Samvinnan - 01.02.1977, Page 18
SAMBANDIÐ 1902—1916
Tími undirbúnings
1902
Hinn 20. febrúar var Sambandskaupfélag Þingeyinga stofn-
að að Ystafelli, sama stofnun og nú heitir Samband íslenskra
samvinnufélaga, enda vakti frá öndverðu fyrir stofnendum
Sambandsins að það yrði með tímanum að landssamtökum.
Stofnfélögin voru þrjú, Kaupfélag Þingeyinga, Kaupfélag
Norður-Þingeyinga og Kaupfélag Svalbarðseyrar.
Mælt var með því á stofnfundi að Sambandsfélögin efldu
lánstraust sitt með því að lögtaka samábyrgð félagsmanna
á skuldbindingum félagsins.
Stjórn Sambandsins milli aðalfunda var falin einum manni,
formanni sem jafnframt var framkvæmdastj óri. í þá stöðu
var kosinn Pétur Jónsson frá Gautlöndum.
1903
Lágt saltkj ötsverð var aðaláhyggjuefni manna á aðalfundi
Sambandsins. Áformað var að leita saltkjötsmarkaðar í
Noregi, sem ekki tókst að því sinni, og að leggja aukna rækt
Nýr vegur varðaður
Kaupfélag Eyfirðinga (eða Pöntunarfélag Eyfirðinga
eins og það var löngum nefnt) var eitt hinna grósku-
minni kaupfélaga og mjög á fallanda fæti þegar Hall-
grímur Kristinsson í Reykhúsum tók við forstöðu þess
1902.
Hallgrímur kynntist samvinnuverslun Dana 1904—5,
og árið eftir beitti hann sér fyrir gagngerðum breyt-
ingum á skipulagi og starfsháttum félagsins, mjög í
þá átt sem tíðkaðist i erlendum kaupfélögum og raun-
ar líkt því sem vakað hafði fyrir Torfa í Ólafsdal.
Mesta breytingin var sú að allar vörur félagsins voru
seldar út úr búð og við lægsta tíðkanlegu kaupmanns-
verði, en tekjuafgangi úthlutað til félagsmanna eftirá
í hlutfalli við viðskipti.
Einnig voru félaginu settar tryggilegar reglur um
fjárreiður og eftirlit og sér í lagi um myndun sjóða,
varasjóðs félagsins sjálfs og stofnsjóðs félagsmanna.
Þá var í ráði að taka upp staðgreiðsluviðskipti al-
farið, og í reynd voru skuldasöfnun sett þröng takmörk
þótt hún yrði ekki sniðgengin með öllu frekar en í
flestum kaupfélögum fyrr og síðar.
Starfshættir Kaupfélags Eyfirðinga urðu á næstu
árum og áratugum fyrirmynd kaupfélagsmanna víða
um land, líkt og kaupfélagsskapur Þingeyinga hafði
verið fram til þessa.
Sláturhús Kaupfélags Eyfirðinga 1912 (reist 1907, stækkað 1911). Kjöt-
tunnur í forgrunni, spýttar gærur á Mörhúsvegg til hægri, líkan nauts-
og kindarhausa yfir kjötbúðardyrum á homi sláturhússins.
við sauðasöluna til Bretlands; var Sigurður Jónsson, síðar
á Arnarvatni, sendur með sauðaskipi til Bretlands til at-
hugana um það mál.
Rekstraráætlun Sambandsins nam 300 krónum.
1904
Ráðagerðir voru uppi um sameiginleg innkaup Sambands-
félaganna og að fá umboðsmann fyrir þau í Kaupmanna-
höfn auk Zöllners í Bretlandi. Sambandið kostaði mann til
utanfarar, Friðbjörn Bjarnason, að reka ýmis erindi fyrir
félögin, og voru slíkar sendifarir farnar sum næstu ár.
Nokkur kaupfélög hófu, að forgöngu Búnaðarfélags ís-
lands, tilraunir með linsöltun kjöts. Var það þá vandmeð-
farið í verkun og geymslu, en útgengileg vara á dönskum
markaði ef vel tókst til.
1905
Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Sambandinu, tók Stein-
grímur Jónsson, sýslumaður á Húsavík, við af Pétri bróður
sínum.
Sambandsfélögunum fjölgaði um eitt, Kaupfélag Eyjafjarð-
ar, sem skipt hafði verið út úr Kaupfélagi Svalbarðseyrar.
Einnig var vitað að Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs og
Kaupfélag Breiðdæla höfðu hug á aðild að Sambandinu. En
aðalfundarfulltrúar töldu stækkun Sambandsins varla tíma-
bæra þegar í hlut ættu fjarlæg félög með ólíku skipulagi.
Víða hugðu menn á stofnun samvinnusláturhúsa, og þrír
íslendingar voru við sláturnám á vegum Búnaðarfélagsins.
14