Samvinnan - 01.12.1973, Síða 79

Samvinnan - 01.12.1973, Síða 79
eitthvað bogið eða úrelt á yfir- borði fjelagsskaparins er það á valdi fjelagsmanna sjálfra að laga allt þesskonar í hendi sjer, þar sem alstaðar mun vera lýðveldisskipulag í lögrnn fjelaganna. En, mig grunar að það sje ekki þetta, er nú hefur verið bent á, sem gjörir kaupfjelögin úrelt í áliti manna, heldur hitt, að menn hafa ekki nægilega næmt auga fyrir nútíðarhlut- verki fjelaganna. Það er einnig að miklu leyti, fyrir þessa skuld, að fjelagsheildinni veitir svo örðugt að geta sinnt hlut- verkinu, og haldið fast við það, gegnum allan þann blindinga- leik í verzlunarfyrirkomulag- inu, sem nú blasir beinast við lauslegri skoðun. Menn muna þaS mjög vel, að í fyrstu urðu fjelögin eink- um að beita sjer til þess að brjóta á bak aptur verzlunar- einokun á ýmsum stöðum. Þeg- ar svo það hlutverk var unnið fannst mörgum tilganginum náð. Það lítur út fyrir, að hin- ir sömu menn hafi ekki athug- að þá galla, sem hlutu svo apt- ur að verða á æstrl samkeppni, þegar hún kom til skjalanna; þeim er það tæplega ljóst, að hlutverk kaupfjelaganna 1 þessum bardaga er engu óþarf- ara, en fullt svo vandasamt, sem hið fyrra, að berjast gegn einokuninni. Það er því engu síður ástæða að minnast þess, sem fjelögin segja um tilgang- inn, og hafa það fyrir aug- um nú á þessum dögum, þegar samkeppnin breiðir út sína mislitu vængi, heldur en var á fyrri árum meðan einokunar- kaupmenn sátu sem fastast á veldisstólum sínum. Aðalatriðin í tilgangsstarfi flestra kaupfjelaga hygg jeg vera á þessa leið: a. Alþýðan verði sjálfstæð í verzlunarefnum og hafi um- ráð verzlunarinnar. b. Verzlun öll og viðskipti fari fram á heiðvirðasta hátt. c. Skuldaverzlun sje afnmnin. d. Verzlunin sje fjelagsleg (Co- operativ) og sem kostnaðar- minnst. e. Innanlandsframleiðsla sje aukin og endurbætt; útlend- ar vörur sjeu vandaðar og hentugar. f. Fjelagið safni tryggingafje. g. Jafnrjetti, verzlunarþekk- ing og almenn menntim fái stuðning hjá fjelaginu. h. Hin einstöku fjelög gangi í allsherjar bandalag hjer á landi. Þó jeg viðurkenni það fús- lega, að kaupfjelögunum hjer á landi sje í ýmsu ábótavant, get jeg eigi betur sjeð, en þeirra sje nú fullt svo mikil þörf sem nokkru sinni fyr, og því verða mjer þessar spurningar á vör- um: 1. Er nokkur fyr nefndur til- gangsliður kaupfjelaganna óþarfur þjóðinni eða úrelt- rnr? 2. Eru nokkrar verulegar lík- ur til þess, að samkeppnis- kaupmenn sæki það eins fast og alþýðleg samvinnu- fjelög að ná þeim tilgangi, sem í stafliðunum felst? 3. Skyldi það ekki geta verið að skoðanir ýmsra manna, hjer á landi, á hollri verzl- un og viðskiptalífi, sjeu nokkuð óþroskaðar og „úr- eltar“? s. J. H. Sundrungarandinn. Eitt af þvi, sem staðið hefur föstum fjelagsskap og sam- vinnu fyrir góðum þrifum, hjer á landi, enn sem komið er sögu, er hinn rótgróni sundrungar- andi, sem nær því alstaðar hef- ur komið fram, í hverju fyrir- tæki sem er, að minnsta kosti þegar framliðu dagar og fyrstu fundaáhrifin dofnuðu. Það gengur seint, eins og eðlilegt er, að koma hjer til leiðar full- kominni myndbreytingu og út- rýma þessu sundrungareðli, því það á sjer eflaust gamlar og djúpar rætur í liðna tímanum og ýmsum þjóðháttum. Menn hafa lengi lifað einangraðir og átt við ýmis- legt ófrelsi að búa, en hins vegar eigi viljað, með öllu, láta kúga sig til hvers eins og rlsið því öndverðir til varnar og sjálfstæðis, þar sem þess var nokkur kostur, og hvort sem veruleg ástæða var til þess eða ekki; menn hafa orðið tor- tryggir og vanizt á það að geta ekki borið fullt traust til nokk- urrar stjómar eða fjelagslegra áhrifa, utan að, á sinn hag eða sínar skoðanir. Þetta hefur að vísu færzt í talsvert betra horf, síðan stjórnarfar landsins batnaði, löggjöfin var endurbætt, sam- göngur löguðust nokkuð, og menn fóru svo lítið að temja sjer fjelagslega samvinnu, en stórmikið skortir enn á það, að fjelagslundarakur þjóðar- innar sje viðunanlega búinn undir góða uppskeru, enn sem komið er. Mönnum hefur skllizt það, að nokkru leyti, að sameining styrkir en sundrung veikir, en þetta er meira í orði en á borði. Þeir menn eru mjög margir enn á ferðinni, sem álíta sjálf- stæði sínu misboðið með því að lúta fyllilega fjelagsreglum eða stjórn annara manna, þó þeir hafi tekið frjálsan og fullan þátt í því, að semja fjelags- reglurnar sjálfir og velji menn í stjóm fjelagsins. Víst er um það, að sjálfstæðið er gott, innan vissra takmarka, en leiði sívakandi umhugsun um það til þess, að maður óttist missir þess, ef aðrir hafa nokkur veruleg áhrif á mann eða ráða nokkru fyrir mann; ef af þess- ari stöðugu árvekni leiðir það að maður grunar fjelagið og fulltrúa sína sífellt um eitt- hvað misjafnt og teystir ætíð eigin skoðun og ráðum öllu öðru betur, þá er það nærri víst, að með þessu lagi verður sjálfsþroskinn sáralítill, og á sama hátt fer um fjelags- þroskann. Hvíldarstóll á snúningsfæti með ruggu BUSLOÐ HÚSGAGNAVERZLUN Borgartúni 29 - Sími 18520 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.