Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 48
Gist undir höku kerlingar Portúgalskt nautaat er ekki eins æsilegt og það spánska, því að nautin eru aðeins særð en aldrei drepin... hið súra hversdagsvín Portú- gala. Meðan á snæðingi stóð virtum við fyrir okkur skrautmálaða mótorbátana í höfninni. Þeir báru flestir kvenmannsnöfn, svo sem Juanita, Mirita og Ana de Jesu. Sjómenn voru að búast i róður, setja hreinsuð net um borð og i nesti var búst- ið, óinnpakkað hveitibrauð og rauðvínsflaska, en litil sardínugrill virtust vera um borð í hverjum bát. Þarna i Portimao borðuð- um við seinna ódýrastan mat, sem við höfum fengið á veitingahúsi. Við gengum inn eina af þröngu hliðar- götunum upp af aðaltorginu við Casa Inglesa (Enska húsið) niðri við höfnina og stefndum á litið veitinga- hús, sem nefndist Zisa. Þá kom þar út maður, sem benti okkur valdsmannlega að ganga yfir götuna og leiddi okkur síðan inn á stað, sem við sáum ekki bet- ur en væri gamall vinlager. Við túlkuðum þetta þannig að svo troðfullt væri yfirleitt á Zisa, að þeir hefðu neyðst til að taka lagerinn undir veitingasölu. Þarna var matborðum troðið inn eins þröngt og mögulegt var og aldeilis „setinn Svarvaðar- dalur“ og næstum eingöngu Portúgalir að fá sér sunnu- dagsmat og ræddu hátt saman að venju. Meðfram öllum veggjum voru saman- skrúfaðar j árngrindahillur (svona eins og á bilaverk- stæðum) fullar af vínflösk- um og kútum, ýmist fullum eða tómum. Frá okkar borði sáum við gegnum járnhill- urnar fram á barinn, sem hafði sérstakar dyr út á götu. Þar brá fyrir mörgu og margvislegu andlitinu og menn sátu þar á ölkössum, ef þeir þá fengu sér sæti, flestir stóðu við barinn. Þarna borðuðum við ágæt- an kálfasnitsel, tveir fengu fiskisúpu og drukkum flösku af bragðgóðu og mátulega volgu rauðvini með og kost- aði þetta sem svarar 80 ís- lenskum krónum — fyrir fjóra. Seinna fórum við á nokk- uð þekktan veitingastað þarna skammt frá, Avo- zhina, og borðuðum réttinn cataplana, sem dregur nafn sitt af sérstökum potti, sem hann er gufusoðinn í. Þetta var allskonarskelfiskur,soð- inn i sínum litlu skeljum, skinka o. fl. kjöt, steinselja o. fl. grænmeti og vel krydd- að með hvitlauk og bragðað- ist ágætlega. Á hverju kvöldi var fjöl- DOMUS Vöruhúsið að Laugavegi 91 Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis A BOÐSTOLUM A EINUM STAÐ Leikföng Gjafavörur Fatnaður Skór Búsáhöld Heimilistæki LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.