Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 4

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 4
n í hugsun og framkvæmd, verzlun við kaupmenn og við- skiptum við kaupfjelögin. Pað er þessi gamli hugsunar- háttur, bæði að hafa sem mestan stundarhagnað af við- skiptunum og jafnframt hitt, að fara svo langt sem komizt verður í því, að fá aðkeyptu vörurnar lánaðar, og. s. frv., sem mestu ræður hjá þorra þeirra manna ,sem taka þátt í kaupfjelögunum. Verzlun kaupmanna er atvinna þeirra. Þeir hugsa því fyrst og fremst um það, að þessi atvinna gefi sem mestan ágóða í aðra hönd. Ágóðinn af verzluninni er kaup þeirra eða laun. Samband kaupmannsins við viðskipta- mennina er, fyrst og fremst, byggt á eigin hagsmunavon. Parfir og hagsmunir viðskiptamannanna koma eigi til sögunnar fyrri en þar á eptir. Með öðrum orðum: Kaup- mennirnir verzla fyrir sig, og tilgangur þeirra er því sá, að selja sem mest og fyrir sem hæst verð, en kaupa aptur allt með sem lægstu verði. Um þetta er í sjálfu sjer ekkert lastandi að segja, það er ekki nema eðlilegt og mannlegt. Þannig er og viðskiptum einstaklinganna almennt háttað. í kaupfjelagsskapnum er þessu varið nokkuð á annan veg. Kaupfjelögin eru fjelagsstofnanir. Hver einstakur fjelagi þeirra, — stofnbrjefahafi — er meðeigandi í fje- laginu. Verziun sú, er fjelagið rekur, er eign allra fje- lagsmanna, og arðurinn af verzluninni lendir hjá þeim, í hlutfalli við verzlunarmagn hvers einstaks fjelagsmanns. Ef verzlun kaupfjelagsins eða viðskipti þess ganga vel, þá er það hagur fyrir hvern einstakan fjelaga þess. Eins er það, ef illa gengur, vegna skulda, vanskila eða ann- arar óreiðu innan fjelagsins, þá er það tap eða skaði fjelagsmönnum. Af þessu er það ljóst að kaupfjelagsskapurinn miðar að því, að gera verzlunina að almenningseign, ef svo mætti að orði kveða. Kaupfjelögin, eða verzlun þeirra er eign þeirra er skipta við þau, ef þeir eru fjelagsmenn um leið. Kaupfjelagarnir eru þá sínir eigin herrar, eig-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.