Samvinnan - 01.12.1973, Page 75

Samvinnan - 01.12.1973, Page 75
 KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR áenclir uiÉðbiptauinum áinum beztu jófa- og. ngáráhueÉjur arrekendurnir geti lifað af starfi sinu. Margir signa sig og biðja fyrir sjer, er þeir heyra slíkar kenningar sem þessa, er miða að því að afnema það, sem skoðað hefur veiið eins og nokkurskonar helgidómur. — í augum margra manna eru smákaupmennirnir við búðar- borðið einskonar prestar eða djáknar í helgidómi mannfje- lagsins, sem eiga að vera frið- helgir. Þetta er mjög svo nær- sýnisleg og smásálarleg skoðun. Vjer neitum því að vísu ekki, að margur smákaupmaður afl- ar lífsuppeldis síns á ærlegan hátt, eins ærlegan og hver ann- ar maður. En samt sem áður er sú krafa jafn rjettmæt, að af- numdir sjeu og óþarfir gjörðir sem flestir milliliðir millum framleiðanda og neytanda; og hún mun ekki heldur hverfa eða þagna sú krafa, fyrri en henni er fullnægt, því hún er eðlileg afleiðing af ástandi þessara tíma. 5. Útsvarsskylda kaupfjelaga. í danska kaupfjelaga blaðinu stendur þessi grein: „Árvök- ur hreppsnefnd ein í Vjebjarga amti áleit, að úr því lögin ekki bönnuðu að leggja útsvar á kaupfjelag, þá væri það leyfi- legt, og lagði því útsvar á f jeiag, sem hafði bækistöð sína í hreppnum. Málið var kært fyr- ir amtsráðinu, sem benti hreppsnefndinni á, að í þessum syndum spillta heimi væri svo ákaflega margt til, sem lögin ekki bönnuðu með berum orð- um, en sem menn samt sem áður alls ekki mættu fremja. Hreppsnefndin varð því að stryka kaupfjelagið út af nið- ur j öf nunarskránni". Af þessu sjest það tvennt: 1. að kaupfjelög eru alls ekki út- svarsskyld í Danmörku, þótt þau í rauninni reki verzlun miklu fremur en hin íslenzku kaupfjelög, og 2. að kæra fje- lagsins hefur gengið úrskurð- arveginn, og spurningunni um útsvarsskylduna hefur verið svarað með úrskurði, en hef- ur ekki verið álitin að heyra undir dómstólana, eins og hjer á voru landi íslandi. Sinn er siður í landi hverju. ÚR TÍMARITI FYRIR KAUP- FJELÖG OG SAMVINNU- FJELÖG 1907. I. Er kaupfjelagsskapur vor úrelt stofnun? Því verður ekki neitað, að almennur áhugi manna á kaupfjelagsmálum og fylgi þeirra við kaupfjelagslegar hugmyndir hefur nokkuð breyzt, og víða hvar minnk- að að mun, nú á síðari tímum. Hverju er þar um að kenna? Jeg fjekk, fyrir stuttu, svar frá einum kaupfjelagsmanni upp á það, hvers vegna fylgið og tryggðin minnkar. Hann var að fara í kaupstaðinn, með einn hest í taumi, klyfjaðan rjúpum, og vissi jeg, að hann ætlaði að selja kaupmönnum vöru sína, en taka aptur ýmis- legt til heimilisþarfa. Ljet jeg í ljós undrun mína á því, að fjelaginn skyldi ekki láta rjúp- urnar í kaupfjelagið og taka þar á móti vandaðri og ódýrari vöru, heldur en kostur væri á þar á eyrinni; það liti helzt út fyrir að menn væru farnir að gleyma kaupfjelaginu og þeirri reynslu, að fjelagsviðskiptin yrðu hollust, að öllu saman- lögðu, ef menn hefðu þar stöðugt öll sín verzlunarvið- skipti. Hann kvað mig hafa satt að mæla, menn gleymdu kaupfjelaginu, en það kæmi til af því, að menn álitu kaup- fjelagsskapinn úrelta stofnun. Svo skildum við í það skiptið. Með næsta rjúpnahestinn fór DOMUS VÖRU HÚS að Laugavegi 91 Á BOÐSTÓLUM Á EINUM STAÐ: Leikföng Gjafavörur Fatnaður Skór Búsáhöld Heimilistæki LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS V 75

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.