Samvinnan - 01.02.1977, Page 18

Samvinnan - 01.02.1977, Page 18
SAMBANDIÐ 1902—1916 Tími undirbúnings 1902 Hinn 20. febrúar var Sambandskaupfélag Þingeyinga stofn- að að Ystafelli, sama stofnun og nú heitir Samband íslenskra samvinnufélaga, enda vakti frá öndverðu fyrir stofnendum Sambandsins að það yrði með tímanum að landssamtökum. Stofnfélögin voru þrjú, Kaupfélag Þingeyinga, Kaupfélag Norður-Þingeyinga og Kaupfélag Svalbarðseyrar. Mælt var með því á stofnfundi að Sambandsfélögin efldu lánstraust sitt með því að lögtaka samábyrgð félagsmanna á skuldbindingum félagsins. Stjórn Sambandsins milli aðalfunda var falin einum manni, formanni sem jafnframt var framkvæmdastj óri. í þá stöðu var kosinn Pétur Jónsson frá Gautlöndum. 1903 Lágt saltkj ötsverð var aðaláhyggjuefni manna á aðalfundi Sambandsins. Áformað var að leita saltkjötsmarkaðar í Noregi, sem ekki tókst að því sinni, og að leggja aukna rækt Nýr vegur varðaður Kaupfélag Eyfirðinga (eða Pöntunarfélag Eyfirðinga eins og það var löngum nefnt) var eitt hinna grósku- minni kaupfélaga og mjög á fallanda fæti þegar Hall- grímur Kristinsson í Reykhúsum tók við forstöðu þess 1902. Hallgrímur kynntist samvinnuverslun Dana 1904—5, og árið eftir beitti hann sér fyrir gagngerðum breyt- ingum á skipulagi og starfsháttum félagsins, mjög í þá átt sem tíðkaðist i erlendum kaupfélögum og raun- ar líkt því sem vakað hafði fyrir Torfa í Ólafsdal. Mesta breytingin var sú að allar vörur félagsins voru seldar út úr búð og við lægsta tíðkanlegu kaupmanns- verði, en tekjuafgangi úthlutað til félagsmanna eftirá í hlutfalli við viðskipti. Einnig voru félaginu settar tryggilegar reglur um fjárreiður og eftirlit og sér í lagi um myndun sjóða, varasjóðs félagsins sjálfs og stofnsjóðs félagsmanna. Þá var í ráði að taka upp staðgreiðsluviðskipti al- farið, og í reynd voru skuldasöfnun sett þröng takmörk þótt hún yrði ekki sniðgengin með öllu frekar en í flestum kaupfélögum fyrr og síðar. Starfshættir Kaupfélags Eyfirðinga urðu á næstu árum og áratugum fyrirmynd kaupfélagsmanna víða um land, líkt og kaupfélagsskapur Þingeyinga hafði verið fram til þessa. Sláturhús Kaupfélags Eyfirðinga 1912 (reist 1907, stækkað 1911). Kjöt- tunnur í forgrunni, spýttar gærur á Mörhúsvegg til hægri, líkan nauts- og kindarhausa yfir kjötbúðardyrum á homi sláturhússins. við sauðasöluna til Bretlands; var Sigurður Jónsson, síðar á Arnarvatni, sendur með sauðaskipi til Bretlands til at- hugana um það mál. Rekstraráætlun Sambandsins nam 300 krónum. 1904 Ráðagerðir voru uppi um sameiginleg innkaup Sambands- félaganna og að fá umboðsmann fyrir þau í Kaupmanna- höfn auk Zöllners í Bretlandi. Sambandið kostaði mann til utanfarar, Friðbjörn Bjarnason, að reka ýmis erindi fyrir félögin, og voru slíkar sendifarir farnar sum næstu ár. Nokkur kaupfélög hófu, að forgöngu Búnaðarfélags ís- lands, tilraunir með linsöltun kjöts. Var það þá vandmeð- farið í verkun og geymslu, en útgengileg vara á dönskum markaði ef vel tókst til. 1905 Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Sambandinu, tók Stein- grímur Jónsson, sýslumaður á Húsavík, við af Pétri bróður sínum. Sambandsfélögunum fjölgaði um eitt, Kaupfélag Eyjafjarð- ar, sem skipt hafði verið út úr Kaupfélagi Svalbarðseyrar. Einnig var vitað að Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs og Kaupfélag Breiðdæla höfðu hug á aðild að Sambandinu. En aðalfundarfulltrúar töldu stækkun Sambandsins varla tíma- bæra þegar í hlut ættu fjarlæg félög með ólíku skipulagi. Víða hugðu menn á stofnun samvinnusláturhúsa, og þrír íslendingar voru við sláturnám á vegum Búnaðarfélagsins. 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.