef „vitund í sjálfri sér“ er hvorki fær um
að nefna né skírskota til neins, þá er
ómögulegt að setja fram um hana nokkr-
ar kenningar.
Þess vegna verður að mæta á heima-
velli ofangreindum þremur rökfærslum
gegn mögulegum tjáningarmætti „vit-
undar í sjálfri sér“, ef vísindagreininni,
sem fjallar um upþsprettu sköpunargáf-
unnar í vitundinni, á að vera vært.
Svara mætti röksemdunum með eftirfar-
andi fræðilegum gagnrökum:
a) Orðasambandið „vitund í sjálfri sér“
skírskotar til einhvers, sem er fyrir
hendi í sérhverri reynslu. En þar sem
það skirskotar óaðgreinanlega til sér-
hverrar reynslu, vísar það ekki óað-
greinanlega til sérhvers þáttar hverr-
ar reynslu. Vandinn er að vita, hvern-
ig maður geti lævt að frágreina og
tileinka sér þesskonar alstaðarnálæg-
an þátt í reynslunni. Eftirfarandi
þankatilraun gefur mynd af því,
hvernig aðgreiningin gæti farið fram.
Hugsum okkur (I) mann með stöð-
ugt suð fyrir eyrunum; (II) þar sem
suðið var alltaf fyrir eyrum hans,
hafði hann aldrei tekið eftir því;
(III) hann kemur nú skilningarvitum
sínum í svefn einu af öðru, unz heyrn-
in ein heldur vöku; (IV) hann situr
eftir og hlustar á hljómandi són, er
smám saman dregur úr þar til hann
Ir'erfur. Ef þessi maður missti þá
ekki meðvitund, mætti nú eðlilega
gera ráð fyrir, að hann heyrði sóninn
og gæti síðar munað, að hann hafði
ekki verið meðvitundarlaus, en hafði
verið sér einhvers vitandi.
Sú ályktun liggur nærri, að hugur-
inn í dæminu geti auðvitað valið
hentugt hugtak til að vísa á þetta
eitthvað, er hann hafði greint sem
einn þátt reynslu sinnar. Staðreyndin,
að ef til vill gæti maðurinn ennþá
heyrt suðið og gæti nú einnig munað,
að það hafði verið fyrir hendi í allri
fyrri reynslu —- jafnvel þótt hann áð-
ur fyrr hefði aldrei veitt því eftirtekt
— stendur óhögguð gagnvart spurn-
ingum sem þeim, hvort hann geti
málfarslega aðgreint það, nefnt það
á nafn eða staðhæft, að hann hefði
reynt það.
Mörkuð hefur verið leið til að að-
greina og gefa nafn vitund í sjálfri
sér sem einum þætti reynslunnar,
þrátt fyrir alstaðarnálægð hennar.
b) Gegn þeim rökum, að allar rækar
staðhæfingar verði að vera rengjan-
legar, stendur, að í daglegu máli koma
vissulega fyrir fullyrðingar, sem eru
rækar en óvefengjanlegar. Eitt nær-
tækt dæmi er: „ég hef meðvitund".
Sé sá skilningur lagður í þessa full-
yrðingu, að „til sé vitund, sem ég
greini á þessum stað og stundu", þá
er hún áreiðanlega ekki þrástæða —
nema ef gert er ráð fyrir, að greind
vitund sé ófrávíkjanlega til í hverj-
um krók og kima tíma og rúms, en
þá afstöðu munu heimspekingar okk-
ar daga að öllum líkindum taka. Samt
sem áður er ekki hægt að segja
ranglega: „ég hef meðvitund“. Þetta
er augljóslega ræk staðhæfing, sem
aldrei verður hrakin — því hætt er
við, að seint muni maður hafa
reynslu af þeirri staðreynd, að hann
sé rænulaus.14
c) Röksemdinni, að maður geti ekki öðl-
azt þekkingu við sjálfsskoðun, vegna
þess að „sjálfsskoðunarreynsla“ sé
óraunhæf í samanburði við hlutlæga
almenna reynslu, má mæta með því,
að oft er sterkur svipur með þeim
tveimur, svo sterkur, að til dæmis er
hægur vandi að villast á „draumsýn"
og hlutlægri sýn. Ennfremur eflist
vegur þeirrar þekkingar, sem unnin
var við sjálfsskoðun, ef hugleidd er
sérstaða fullyrðinga eins og: „ég hef
meðvitund“ og „ég er til“. Án tillits
til þess, hvort þær fullyrðingar flokk-
ist með þrástæðum eða óhrekjanleg-
um rækum fullyrðingum, markar sú
staðreynd skörp skil á milli „ég“ og
annarrar eða þriðju persónufornafn-
anna, að aldrei er unnt að tjá sig
ranglega með „ég hef meðvitund",
þar sem aftur á móti „hann hefur
meðvitund" er stundum rétt og í ann-
an tíma rangt. Þar með eru leiddar
að því líkur, að eitthvað það sé í
merkingu „ég“, sem eigi er unnt að
skilg’-eina tæmandi í hlutlægri vöku-
vitund þriðju persónu.
Staða þekkingar, sem unnin er við
sjálfsskoðun, hefur fremur batnað en
versnað við athugun þessara málfarslegu
röksemda.
62