Samvinnan - 01.02.1981, Qupperneq 47

Samvinnan - 01.02.1981, Qupperneq 47
TIL NÝRRA STARFA Gunnar Gunnarsson var ráðinn framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. frá 1. janúar sl. Gunnar er fæddur í Reykjavík 3. sept. 1939. For- eldrar hans eru Gunnar Árnason, búfræðikandídat, og kona hans, Olga Áma- dóttir. — Að loknu búfræði- námi í Noregi á árunum 1956—1958, hóf Gunnar nám við framhaldsdeild Bænda- skólans á Hvanneyri og lauk þaðan prófi sem búfræði- kandídat árið 1961. Að því námi loknu réðst hann til starfa hjá Véladeild Sam- bandsins. Árið 1966 varð hann deildarstjóri Búvéla- deildar og gegndi því starfi til ársins 1978, er hann varð aðstoðarframkvæmda- stjóri Véladeildar — Gunn- ar er kvæntur Elínu Jónu Jónsdóttur. Arnór Valgeirsson hefur tekið við starfi deildarstjóra Fóðurvörudeildar Innflutn- ingsdeildar Sambandsins. Amór er fæddur að Gemlu- falli í Dýrafirði 9. ágúst 1932. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1951 og réðist strax að því loknu í þjónustu Sambandsins. Hann vann um skeið hjá Bókaútgáfunni Norðra og Samvinnunni og var jafn- framt auglýsingastjóri Sam- bandsins. Árið 1956 hóf hann störf hjá Innflutn- ingsdeild Sambandsins sem sölumaður í vefnaðarvöru- deild, en árið 1961 gerðist hann starfsmaður Dráttar- véla hf. og vann þar í tæpa tvo áratugi, síðustu 11 árin sem framkvæmdastjóri. — Amór er kvæntur Elísabetu Hauksdóttur. SteLnþór Þorsteinsson hef- ur tekið við starfi deildar- stjóra í Afurðasölu og Kjöt- iðnaðarstöð Búvörudeildar. Steinþór er fæddur á Skaga- strönd 1937, en á ættir í Húnavatnssýslu og Þing- eyjarsýslu. Hann fluttist til Reykjavíkur fimmtán ára gamall. Árið 1958 lauk hann prófi frá Samvinnuskólan- um að Bifröst og gerðist sama ár kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Hvamms- fjarðar í Búðardal aðeins 21 árs. Því starfi gegndi hann samfellt til haustsins 1979, er hann gerðist fulltrúi á skrifstofu Sambandsins í Lundúnum. — Steinþór er kvæntur Gunni Axelsdóttur. Um siðustu áramót tók Sigurður Á. Sigurðsson við starfi framkvæmdastjóra Lundúnaskrifstofu Sam- bandsins. Hann er fæddur 23. september 1949, lauk prófi frá Samvinnuskólan- um að Bifröst 1969 og var við framhaldsnám í Eng- landi árið eftir. Hann var við nám og störf ■ í Þýska- landi frá ársbyrjun til hausts 1972, er hann fór til starfa á Hamborgarskrif- stofu Sambandsins, þar sem hann var til vorsins 1974. Siðan hefur hann starfað hjá Innflutningsdeild, þar af sem deildarstjóri Fóður- vörudeildar síðustu þrjú ár- in. — Sigurður er kvæntur Ingibjörgu Dalberg. milli þessara tveggja skauta og þiggja frá þeim blæ sinn á víxl. Þetta á engu síður yið um kvæðin í síðustu tveimur bókum Tómasar en hinum fyrri, tæki- færiskvæðin einnig. Haustbirtan, sem hvelfist yfir fjalli staðfestunnar og fljóti hverfulleikans í átthögum skáldsins, er þar einungis orðin kald- ari og tærari en áður, en um leið hið eina rétta ljós til að heyja i glímuna sáru við hin miklu hugtök, Timann og Dauðann, og tákn þeirra og kveða sig í sátt við þau með fallþungan nið fljótsins og sefandi harmljóð þess fyr- ir hlustum. Svo næm og örugg er lífs- skynjun og skáldsýn Tómasar Guð- mundssonar. Ég var innan við fermingaraldur, þegar ljóðheimur hans opnaðist mér með öllum sínum töfrum, norðlenskur strákur, sem dáði þetta skáld úr fjar- lægð. Sá ljóðheimur lætur engan ó- snortinn, sem skyggnist þar um. Um leið og ég óska Tómasi til hamingju með afmælisdag hans og ævistarf, vona ég, að hanit virði mér á betri veg þessi erindislok: Við sundin blá þú sigldir dvergaskipum og seiddir til þín hjörtu þeirra barna, sem daglangt unnu dýrum strengjagripum og dreymdi um nætur ljóðsins innsta kjama. Þín fagra veröld vex þeim enn í brjósti og verður eitt með horfnum æskudögum. í þeirra hug er oft sem elding ljósti með óm úr djúpri kyrrð af týndum lögum. Er hvolfið allt var stjörnum vorsins stafað og strengi hrærði það, sem burt var liðið, í kvöldsins dýrð í djúpið blátt var kafað og djásnum þínum stráð um rökkvað sviðið. Og þar sem fljótið helga-áfram Imígur, að haustnóttum ég sé þig ennþá standa bjartan á svip. Frá brjósti þínu stígur ein bæn í hljóði á mörkum tveggja landa. Heim til þín, ísland, allir vegir liggja, elfan og fjallið kveða djúpum rómi. Fugl þess úr hreiðri maður má ei styggja, móinn er vígður dularfullu blómi. Hve sælt það skáld, sem skynjar vegferð sína jafn skýrri sjón og veitir öðrum bömum þá gleði að mega gista veröld þína: Garðljóðsins heim við blik frá Vorsins stjörnum. ♦ 47

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.