Samvinnan - 01.02.1977, Síða 29

Samvinnan - 01.02.1977, Síða 29
1927 Hagur bænda var góður þetta ár og hið næsta og fram- kvæmdir allmiklar. Innflutningur Sambandsins á búvélum og verkfærum var endurskipulagður og aukinn. Sett var á fót skrifstofa í Hamborg undir stjórn Óla Vil- hjálmssonar. Jónas Jónsson hvarf frá stjórn Samvinnuskólans og Sam- vinnunnar um fjögurra ára skeið til að gegna ráðherra- embætti, en Þorkell Jóhannesson tók við hvoru tveggja. 1928 Hagur bænda og samvinnuhreyfingarinnar stóð með blóma, sjóðir efldir og framkvæmdir miklar. Freðkjötssalan jókst stórum, og voru kaupfélögin hvert af öðru að koma upp frystihúsum við sláturhús sín. Einnig var nú að hefjast mj ólkurbúarekstur samvinnufélaga. Sambandið gekk í Alþjóðasamband samvinnumanna. 1929 Ríkið tók sér einkasölu á áburði og fól Sambandinu áburðar- söluna. Sambandið hóf freðkjötssölu í Reykjavík. Gærurotun lá niðri þriðja árið í röð vegna markaðsástæðna. 1930 Hófst heimskreppan mikla sem mótaði efnahagslíf landsins í áratug. Sala útflutningsvara tregðaðist og varð verðhrun á ull og gærum. Sambandið keypti ullarverksmiðj una Gefjun á Akureyri og jók starfsemi hennar næstu árin. Mest var þar unninn lopi, hráefni til heimilisiðnaðar, en einnig voru þar vef- stólar. Sigursteinn Magnússon varð framkvæmdastjóri skrifstofu Sambandsins í Leith í stað Guðmundar Vilhjálmssonar sem varð forstjóri Eimskipafélags íslands. Samvinnuiðnaður Fram til 1930 kvað lítið að verksmiðjuiðnaði á ís- landi enda óverndaður með öllu. Sambandið rak þá garnahreinsun og gærurotun sem hvort tveggja er ein- föld frumvinnsla afurða. Á kreppuárunum batnaði aðstaða íslensks iðnaðar, bæði vegna tollverndar og viðskiptaaðstæðna, enda efldist hann þá verulega. Þar var Sambandið í farar- broddi, sérstaklega með uppbyggingu Gefjunar og Ið- unnar sem voru langstærstar í sniðum af iðnfyrirtækj - um samvinnumanna. Fyrstu árin þjónaði Gefjun einkum heimilisiðnaði sveitafólks, en frá 1936 framleiddu báðar verksmiðj- urnar fullkominn iðnvaming, svo sem fataefni og skó, fyrir innlendan markað og spöruðu mikinn gjaldeyri auk þess sem þær juku atvinnu á Akureyri og léttu á útflutningsmarkaðnum fyrir ull og skinn. Einnig voru á þessum árum stofnaðar á Akureyri uiinni verksmiðjur, kaffibætisgerð og sápuverksmiðja í sameign Sambandsins og KEA og smjörlíkisgerð í eigu kaupfélagsins eins. t------------------------------------------------ Umsvif kaupfélaganna Kaupfélögin voru á þessum árum fyrst og fremst verslunarfélög, en í tengslum við verslunina, einkum afurðasöluna, komu upp fyrirtæki eins og sláturhús, frystihús, mjólkurbú, brauðgerðarhús og kornmyllur; voru þau tíðast rekin af kaupfélögunum sjálfum. Einstaka kaupfélög höfðu enn meira umleikis. Ber þar sér í lagi að nefna Kaupfélag Eyfirðinga. Það var ekki aðeins fyrst til og umsvifamest allra kaupfélaga í flestum fyrrnefndum greinum, heldur tók það einnig upp svínarækt (1928), miðstöðvarlagnir (1929), smjör- líkisgerð (1930), útgerð flutningaskipa og fiskiskipa (1934), kjötvinnslu (1934), vátryggingastarfsemi (1935), lyfsölu (1936), gróðurhúsarekstur og kornyrkju (1937), kassasmíði (1939), skipasmíði (1940), rekstur gistihúss (1944) og vélaverkstæðis (1945). —.— ------------------------------------------) 1931 Kreppan var nú í algleymingi og skuldasöfnun bænda kom fram á kaupfélögunum og Sambandinu. Varð á ný að grípa til strangra aðhaldsaðgerða. Sambandið fækkaði starfsliði og lækkaði laun. Lögð var niður skrifstofan í Hamborg. Gefjun kom upp saumastofum í Reykjavík og á Akureyri. Viðskipti sjómanna við kaupfélögin höfðu farið hraðvaxandi um skeið, og var nú svo komið að Sambandið seldi tíunda hluta fiskframleiðslu landsmanna, langmest saltfisk. Nýtt vörugeymsluhús við Reykjavíkurhöfn var tekið í notk- un og hafin þar fóðurblöndun. 1932 Kaupfélögunum tókst að draga mjög úr vörusölu til félags- manna sinna svo að skuldir við Sambandið hættu að vaxa, þrátt fyrir mjög kröpp kjör bænda, og velta Sambandsins minnkaði um fullan þriðjung frá fyrra ári. Vegna tollahækkunar og innflutningskvóta í Noregi horfði þunglega fyrir saltkjötssölu; var því meira kapp lagt á upp- byggingu frystihúsanna. Sambandið og Kaupfélag Eyfirðinga stofnuðu saman sápu- verksmiðjuna Sjöfn og kaffibætisgerðina Freyju. Sambandið hóf kjötreykingu í Reykjavík, en gærusútun á Akureyri. Sambandið tók þátt í stofnun Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda sem síðan sá um útflutning saltfisks í um- boði seljenda. Nýreist verksmiðjuhús Gefjunar á Akureyri 1935. Gefjun var þá orðin einna stærst í sniðum alira fyrirtækja í íslenskum framleiðsluiðnaði. 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.