Samvinnan - 01.12.1981, Side 48

Samvinnan - 01.12.1981, Side 48
Gist undir höku kerlingar Portúgalskt nautaat er ekki eins æsilegt og það spánska, því að nautin eru aðeins særð en aldrei drepin... hið súra hversdagsvín Portú- gala. Meðan á snæðingi stóð virtum við fyrir okkur skrautmálaða mótorbátana í höfninni. Þeir báru flestir kvenmannsnöfn, svo sem Juanita, Mirita og Ana de Jesu. Sjómenn voru að búast i róður, setja hreinsuð net um borð og i nesti var búst- ið, óinnpakkað hveitibrauð og rauðvínsflaska, en litil sardínugrill virtust vera um borð í hverjum bát. Þarna i Portimao borðuð- um við seinna ódýrastan mat, sem við höfum fengið á veitingahúsi. Við gengum inn eina af þröngu hliðar- götunum upp af aðaltorginu við Casa Inglesa (Enska húsið) niðri við höfnina og stefndum á litið veitinga- hús, sem nefndist Zisa. Þá kom þar út maður, sem benti okkur valdsmannlega að ganga yfir götuna og leiddi okkur síðan inn á stað, sem við sáum ekki bet- ur en væri gamall vinlager. Við túlkuðum þetta þannig að svo troðfullt væri yfirleitt á Zisa, að þeir hefðu neyðst til að taka lagerinn undir veitingasölu. Þarna var matborðum troðið inn eins þröngt og mögulegt var og aldeilis „setinn Svarvaðar- dalur“ og næstum eingöngu Portúgalir að fá sér sunnu- dagsmat og ræddu hátt saman að venju. Meðfram öllum veggjum voru saman- skrúfaðar j árngrindahillur (svona eins og á bilaverk- stæðum) fullar af vínflösk- um og kútum, ýmist fullum eða tómum. Frá okkar borði sáum við gegnum járnhill- urnar fram á barinn, sem hafði sérstakar dyr út á götu. Þar brá fyrir mörgu og margvislegu andlitinu og menn sátu þar á ölkössum, ef þeir þá fengu sér sæti, flestir stóðu við barinn. Þarna borðuðum við ágæt- an kálfasnitsel, tveir fengu fiskisúpu og drukkum flösku af bragðgóðu og mátulega volgu rauðvini með og kost- aði þetta sem svarar 80 ís- lenskum krónum — fyrir fjóra. Seinna fórum við á nokk- uð þekktan veitingastað þarna skammt frá, Avo- zhina, og borðuðum réttinn cataplana, sem dregur nafn sitt af sérstökum potti, sem hann er gufusoðinn í. Þetta var allskonarskelfiskur,soð- inn i sínum litlu skeljum, skinka o. fl. kjöt, steinselja o. fl. grænmeti og vel krydd- að með hvitlauk og bragðað- ist ágætlega. Á hverju kvöldi var fjöl- DOMUS Vöruhúsið að Laugavegi 91 Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis A BOÐSTOLUM A EINUM STAÐ Leikföng Gjafavörur Fatnaður Skór Búsáhöld Heimilistæki LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT 48

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.