Samvinnan - 01.12.1973, Síða 65

Samvinnan - 01.12.1973, Síða 65
„Rómr varS mikill af máli Sáms“ (Úr grafíkmöppu „Hrafnkötlu“ eftir Einar Hákonarson). undir sig Jökulsdalsmönnum. Ef menn vilja lesa eitthvað annað úr Hrafn- kels sögu en það sem atburðir sögunnar sjálfir gefa til kynna, er þá ekki freist- andi að láta sér detta í hug að hér sé höfundur sögunnar að lýsa þvi hvernig valdakérfi þjóðveldisins varð til, upphafi goðaveldisins? Áræðinn og ákveðinn mað- ur kastar eign sinni á landrými, meira en hann sjálfur þarf. Þetta er upphafið. í skjóli þessa eignarréttar hefur hann þegar eignast frumvöld. Sagan virðist svo gera ráð fyrir aðstreymi fólks en skorti á ónumdu landi. Landnámsmaðurinn get- ur því sett skilyrði: þú færð land gegn þvi að ég sé þinn höfðingi. Síðan er reist hof til þess að býli landnámsmannsins sé miðdepill byggðarinnar; þangað á fólk að sækja andlega sem veraldlega forsjá. Þá tekur höfðinginn sér goðorð yfir undir- mönnum sínum. Þar með er komið skipu- lag, þjóðfélagsmynd, með stéttaskiptingu. í dæmi Hrafnkels seilist hann svo út fyr- ir landnám sitt og þröngvir undir sig mönnum í nærliggjandi dal. Nú hefur hann tryggt sér þau völd sem hann sér út yfir, og trúlega hafa landnámsmenn í upphafi ekki hugsað langt út fyrir land- nám sín. Hrafnkatli er svo lýst að hann hafi verið ójafnaðarmaður mikill en menntur vel, linur og blíður við sína menn, en stríður og stirðlyndur við Jökulsdals- menn, stóð mjög í einvígum og bætti öngvan mann fé.10) Hann hegðar sér eins og maður sem hefur óskorað vald og veit af því. Þessir eðlisþættir hafa ugglaust átt sinn þátt í að tryggja honum völd og áhrif. Hins vegar virðast þeir einnig stuðla að sjálfsöryggi hans. Hrafnkell sýnist viss um að ekkert geti ógnað völd- um hans. Þetta má kalla ofmetnað 1 fari hans. Þau átök í goðorði Hrafnkels sem spretta af vígi Einars Þorbjörnssonar eru greinilega stéttalegs eðlis. Víg Einars er refsing fyrir yfirsjón, heldur illt verk, en engan veginn einsdæmi í íslendinga- sögum. Hrafnkell lítur svo á að Einar geti sjálfum sér um kennt, en þykir þetta verk sitt þó verra en mörg önnur. Þess vegna býður hann Þorbirni góðar sonar- bætur, þótt e. t. v. megi segja að í þeim felist nokkurt oflæti af Hrafnkels hálfu. Þorbjörn er fátækur maður, andstætt Bjarna bróður sínum og Sámi bróður- syni. Þorbjörn stendur næstneðst í þeim þjóðfélagsstiga sem lýst er í Hrafnkels sögu: höfðingi (Hrafnkell), efnaður bóndi (Bjarni, Sámur), fátækur bóndi (Þor- björn), verkamaður (Einar). Þrælar eru ekki nefndir í sögunni. Höfðinginn drepur verkamann sinn fyrir óhlýðni. Fátæki bóndinn, faðir veikamannsins, fer til höfðingjans og beiðir hann sonarbóta. Höfðinginn bregst vel við og býður miklar bætur fyrir soninn, slíkar sem hann hef- ur aldrei fyrr boðið. Við ríkjandi þjóðfé- lagsaðstæður hefði verið eðlilegt að fá- tæki bóndinn hefði þegið bæturnar, ef ekki með þökkum þá að minnsta kosti möglunarlítið, og allt hefði verið í sömu skorðum og áður. Annað væri ekki aðeins óskynsamlegt, heldur fásinna. En nú bregður svo við að Þorbjörn neitar boði Hrafnkels. „Ég vil eigi þenna kost,“ hef- ur sagan eftir honum ósköp blátt áfram, og er sú afstaða ekki nánar skýrð. Þó er þetta að minni hyggju eitt einkenni- legasta atriði sögunnar. Vera má að Þor- björn hafi fundið til þess yfirlætis sem fólst í boði Hrafnkels, að hann hafi skyndilega ekki lengur getað sætt sig við stöðu sina í þjóðfélaginu. Hann kemur til að beiðast bóta, en hafnar svo bót- unum og setur skilyrði fyrir sáttum, sem hann má vita að Hrafnkell muni aldrei ganga að. Hann vill ekki að Hrafnkell skammti réttlætið í eigin máli þótt vel sé skammtað, heldur heimtar hann menn til gerðar. „Þá þykist þú jafnmenntur mér,“ segir Hrafnkell, „og munum við ekki að því sættast.“ Með afstöðu sinni hefur fátæki bóndinn gert uppreisn gegn þjóðfélagsstöðu sinni og krafist jafnréttis við höfðingjann. Höfðinginn þarf varla að óttast, né fátæki bóndinn að vonast eftir, að gerðamenn ákveði meiri bætur en áður voru boðnar. Spurningin snýst ekki lengur um sonarbætur heldur um þjóðfélagsaðild. Hrafnkatli þykir hlægilegt er hann spyr að Sámur Bjarnason býr til mál á hendur honum. Hann er viss um höfðingjastöðu sína og völd i héraði, og þarf ekki að óttast að tilraun til uppreisnar innan frá hljóti mikinn byr meðal þingmanna hans. Engu að síður ríður hann til þings með sjö tigu manna, og hlýtur sú tala að vera allmiklu hærri en þjóðveldislög hafa mælt fyrir um þingfarir. Hann hefur því talið sig við öllu búinn. Hrafnkell reiknar dæmið rétt að því leyti að hann þarf ekki að óttast ógnun innan frá. Hins vegar hugsar hann ekki langt út fyrir sitt eigið ríki. Hann virðist ekki gera ráð fyrir ógn- un utan frá. Nú tekst þeim Sámi og Þor- birni að lokum að fá liðveislu höfðingja er stóðu Hrafnkatli á sporði, bæði að vits- munum og liðsafla. Hið óvænta gerist. Hrafnkell er sekur dæmdur. Sámur geng- ur mjög uppstertur á þinginu og þykist hafa látið Hrafnkel fara hneykju nokkra. Það er ógnun utan frá, af öðrum lands- hluta, er verður Hrafnkatli til falls, ekki Sámur Bjarnason. Ekki er svo að sjá að Sámur hafi hugs- að lengra en fá Hrafnkel dæmdan. Þeir Þjóstarssynir, liðsmenn Sáms af Vest- fjörðum, gera hins vegar ekki endasleppt við hann, heldur fylgja honum austur í Hrafnkelsdal og heyja féránsdóm á Aðal- bóli, og hrekja Hrafnkel burt. Sámur ger- ist höfðingi í hans stað. Nú er þess að gæta hver munur er á valdatöku Hrafn- kels og Sáms. Hrafnkell brýst til valda af eigin rammleik, en Sámur er hins veg- ar settur til höfðingja fyrir annarra til- stilli, af utanaðkomandi aðiljum, sem sjálfir eru af höfðingj astétt. Þorbjöm fær nú betra bú en áður, og er hann þar með úr sögunni. Víg Einars smalamanns og eftirmál þess hafa einungis orðið að- dragandi annars og stærra máls: bar- áttunnar um völd og áhrif,. Hrafnkell hefur nú hrökklast burt, hof hans brennt og hesti hans týnt fyrir björg. Ætla mætti að nú væri komin heil- leg frásögn af þjóðfélagslegri uppreisn, þar sem höfðinginn hefur hlotið makleg málagjöld fyrir illvirki sín og ójöfnuð. Ný þjóðfélagsskipan væri komin þar sem hinn efnaði bóndi hefði rutt úr vegi höfðingjanum og landnámsmanninum. En því er ekki að heilsa. Hrafnkell virðist ákveðinn að vinna sess sinn að nýju. En til þess þarf aðrar aðferðir en þær sem dugðu til að brjótast til valda hið fyrra sinn. í því ljósi held ég verði að skilja ummæli hans, að hann hyggi það nú hé- góma að trúa á goð. Að vísu kemur það ekki fram í sögunni að Hrafnkell hafi strax eftir ósigur sinn hugsað til þess að vinna höfðingjatign sína á ný, en ég hygg það ekki vera oftúlkun á skaplyndi 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.