Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Blaðsíða 2
70
vinnufjelagshreifingar, hjer á landi, eigi rót sína að rekja
til þessa fjelags.
Mjer hefir nú alia tíð verið vel til Þingeyinga frá því
fyrst að jeg kynntist þeim, en síðan eru 22 ár, og er
mjer því fjarri skapi, að draga nokkuð úr þeim heiðri
er þeir eiga skilið, bæði að því er snertir forgöngu í
fjelagsskap og fleiru, enda þykist jeg hafa látið þá njóta
sannmælis í því efni, þótt Benedikt minn frá Auðnum
líti nokkuð öðrum augum á það mál. En óneitanlega
minna ummæli hans í greininni »Bændafjelög< í tíma-
riti þessu, mig á nokkra þingeyska sjálfhælni. Manni
dettur ósjálfrátt í hug Bogi okkar Melsted, sem eins og
kunnugt er, þakkar sjálfum sjer flest eða allt, sem gert
hefir verið á þessu landi, í seinni tíð, til umbóta at-
vinnuvegunum, verzluninni, samgöngumálum, og fl.
En að þessu öllu slepptu þá hefir nú reynslan sýnt
það áþreifanlega, að eigi er það ofmælt þó sagt sje, að
kaupfjelagsskapurinn hjer á landi, almennt talið, hafi eigi
fram að þessu orkað eða tekizt að ná þeirri fullkomnun
sem nauðsynleg er til þess að tilgangi hans verði náð.
Kaupfjelagsskapurinn er því miður enn þá í barndómi,
hjer á landi. Hann er enn, og verður vafalaust um tals-
vert skeið, meira og minna háður gömlum venjum og
þeim hugsunarhætti sem í sjálfu sjer er andvígur kaup-
fjelagshugmyndinni eða stefnu hennar, í samanburði við
það, þar sem þessu er lengst til leiðar komið meðal
annara þjóða og árangurinn því áreiðanlegastur.
*
II.
Eitt af áþreifanlegustu aðalmeinum kaupfjelagsskapar-
ins, hjer á landi, er það, hversu margir menn eiga erfitt
með að skilja stefnu hans og markmiö. Menn líta á hann
svipað því, sem áður var litið á kaupmennina, eða þá
stjett og atvinnurekstur yfir höfuð að tala.